Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2020 00:16 Þessi sýn blasti við lesanda Vísis í Hagkaupum í Skeifunni í kvöld. Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Um tíu til fimmtán manns voru með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem fólk mokar sælgæti af ýmsum toga í poka og greiðir eftir vigt. Snertismit er helsta smitleið kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum sem almannavarnir um heim allan berjast við þessi dægrin. Þetta hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekað komið inn á í orði á daglegum upplýsingafundum vegna veirunnar og má sömuleiðis lesa sér til um víða, svo sem á Covid.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að snertismit er líklegasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni. Því eigi fólk að gæta hreinlætis, þvo hendur með heitu vatni og sápu í þrjátíu sekúndur og nota handspritt þegar við á.Vísir/Vilhelm Hagkaup hefur hingað til ekki séð ástæðu til þess að loka nammilandinu þótt verslunin hafi gripið til annarra leiða til að takmarka smithættu. Má nefna að brauðskurðarvélin er til dæmis lokuð vegna smithættu. Tímamóta afsláttur í nammilandi Á skilti í verslun Hagkaupa í Skeifunni kemur fram að ákveðið hafi verið að loka nammilandinu tímabundið. Ástæðan kemur ekki fram en má ætla að um viðbrögð vegna kórónuveirunnar sé um að ræða. Nammilandi verður þó ekki lokað fyrr en á þriðjudag ef marka má auglýsinguna. Þannig auglýsir Hagkaup 70 prósent afslátt á nammi og verður afslátturinn í gildi til mánudags. Afslátturinn framlengist því inn í vikuna. Nammiland í Hagkaup í Skeifunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þar er opið allan sólarhringinn og verslunin hefur boðið helmingsafslátt um helgar. Neytendur eru þó beðnir um að nota einnota hanska í nammilandinu líkt og í salatbar og bakaríi. Lesandi Vísis tók ekki eftir því hvort nammikaupendur í Hagkaupum í kvöld hefðu allir sem einn verið með hanska á sér. Einhverjir voru þó með andlitsgrímur. Grímur og hanskar geta veitt falskt öryggi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið spurður út í öryggi sem grímur og hanskar veiti. Hefur hann haft á orði að örygið geti verið falskt. Grímur og hanskar geti vissulega virkað. Grímur verði hins vegar gagnlausar um leið og þær blotna, sem þær gera smám saman við öndun, og þá geri þær lítið sem ekkert gagn. Þá sé lítið gagn í þeim til að verja sig, það sé frekar til að verja aðra. Varðandi hanskana sé ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo að smit berist ekki af þeim og í viðkomandi. Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli með andlitsgrímur.Vísir/Vilhelm „Þannig að það getur gefið falskt öryggi,“ ítrekaði Þórólfur á upplýsingafundi í vikunni. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá einhvern til að fara fyrir sig út í búð.“ Skorar á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax Lesandinn vill skora á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax í stað en ekki á þriðjudaginn. Hann telur að það standist ekki nokkra skoðun að hvetja viðskiptavini til að auka líkur á snertismiti með viðbótarafslætti um helgina Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Um tíu til fimmtán manns voru með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem fólk mokar sælgæti af ýmsum toga í poka og greiðir eftir vigt. Snertismit er helsta smitleið kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum sem almannavarnir um heim allan berjast við þessi dægrin. Þetta hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekað komið inn á í orði á daglegum upplýsingafundum vegna veirunnar og má sömuleiðis lesa sér til um víða, svo sem á Covid.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að snertismit er líklegasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni. Því eigi fólk að gæta hreinlætis, þvo hendur með heitu vatni og sápu í þrjátíu sekúndur og nota handspritt þegar við á.Vísir/Vilhelm Hagkaup hefur hingað til ekki séð ástæðu til þess að loka nammilandinu þótt verslunin hafi gripið til annarra leiða til að takmarka smithættu. Má nefna að brauðskurðarvélin er til dæmis lokuð vegna smithættu. Tímamóta afsláttur í nammilandi Á skilti í verslun Hagkaupa í Skeifunni kemur fram að ákveðið hafi verið að loka nammilandinu tímabundið. Ástæðan kemur ekki fram en má ætla að um viðbrögð vegna kórónuveirunnar sé um að ræða. Nammilandi verður þó ekki lokað fyrr en á þriðjudag ef marka má auglýsinguna. Þannig auglýsir Hagkaup 70 prósent afslátt á nammi og verður afslátturinn í gildi til mánudags. Afslátturinn framlengist því inn í vikuna. Nammiland í Hagkaup í Skeifunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þar er opið allan sólarhringinn og verslunin hefur boðið helmingsafslátt um helgar. Neytendur eru þó beðnir um að nota einnota hanska í nammilandinu líkt og í salatbar og bakaríi. Lesandi Vísis tók ekki eftir því hvort nammikaupendur í Hagkaupum í kvöld hefðu allir sem einn verið með hanska á sér. Einhverjir voru þó með andlitsgrímur. Grímur og hanskar geta veitt falskt öryggi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið spurður út í öryggi sem grímur og hanskar veiti. Hefur hann haft á orði að örygið geti verið falskt. Grímur og hanskar geti vissulega virkað. Grímur verði hins vegar gagnlausar um leið og þær blotna, sem þær gera smám saman við öndun, og þá geri þær lítið sem ekkert gagn. Þá sé lítið gagn í þeim til að verja sig, það sé frekar til að verja aðra. Varðandi hanskana sé ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo að smit berist ekki af þeim og í viðkomandi. Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli með andlitsgrímur.Vísir/Vilhelm „Þannig að það getur gefið falskt öryggi,“ ítrekaði Þórólfur á upplýsingafundi í vikunni. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá einhvern til að fara fyrir sig út í búð.“ Skorar á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax Lesandinn vill skora á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax í stað en ekki á þriðjudaginn. Hann telur að það standist ekki nokkra skoðun að hvetja viðskiptavini til að auka líkur á snertismiti með viðbótarafslætti um helgina
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira