Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 14:20 Framleiðendur líkkista á Ítalíui hafa átt erfitt með að útvega nægjanlega margar kistur á undanförnum dögum. Vísir/EPA Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. Heilt yfir nálgast fjöldi látinna á heimsvísu tíu þúsund. Þar af dóu minnst 3.249 í Kína og hafa Ítalir staðfest 2.978 dauðsföll vegna Covid-19. Samkvæmt talningu John Hopkins háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst 222.542 smit á heimsvísu og þar af hafa 84.506 náð sér. Minnst 9.115 hafa dáið. Frá 15. mars hafa um 350 manns dáið á hverjum degi á Ítalíu, að meðaltali. Því er líklegt að Ítalía, þar sem um 60 milljónir búa, taki fram úr Kína, þar sem um 1,4 milljarðar manna búa, seinna í dag. Sjá einnig: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld Ítalíu segja stóra ástæðu þessa vera hve hár meðalaldur þjóðarinnar er. Ítalía er þar í öðru sæti á heimsvísu, á eftir Japan, og um 87 prósent þeirra sem hafa dáið á Ítalíu voru eldri en sjötugt. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Ástandið er sérstaklega slæmt í bænum Bergamo. Þar hefur herinn þurft að grípa inn í flytja lík frá bænum til brennslu. Um sextíu lík voru flutt í gærkvöldi. Líkbrennslan í Bergamo getur sinnt um 25 líkum á dag, sé hún starfrækt allan sólarhringinn, samkvæmt frétt Corriere Della Sera. #Italy: Military trucks Were spotted in Bergamo, LomardyAllegedly the Italian Army was transporting coffins of the dead to other towns through these Trucks The death toll in Italy has reached 2,978 and is predicted to go far more Worst then China #Coronavirus #COVID19 pic.twitter.com/V9yRAdbZ0a— Wars on the Brink (current focus coronavirus) (@WarsontheBrink) March 19, 2020 Á Ítalíu hefur ættingjum og vinum þeirra sem dáið hafa verið meinað að fylgja hinum látnu til grafar og hefur fjöldi hina látnu leitt til þess að framleiðendur líkkista hafa átt erfitt með að útvega þær sem þarf. Þá hafa sjúkrahús tekið upp nýjar starfsreglur varðandi meðferð líka og á nú að setja látið fólk í kistur án þess að klæða þau, vegna smithættu. Í frétt Guardian er sögð saga 88 ára manns sem dó í gær. Sá hafði verið með hita í nokkra daga og hafði ekki reynst hægt að hringja á sjúkrabíl, því það hafði alltaf verið á tali hjá Neyðarlínunni. Klukkutíma eftir að hann dó kom sjúkrabíll en engar líkkistur voru til og skildu sjúkraflutningamenn manninn því eftir í herbergi hans þar til hægt var að finna kistu. Ættingjum hans var ekki hleypt inn til líksins til að undirbúa hann fyrir jarðarför. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. Heilt yfir nálgast fjöldi látinna á heimsvísu tíu þúsund. Þar af dóu minnst 3.249 í Kína og hafa Ítalir staðfest 2.978 dauðsföll vegna Covid-19. Samkvæmt talningu John Hopkins háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst 222.542 smit á heimsvísu og þar af hafa 84.506 náð sér. Minnst 9.115 hafa dáið. Frá 15. mars hafa um 350 manns dáið á hverjum degi á Ítalíu, að meðaltali. Því er líklegt að Ítalía, þar sem um 60 milljónir búa, taki fram úr Kína, þar sem um 1,4 milljarðar manna búa, seinna í dag. Sjá einnig: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld Ítalíu segja stóra ástæðu þessa vera hve hár meðalaldur þjóðarinnar er. Ítalía er þar í öðru sæti á heimsvísu, á eftir Japan, og um 87 prósent þeirra sem hafa dáið á Ítalíu voru eldri en sjötugt. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Ástandið er sérstaklega slæmt í bænum Bergamo. Þar hefur herinn þurft að grípa inn í flytja lík frá bænum til brennslu. Um sextíu lík voru flutt í gærkvöldi. Líkbrennslan í Bergamo getur sinnt um 25 líkum á dag, sé hún starfrækt allan sólarhringinn, samkvæmt frétt Corriere Della Sera. #Italy: Military trucks Were spotted in Bergamo, LomardyAllegedly the Italian Army was transporting coffins of the dead to other towns through these Trucks The death toll in Italy has reached 2,978 and is predicted to go far more Worst then China #Coronavirus #COVID19 pic.twitter.com/V9yRAdbZ0a— Wars on the Brink (current focus coronavirus) (@WarsontheBrink) March 19, 2020 Á Ítalíu hefur ættingjum og vinum þeirra sem dáið hafa verið meinað að fylgja hinum látnu til grafar og hefur fjöldi hina látnu leitt til þess að framleiðendur líkkista hafa átt erfitt með að útvega þær sem þarf. Þá hafa sjúkrahús tekið upp nýjar starfsreglur varðandi meðferð líka og á nú að setja látið fólk í kistur án þess að klæða þau, vegna smithættu. Í frétt Guardian er sögð saga 88 ára manns sem dó í gær. Sá hafði verið með hita í nokkra daga og hafði ekki reynst hægt að hringja á sjúkrabíl, því það hafði alltaf verið á tali hjá Neyðarlínunni. Klukkutíma eftir að hann dó kom sjúkrabíll en engar líkkistur voru til og skildu sjúkraflutningamenn manninn því eftir í herbergi hans þar til hægt var að finna kistu. Ættingjum hans var ekki hleypt inn til líksins til að undirbúa hann fyrir jarðarför.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira