Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 23:38 MAST er með þjónustusamninga við dýralækna víða um land. Vísir/Vilhelm Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu. Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu.
Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira