Almannavarnir virkilega fyrir alla! Sabine Leskopf skrifar 18. mars 2020 13:00 Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar