Allt bendir til þess að Emil hafi verið upphafsmaður klósettrúlluáskoruninnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 12:00 Emil Hallfreðsson brosti þegar Ríkharð Guðnason sýndi honum klósettrúlluna. Mynd/S2 Sport Emil Hallfreðsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og þeir fóru meðal annars yfir það hvort Emil Hallfreðsson hafi verið upphafsmaður af vinsælu æði á samfélagsmiðlum. Allt bendir nefnilega til þess að íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hafi byrjað klósettrúlluáskorunina fyrir nokkrum vikum. Ríkharð Guðnason fékk klósettrúllu í hendurnar í viðtali við Emil og spurði íslenska landsliðsmanninn út í þennan möguleika. „Kannastu við þetta,“ spurði Ríkharð. „Já ég kannast eitthvað aðeins við þetta,“ svaraði Emil og Ríkharð sýndi síðan myndbandið sem Emil tók af sér að gera líklega fyrstu klósettrúlluáskorunina. Emil Hallfreðsson hélt þá klósettrúllunni 33 sinnum á lofti en myndbandið var tekið upp heima hjá honum. „Emil, nú eru flestir á Íslandi búnir að gera þetta og margir bestu fótboltamenn heims eru búnir að taka þetta. Veistu hvað ég heyrði í dag: Að þú hafir startað þessu trendi,“ sagði Ríkharð. „Ég ætla ekki að fara að fullyrða það sjálfur en þetta byrjaði ekkert fyrr en mörgum dögum eftir að við konan tókum þetta upp heima. Þetta var bara einhver hugmynd því við vorum nýbúin að fá matar- og klósettpappírsendingu heim í sótthvíldina,“ sagði Emil og hélt áfram: „Það var búin að vera svolítil umræða um klósettpappír og að allir ættu að byrgja sig upp af honum. Ég hugsað að þetta gæti verið svolítið gott challenge að gera, að gera eitthvað nett í sótthvíldinni og að fíflast aðeins,“ sagði Emil. „Ég taggaði einhverja vini mína á Ítalíu og síðan byrjaði þetta þvílíkt að berast út um allt. Það er bara skemmtilegt ef það er svoleiðis að ég hafi átt þetta frá upphafi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson reyndi svo aftur við klósettáskorunina og það má sjá þá tilraun og viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Emil Hallfreðsson og klósettrúlluáskorunin EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Grín og gaman Sportið í kvöld Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Emil Hallfreðsson var gestur Ríkharðs Guðnasonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og þeir fóru meðal annars yfir það hvort Emil Hallfreðsson hafi verið upphafsmaður af vinsælu æði á samfélagsmiðlum. Allt bendir nefnilega til þess að íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hafi byrjað klósettrúlluáskorunina fyrir nokkrum vikum. Ríkharð Guðnason fékk klósettrúllu í hendurnar í viðtali við Emil og spurði íslenska landsliðsmanninn út í þennan möguleika. „Kannastu við þetta,“ spurði Ríkharð. „Já ég kannast eitthvað aðeins við þetta,“ svaraði Emil og Ríkharð sýndi síðan myndbandið sem Emil tók af sér að gera líklega fyrstu klósettrúlluáskorunina. Emil Hallfreðsson hélt þá klósettrúllunni 33 sinnum á lofti en myndbandið var tekið upp heima hjá honum. „Emil, nú eru flestir á Íslandi búnir að gera þetta og margir bestu fótboltamenn heims eru búnir að taka þetta. Veistu hvað ég heyrði í dag: Að þú hafir startað þessu trendi,“ sagði Ríkharð. „Ég ætla ekki að fara að fullyrða það sjálfur en þetta byrjaði ekkert fyrr en mörgum dögum eftir að við konan tókum þetta upp heima. Þetta var bara einhver hugmynd því við vorum nýbúin að fá matar- og klósettpappírsendingu heim í sótthvíldina,“ sagði Emil og hélt áfram: „Það var búin að vera svolítil umræða um klósettpappír og að allir ættu að byrgja sig upp af honum. Ég hugsað að þetta gæti verið svolítið gott challenge að gera, að gera eitthvað nett í sótthvíldinni og að fíflast aðeins,“ sagði Emil. „Ég taggaði einhverja vini mína á Ítalíu og síðan byrjaði þetta þvílíkt að berast út um allt. Það er bara skemmtilegt ef það er svoleiðis að ég hafi átt þetta frá upphafi,“ sagði Emil. Emil Hallfreðsson reyndi svo aftur við klósettáskorunina og það má sjá þá tilraun og viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Emil Hallfreðsson og klósettrúlluáskorunin
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Grín og gaman Sportið í kvöld Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira