Netnotkun Íslendinga í samkomubanni jafnast á við jólin Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 20:48 Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Vísir/Getty Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira