Lokuðu ströndinni eftir að fjöldatakmarkanir voru ekki virtar Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 10:15 Frá Bondi Beach í gær. Mikill fjöldi fólks var samankominn á ströndinni þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um takmarkanir á fjöldasamkomum. Vísir/Getty Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gagnrýnt hegðun fólksins og segir hana óásættanlega. Samkomubannið í Ástralíu nær til allra samkoma þar sem fimm hundruð eða fleiri koma saman utandyra og er hámarkið sett við hundrað manns innandyra. Fólk er hvatt til þess að halda eins og hálfs metra fjarlægð milli hvors annars og fari fólk gegn reglum samkomubannsins gæti lögregla verið kölluð til. Það varð raunin á Bondi Beach í gær þegar hundruð manna komu saman á ströndinni og ætluðu að nýta góða veðrið þann daginn. Ljóst var að fjöldinn fór yfir fimm hundruð og var því lögregla kölluð til og ströndinni lokað tímabundið. Bondi Beach empty, hill pretty packed #Bondi #bondibeach pic.twitter.com/TLIoDVnD7V— Kalifauna (@Kali_Austin) March 21, 2020 Greg Hunt, heilbrigðisráðherra landsins, sagði það bera vott um afneitun að sjá tugi fjölskyldna nota almenningssturtur og klósett á ströndinni þegar yfirvöld hefðu gefið það út að fólk ætti að forðast slíkar fjöldasamkomur. Hegðun þeirra væri óðásættanleg og kallaði hann eftir auknum aðgerðum af hálfu borgaryfirvalda á hverjum stað fyrir sig til þess að tryggja að fólk fylgdi fyrirmælum. Það væri lífsnauðsynlegt fyrir marga að fólk virti slík fyrirmæli. Forsætisráðherrann Scott Morrison kynnti frekari aðgerðir í gær til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfir þúsund hafa smitast og sjö látist af völdum sjúkdómsins í landinu. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35 Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Lögreglan í Sydney þurfti að loka einni vinsælustu baðströnd borgarinnar, Bondi Beach, eftir að fjöldi fólks á ströndinni fór yfir leyfilegan fjölda samkvæmt samkomubanni. Heilbrigðisráðherra landsins hefur gagnrýnt hegðun fólksins og segir hana óásættanlega. Samkomubannið í Ástralíu nær til allra samkoma þar sem fimm hundruð eða fleiri koma saman utandyra og er hámarkið sett við hundrað manns innandyra. Fólk er hvatt til þess að halda eins og hálfs metra fjarlægð milli hvors annars og fari fólk gegn reglum samkomubannsins gæti lögregla verið kölluð til. Það varð raunin á Bondi Beach í gær þegar hundruð manna komu saman á ströndinni og ætluðu að nýta góða veðrið þann daginn. Ljóst var að fjöldinn fór yfir fimm hundruð og var því lögregla kölluð til og ströndinni lokað tímabundið. Bondi Beach empty, hill pretty packed #Bondi #bondibeach pic.twitter.com/TLIoDVnD7V— Kalifauna (@Kali_Austin) March 21, 2020 Greg Hunt, heilbrigðisráðherra landsins, sagði það bera vott um afneitun að sjá tugi fjölskyldna nota almenningssturtur og klósett á ströndinni þegar yfirvöld hefðu gefið það út að fólk ætti að forðast slíkar fjöldasamkomur. Hegðun þeirra væri óðásættanleg og kallaði hann eftir auknum aðgerðum af hálfu borgaryfirvalda á hverjum stað fyrir sig til þess að tryggja að fólk fylgdi fyrirmælum. Það væri lífsnauðsynlegt fyrir marga að fólk virti slík fyrirmæli. Forsætisráðherrann Scott Morrison kynnti frekari aðgerðir í gær til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfir þúsund hafa smitast og sjö látist af völdum sjúkdómsins í landinu.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35 Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Heilsan batnar með hverjum degi sem líður Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson eru við góða heilsu og líður betur með degi hverjum. 19. mars 2020 23:35
Hafa enn ekki staðfest smit en grípa þó til aðgerða Yfirvöld Norður-Kóreu hafa meinað fólki sem ekki ber grímur að notast við almenningssamgöngur. 19. mars 2020 15:55