Sér forseti ASÍ ekki skóginn fyrir trjánum og er seðlabankastjóri í froðusnakki!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. apríl 2020 10:00 Forseti ASÍ er bráðvel menntuð kona, m.a. með viðskiptafræðipróf frá HÍ, líka meistaragráðu frá Lundi í Svíþjóð, kann vel að teikna, auk þess, sem hún er margreynd á ýmsum sviðum félags- og stjórnmála, en hún var um árabil framkvæmdastjóri Vinstri-grænna. Reyndar sagði hún sig úr VG 2017, þegar flokksstjórnin ákvað að ganga til samstarfs við Sjálfstæðismenn og Framsókn, og varpa um leið mörgum sínum helztu stefnumálum fyrir róða. Þetta var gott hjá Drífu, en þeim mun verra hjá Katrínu Jakobsdóttur og öðru VG-forustuliði; það er ekki gott að hafa skýra stefnu í stjórnarandstöðu og gleyma henni svo, í stórum dráttum, til að komast í valdastóla, að miklu leyti til að reka erindi annarra, nefnilega andstæðinganna. Fyrir undirrituðum var og er þetta handónýtt fyrir stjórnmálaflokk, og forseti ASÍ sá þetta fyrir, fylgdi sinni sannfæringu og stefnu og yfirgaf sökkvandi og stefnulaust fleyið Vinstri-græna. Heilsteypt kona; þetta metur undirritaður mikils við forsetann. Það, sem ég vildi þó aðallega fjalla um hér, er framganga Drífu í samningamálum, og núverandi áherzlur hennar og stefna, sérstaklega á grundvelli lífskjarasamningsins, sem var undirritaður 3. apríl í fyrra. Þegar lífskjarasamningurinn var undirritaður, var gengi Bandaríkjadals gagnvar krónunni 119. Nú er gengið 144. Gengisfall krónu gagnvart Bandaríkjadal á þessum tíma 21%. Á sama tíma hefur krónan fallið úr 134 í 157 gagnvart Evru. 17% fall. Þetta er auðvitað heiftarlegt, ekki sízt út af því, að þetta gengisfall hefur einkum átt sér stað síðustu vikur, undir stjórn - eða öllu heldur stjórnleysi - nýs seðlabakastjóra. Þó að krónan eigi nú að vera á markaði, er hún svo veik, að það virðist duga, að menn selji krónur fyrir nokkra milljarða eða milljarða tugi og kaupi erlendan gjaldeyri að sama skapi, til að krónan steinliggi um 10-15%. Auðvitað hefði Seðlabanki, með sinn gjaldeyrisvarasjóð upp á nær 1.000 milljarða, getað keypt krónur ötullega á móti, til að halda genginu stöðugu. En, þetta gerði nýr seðlabankastjóri ekki; kippti sér ekki upp við nánast frjálst fall gjaldmiðilsins, sem þó er grundvöllur allra verðmæta, allra tekna og útgjalda, allra eigna og skulda, í þessu blessaða landi. Hann mátti þó vita - það gera allir, sem eitthvað vita og skilja í peninga- og efnahagsmálum - að a.m.k. helmingurinn af gengisfallinu myndi koma fram í hækkuðu verðlagi og vísitölum - verðbólgu - á næstu 3-6 mánuðum. Þessi regla er margsönnuð hér. Um nýjan seðlabankastjóra má reyndar skjóta því að, að hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í júlí í fyrra, að eigin mynt, eða rétturinn til hennar, væri grundvallarhluti af fullveldi hvers lands. Ef ég hefði ekki vitað, hver þetta sagði, hefði ég talið, að þessi orð hefðu verið höfð eftir einhverjum „menningarvita eða menntunarspjátrungi“. Hvar er þá fullveldi þeirra 25 þjóða, sem allar hafa sameinast um Evruna, komið!? Fyrir undirrituðum hreint froðusnakk. Fullveldið er einmitt undir alþjóðlegu samstarfi og því afli, sem það veitir, komið. En, drífum okkur til baka til Drífu. Í þeirri stefnu og þeim áherzlum, sem hún hefur verið að boða, fyrir ASÍ, síðustu daga, er ekki minnst einu orði á stöðugt gengi, sem þó er helzti efnahagsþátturinn til að tryggja stöðugt verðgildi launa, stöðuga leigu, stöðugan húsnæðiskostnað, stöðugt verðlag almennt og stöðugar vísitölur. Gleymdist þetta hjá forsetanum, eða sér hann það ekki? Hinn aðalþátturinn, fyrir fyrirtækin, sem atvinnuna veita og launin greiða, svo og fyrir almenning, vegna fasteigna- og bílakaupa þeirra m.m., er vaxtakostnaður. Í stöðunni, sem er, ber Seðlabanka að færa hann niður á sama stig og er meðan annarra Vestrænna þjóða; niður undir núllið! Hvað hindrar? Einhver gömul hindurvitni? Það er stundum talað um, að menn sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Því miður verður að heimfæra þetta upp á forseta ASÍ og þá stefnu og þær áherzlur, sem hann stendur fyrir, á þessum viðkvæmu og þýðingarmiklu tímum. Fyrir undirrituðum, eru gengi og vextir skógurinn og flest það, sem forsetinn setur á oddinn, er fyrir honum einstök tré. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti ASÍ er bráðvel menntuð kona, m.a. með viðskiptafræðipróf frá HÍ, líka meistaragráðu frá Lundi í Svíþjóð, kann vel að teikna, auk þess, sem hún er margreynd á ýmsum sviðum félags- og stjórnmála, en hún var um árabil framkvæmdastjóri Vinstri-grænna. Reyndar sagði hún sig úr VG 2017, þegar flokksstjórnin ákvað að ganga til samstarfs við Sjálfstæðismenn og Framsókn, og varpa um leið mörgum sínum helztu stefnumálum fyrir róða. Þetta var gott hjá Drífu, en þeim mun verra hjá Katrínu Jakobsdóttur og öðru VG-forustuliði; það er ekki gott að hafa skýra stefnu í stjórnarandstöðu og gleyma henni svo, í stórum dráttum, til að komast í valdastóla, að miklu leyti til að reka erindi annarra, nefnilega andstæðinganna. Fyrir undirrituðum var og er þetta handónýtt fyrir stjórnmálaflokk, og forseti ASÍ sá þetta fyrir, fylgdi sinni sannfæringu og stefnu og yfirgaf sökkvandi og stefnulaust fleyið Vinstri-græna. Heilsteypt kona; þetta metur undirritaður mikils við forsetann. Það, sem ég vildi þó aðallega fjalla um hér, er framganga Drífu í samningamálum, og núverandi áherzlur hennar og stefna, sérstaklega á grundvelli lífskjarasamningsins, sem var undirritaður 3. apríl í fyrra. Þegar lífskjarasamningurinn var undirritaður, var gengi Bandaríkjadals gagnvar krónunni 119. Nú er gengið 144. Gengisfall krónu gagnvart Bandaríkjadal á þessum tíma 21%. Á sama tíma hefur krónan fallið úr 134 í 157 gagnvart Evru. 17% fall. Þetta er auðvitað heiftarlegt, ekki sízt út af því, að þetta gengisfall hefur einkum átt sér stað síðustu vikur, undir stjórn - eða öllu heldur stjórnleysi - nýs seðlabakastjóra. Þó að krónan eigi nú að vera á markaði, er hún svo veik, að það virðist duga, að menn selji krónur fyrir nokkra milljarða eða milljarða tugi og kaupi erlendan gjaldeyri að sama skapi, til að krónan steinliggi um 10-15%. Auðvitað hefði Seðlabanki, með sinn gjaldeyrisvarasjóð upp á nær 1.000 milljarða, getað keypt krónur ötullega á móti, til að halda genginu stöðugu. En, þetta gerði nýr seðlabankastjóri ekki; kippti sér ekki upp við nánast frjálst fall gjaldmiðilsins, sem þó er grundvöllur allra verðmæta, allra tekna og útgjalda, allra eigna og skulda, í þessu blessaða landi. Hann mátti þó vita - það gera allir, sem eitthvað vita og skilja í peninga- og efnahagsmálum - að a.m.k. helmingurinn af gengisfallinu myndi koma fram í hækkuðu verðlagi og vísitölum - verðbólgu - á næstu 3-6 mánuðum. Þessi regla er margsönnuð hér. Um nýjan seðlabankastjóra má reyndar skjóta því að, að hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í júlí í fyrra, að eigin mynt, eða rétturinn til hennar, væri grundvallarhluti af fullveldi hvers lands. Ef ég hefði ekki vitað, hver þetta sagði, hefði ég talið, að þessi orð hefðu verið höfð eftir einhverjum „menningarvita eða menntunarspjátrungi“. Hvar er þá fullveldi þeirra 25 þjóða, sem allar hafa sameinast um Evruna, komið!? Fyrir undirrituðum hreint froðusnakk. Fullveldið er einmitt undir alþjóðlegu samstarfi og því afli, sem það veitir, komið. En, drífum okkur til baka til Drífu. Í þeirri stefnu og þeim áherzlum, sem hún hefur verið að boða, fyrir ASÍ, síðustu daga, er ekki minnst einu orði á stöðugt gengi, sem þó er helzti efnahagsþátturinn til að tryggja stöðugt verðgildi launa, stöðuga leigu, stöðugan húsnæðiskostnað, stöðugt verðlag almennt og stöðugar vísitölur. Gleymdist þetta hjá forsetanum, eða sér hann það ekki? Hinn aðalþátturinn, fyrir fyrirtækin, sem atvinnuna veita og launin greiða, svo og fyrir almenning, vegna fasteigna- og bílakaupa þeirra m.m., er vaxtakostnaður. Í stöðunni, sem er, ber Seðlabanka að færa hann niður á sama stig og er meðan annarra Vestrænna þjóða; niður undir núllið! Hvað hindrar? Einhver gömul hindurvitni? Það er stundum talað um, að menn sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Því miður verður að heimfæra þetta upp á forseta ASÍ og þá stefnu og þær áherzlur, sem hann stendur fyrir, á þessum viðkvæmu og þýðingarmiklu tímum. Fyrir undirrituðum, eru gengi og vextir skógurinn og flest það, sem forsetinn setur á oddinn, er fyrir honum einstök tré. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar