Búum til betri borg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 15. desember 2020 16:34 Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar