Opið bréf til Katrínar, Bjarna og Sigurðar! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 13:15 Ég veit að þið stjórnvöld hafið í nógu að snúast þessa daga, og tími til samtals um fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fatlaðs og langveiks fólks, lítill. Ég eftir sem áður bið um athygli ykkar í þeirri von að það skipti máli, ég hef í það minnsta reynt að ná til ykkar. Mér er sagt að fjáraukalögin nú séu í raun fjárfestingarátak vegna Covid-19. ÖBÍ gagnrýndi að þar inni væri ekki að finna sértækar aðgerðir fyrir öryrkja. Ég leyfi mér að halda þeirri gagnrýni til streitu, enda kemur Covid-19 verr niður á örorkulífeyrisþegum en mörgum öðrum. Við sjáum nú að ástandið afhjúpar þá staðreynd að gríðarstór hópur fólks býr við svo mikla fátækt að hann hefur ekki efni á að borða hvað þá að leysa út lyf. Í langan tíma hefur örorkulífeyrir ekki haldið í við verðlag hér á Íslandi. Í því samhengi nefni ég að matvara og nauðsynjar hafa hækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Þá hefur leiga hækkað gríðarlega og er þar félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga ekki undanskilið. Örorkulífeyrir hefur hinsvegar rýrnað ár frá ári, það hefur gerst á ykkar vakt líka. Öryrkjar eins og flest fólk, reynir í lengstu lög að tryggja sér heimili, greiðsla á leigu gengur því fyrir öðrum nauðsynjum. Það eru öllum erfið spor þegar stoltinu er kyngt og leitað er aðstoðar í fyrsta sinn. Öryrkjar hafa lært að bera skömmina í hljóði, þegar þeir feta þessi erfiðu spor í biðröð eftir matarúthlutun hjálparsamtaka. Þessu erfiðu spor eru svo endurtekin í sífellu enda skammtar ríkið svo naumt að neyð ríkir. Stórir hópar veiks og fatlaðs fólks fara hér um götur með ósýnilegan betlistaf á lofti, fólk sem áður lagði stolt af mörkum til samfélagsins í formi vinnu o.fl. Því lærist með tímanum að sækja bjargirnar en í hálsinum situr kökkur niðurlægingar og skammar. Nú þegar hjálparstofnanir hafa lokað að stórum hluta blasir við okkur öllum þessi nöturlega staðreynd. Það eina jákvæða sem fylgir þessari veiru er að hún hefur opinberað þá sárafátækt sem hefur hingað til verið falin í þjóðfélagi okkar. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina haldið fyrir augu, eyru og munn, og tekist bara nokkuð bærilega upp við að hunsa vandamálið. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa brugðist. Jafnvel fatlaðir og langveikir þingmenn, sem ættu að skilja vandamálið, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ég held það sé nú öllum ljóst að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað eiga afar veikan ef þá nokkurn málsvara hjá stjórnvöldum. Í dag eru flestir öryrkjar heima í einangrun vegna undirliggjandi sjúkdóma, fólk kemst t.d. ekki til læknis til að fá endurnýjun á örorkumat og missir þar af leiðandi framfærslu, það á sífellt erfiðara með að sækja sér matarbjörg og lyf. Sumir eiga erfitt með daglega umhirðu og hreinlæti, fólk er kvíðið og hrætt. Fjölmargir íslendingar upplifa það nú á eigin skinni, hvernig líf öryrkjans er. Félagslega einangraður, fer lítið sem ekkert út, algerlega upp á aðra kominn. Þegar þessum faraldri linnir, sitja öryrkjar eftir, eins og áður, félagslega einangraðir, skammtaður smánarlífeyri frá þeim sem ættu að verja og vernda hópinn. Stjórnvöld hafa lokað augunum gagnvart fátækt á Íslandi, fríað sig ábyrgð á ástandinu og ýtt því yfir á hjálparstofnanir. Þegar öryrkjar sem í dag búa við bágust kjör í samfélaginu, geta ekki lengur orðið sér út um nauðsynjar s.s. mat hjá hjálparstofnunum, kemur bitur sannleikurinn í ljós. Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt. En hún er það í dag, hér býr fatlað og langveikt fólk með örorku við sára fátækt. Stjórnvöld verða að stíga fram og taka utan um öryrkja, hafi það verið mikilvægt einhverntíman þá er það orðið lífsnauðsynlegt í dag! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Ég veit að þið stjórnvöld hafið í nógu að snúast þessa daga, og tími til samtals um fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fatlaðs og langveiks fólks, lítill. Ég eftir sem áður bið um athygli ykkar í þeirri von að það skipti máli, ég hef í það minnsta reynt að ná til ykkar. Mér er sagt að fjáraukalögin nú séu í raun fjárfestingarátak vegna Covid-19. ÖBÍ gagnrýndi að þar inni væri ekki að finna sértækar aðgerðir fyrir öryrkja. Ég leyfi mér að halda þeirri gagnrýni til streitu, enda kemur Covid-19 verr niður á örorkulífeyrisþegum en mörgum öðrum. Við sjáum nú að ástandið afhjúpar þá staðreynd að gríðarstór hópur fólks býr við svo mikla fátækt að hann hefur ekki efni á að borða hvað þá að leysa út lyf. Í langan tíma hefur örorkulífeyrir ekki haldið í við verðlag hér á Íslandi. Í því samhengi nefni ég að matvara og nauðsynjar hafa hækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Þá hefur leiga hækkað gríðarlega og er þar félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga ekki undanskilið. Örorkulífeyrir hefur hinsvegar rýrnað ár frá ári, það hefur gerst á ykkar vakt líka. Öryrkjar eins og flest fólk, reynir í lengstu lög að tryggja sér heimili, greiðsla á leigu gengur því fyrir öðrum nauðsynjum. Það eru öllum erfið spor þegar stoltinu er kyngt og leitað er aðstoðar í fyrsta sinn. Öryrkjar hafa lært að bera skömmina í hljóði, þegar þeir feta þessi erfiðu spor í biðröð eftir matarúthlutun hjálparsamtaka. Þessu erfiðu spor eru svo endurtekin í sífellu enda skammtar ríkið svo naumt að neyð ríkir. Stórir hópar veiks og fatlaðs fólks fara hér um götur með ósýnilegan betlistaf á lofti, fólk sem áður lagði stolt af mörkum til samfélagsins í formi vinnu o.fl. Því lærist með tímanum að sækja bjargirnar en í hálsinum situr kökkur niðurlægingar og skammar. Nú þegar hjálparstofnanir hafa lokað að stórum hluta blasir við okkur öllum þessi nöturlega staðreynd. Það eina jákvæða sem fylgir þessari veiru er að hún hefur opinberað þá sárafátækt sem hefur hingað til verið falin í þjóðfélagi okkar. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina haldið fyrir augu, eyru og munn, og tekist bara nokkuð bærilega upp við að hunsa vandamálið. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa brugðist. Jafnvel fatlaðir og langveikir þingmenn, sem ættu að skilja vandamálið, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ég held það sé nú öllum ljóst að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað eiga afar veikan ef þá nokkurn málsvara hjá stjórnvöldum. Í dag eru flestir öryrkjar heima í einangrun vegna undirliggjandi sjúkdóma, fólk kemst t.d. ekki til læknis til að fá endurnýjun á örorkumat og missir þar af leiðandi framfærslu, það á sífellt erfiðara með að sækja sér matarbjörg og lyf. Sumir eiga erfitt með daglega umhirðu og hreinlæti, fólk er kvíðið og hrætt. Fjölmargir íslendingar upplifa það nú á eigin skinni, hvernig líf öryrkjans er. Félagslega einangraður, fer lítið sem ekkert út, algerlega upp á aðra kominn. Þegar þessum faraldri linnir, sitja öryrkjar eftir, eins og áður, félagslega einangraðir, skammtaður smánarlífeyri frá þeim sem ættu að verja og vernda hópinn. Stjórnvöld hafa lokað augunum gagnvart fátækt á Íslandi, fríað sig ábyrgð á ástandinu og ýtt því yfir á hjálparstofnanir. Þegar öryrkjar sem í dag búa við bágust kjör í samfélaginu, geta ekki lengur orðið sér út um nauðsynjar s.s. mat hjá hjálparstofnunum, kemur bitur sannleikurinn í ljós. Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt. En hún er það í dag, hér býr fatlað og langveikt fólk með örorku við sára fátækt. Stjórnvöld verða að stíga fram og taka utan um öryrkja, hafi það verið mikilvægt einhverntíman þá er það orðið lífsnauðsynlegt í dag! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar