Hannes kallar Guðmund Andra og aðra gagnrýnendur Bjarna farísea Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2020 15:38 Hannes Hólmsteinn hellir sér yfir lögregluna, Guðmund Andra og aðra þá sem vilja benda fingri á Bjarna Benediktsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor bregst ókvæða við þeirri gagnrýni sem dynur nú á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Hannes birtir sérstakan pistil á Facebooksíðu sinni, endurbirting andsvara hans við orðum Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns Samfylkingar. Óhætt er að segja að gagnrýnin hafi dunið á Bjarna á samfélagsmiðlum eftir að spurðist að hann tengdist broti á sóttvarnarreglum og þá ekki síst eftir Kastljósviðtal við Bjarna í gærkvöldi. Hannes er orðinn þreyttur á að verja fjármálaráðherra í þessu samhengi en lætur sig þó hafa það. „Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra Thorssonar: „Ég er svo sem enginn áhugamaður um þetta mál, en get samt ekki orða bundist, því að mér blöskrar hræsnin og vandlætingin hjá þér og öðrum faríseum og fræðimönnum landsins.“ Hannes rekur þá málið eins og það kemur honum fyrir sjónir: „Maðurinn fer með konunni sinni á sölusýningu, sem hefur fullt leyfi til að hafa opið eins og aðrar verslanir. Þetta var ekki samkvæmi, og eigendur segjast ekki hafa brotið reglur um mannfjölda. Síðan fyllist allt skyndilega, og kona á staðnum hringir í lögregluna og nefnir sérstaklega, að fjármálaráðherra sé á staðnum. Hann fer og hefði auðvitað átt að fara fyrr.“ Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Þá hellir Hannes sér yfir lögregluna og segir hana hafa brotið allt sem sæmilegt má heita með því að nefna þetta til sögunnar í dagbókarfærslu. „Einhver í lögreglunni skrifar síðan tilkynningu til fjölmiðla og brýtur starfsreglur lögreglu um að veita ekki persónugreinanlegar upplýsingar, og þar er talað í hæðnistón um háttvirtan ráðherra (en þú veist jafnvel og ég, að ráðherrar eru titlaðir hæstvirtir og þingmenn háttvirtir). Þetta ber öll einkenni þess, að það átti að góma ráðherrann. Hann sýndi gáleysi, en braut tæplega af sér.“ Við munum hvernig fjárglæframenn útrásaráranna þrættu ævinlega fyrir allt sem þeir urðu uppvísir að sannaðu það! var...Posted by Guðmundur Andri Thorsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hannes birtir sérstakan pistil á Facebooksíðu sinni, endurbirting andsvara hans við orðum Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns Samfylkingar. Óhætt er að segja að gagnrýnin hafi dunið á Bjarna á samfélagsmiðlum eftir að spurðist að hann tengdist broti á sóttvarnarreglum og þá ekki síst eftir Kastljósviðtal við Bjarna í gærkvöldi. Hannes er orðinn þreyttur á að verja fjármálaráðherra í þessu samhengi en lætur sig þó hafa það. „Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra Thorssonar: „Ég er svo sem enginn áhugamaður um þetta mál, en get samt ekki orða bundist, því að mér blöskrar hræsnin og vandlætingin hjá þér og öðrum faríseum og fræðimönnum landsins.“ Hannes rekur þá málið eins og það kemur honum fyrir sjónir: „Maðurinn fer með konunni sinni á sölusýningu, sem hefur fullt leyfi til að hafa opið eins og aðrar verslanir. Þetta var ekki samkvæmi, og eigendur segjast ekki hafa brotið reglur um mannfjölda. Síðan fyllist allt skyndilega, og kona á staðnum hringir í lögregluna og nefnir sérstaklega, að fjármálaráðherra sé á staðnum. Hann fer og hefði auðvitað átt að fara fyrr.“ Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Þá hellir Hannes sér yfir lögregluna og segir hana hafa brotið allt sem sæmilegt má heita með því að nefna þetta til sögunnar í dagbókarfærslu. „Einhver í lögreglunni skrifar síðan tilkynningu til fjölmiðla og brýtur starfsreglur lögreglu um að veita ekki persónugreinanlegar upplýsingar, og þar er talað í hæðnistón um háttvirtan ráðherra (en þú veist jafnvel og ég, að ráðherrar eru titlaðir hæstvirtir og þingmenn háttvirtir). Þetta ber öll einkenni þess, að það átti að góma ráðherrann. Hann sýndi gáleysi, en braut tæplega af sér.“ Við munum hvernig fjárglæframenn útrásaráranna þrættu ævinlega fyrir allt sem þeir urðu uppvísir að sannaðu það! var...Posted by Guðmundur Andri Thorsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24
Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. 24. desember 2020 10:49
Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50