Yfirdeildin staðfesti að ríkið hefði ekki brotið á Gesti og Ragnari Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 22. desember 2020 10:24 Gestur Jónsson lögmaður. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið braut hvorki gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun fyrri dóm dómstólsins í málinu. Dómurinn vísaði til þess að þær greinar sem lögmennirnir vísuðu, greinar sex og sjö í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem snúa að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar og refsingu án þess að hafa brotið lög, ættu ekki við í máli þeirra Gests og Ragnars. Niðurstöðukaflinn í dómi Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Ósáttir við að vera dæmdir án þess að fá að halda uppi málsvörn Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir hefðu aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Þá vísuðu lögmennirnir tveir einnig til þess að upphæð sektanna hafi verið mun hærri en lögmönnum hafi áður verið gert að greiða. Að auki töldu þeir ekki um refsivert lögbrot að ræða. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí á síðasta ári vegna málsins. Undirdeild Mannréttindadómstólsins tók ekki undir málflutning Gests og Ragnars og taldi hún að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Ragnar og Gestur sendu erindi til yfirdeildarinnar vegna málsins, sem samþykkti að taka málið fyrir. Niðurstaða hennar liggur nú fyrir. Þetta er í annað sinn sem yfirdeild dómstólsins kemst að niðurstöðu í máli sem varðar íslenska dómstóla, en yfirdeildin birti dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða fyrr í mánuðinum. Dómsmál Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Dómurinn vísaði til þess að þær greinar sem lögmennirnir vísuðu, greinar sex og sjö í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem snúa að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar og refsingu án þess að hafa brotið lög, ættu ekki við í máli þeirra Gests og Ragnars. Niðurstöðukaflinn í dómi Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Ósáttir við að vera dæmdir án þess að fá að halda uppi málsvörn Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir hefðu aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Þá vísuðu lögmennirnir tveir einnig til þess að upphæð sektanna hafi verið mun hærri en lögmönnum hafi áður verið gert að greiða. Að auki töldu þeir ekki um refsivert lögbrot að ræða. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí á síðasta ári vegna málsins. Undirdeild Mannréttindadómstólsins tók ekki undir málflutning Gests og Ragnars og taldi hún að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Ragnar og Gestur sendu erindi til yfirdeildarinnar vegna málsins, sem samþykkti að taka málið fyrir. Niðurstaða hennar liggur nú fyrir. Þetta er í annað sinn sem yfirdeild dómstólsins kemst að niðurstöðu í máli sem varðar íslenska dómstóla, en yfirdeildin birti dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða fyrr í mánuðinum.
Dómsmál Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30