Þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimila Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon skrifa 21. apríl 2020 17:36 Þann 6. mars sl. var staðfest að smit vegna Kórónuveirunnar (COVID – 19) væri farið að berast á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Við það tilefni var lýst neyðarstigi almannavarna og sama dag ákváðu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu að beina því til hjúkrunarheimila landsins að loka heimilunum fyrir heimsóknum og umferð annarra en starfsfólks. Þau tilmæli voru ekki gefin út af léttúð, heldur að vel ígrunduðu máli og í samráði við starfsfólk hjá Embætti landlæknis og fjölda fagaðila sem starfa innan hjúkrunarheimilanna og í þjónustu við einstaklinga með heilabilun. Það var samdóma álit þessara fagaðila að þörf væri á slíkri aðgerð og að grípa yrði til hennar sem fyrst. Aðgerðin var gerð með velferð íbúa heimilanna að leiðarljósi en þeir eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru því í sérstökum áhættuhópi tengt því að veikjast alvarlega af völdum veirunnar. Ljóst var frá upphafi að leita yrði allra leiða til að lágmarka eins og kostur var líkur á að íbúar heimilanna smituðust. Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Nú eru um 2.800 hjúkrunarrými hér á landi. Ljóst var að bann við heimsóknum myndi hafa mikil áhrif á daglegt líf þúsunda landsmanna og yrði án efa mjög erfitt fyrir alla; íbúana sjálfa, ættingja og aðstandendur þeirra, sem og starfsfólk heimilanna. Það getur vitanlega reynst íbúum erfitt að fá ekki heimsóknir ættingja sinna og á sama hátt getur það reynst ættingjum erfitt að fá ekki að fara í heimsókn. Þann tíma sem bannið hefur varað hefur það ekki síður reynst starfsfólki hjúkrunarheimilanna erfitt, sem lagt hefur sig fram við að skipuleggja daglegt starf við breyttar aðstæður og unnið af alúð við umönnun íbúa með þeim hætti að þeir finni sem minnst fyrir breytingunum. Aðstandendur og íbúar hafa sýnt ákvörðun hjúkrunarheimilanna skilning og unnið vel með stjórnendum og starfsmönnum heimilanna. Starfsfólkið hefur unnið þrekvirki undanfarnar vikur, ekki bara við aðlögun að breytingunum á vinnustöðunum heldur einnig með því að vanda sig sérstaklega í umgengni við aðra, innan sem utan vinnutíma. Margir starfsmenn hafa sjálfir búið í ákveðinni sóttkví í margar vikur og haldið sig með sinni fjölskyldu (og jafnvel án hennar ef aðstæður hafa verið þannig) innan veggja heimilisins, á milli þess sem þeir mæta til vinnu. Stjórnendur hafa unnið sleitulaust að breytingum á starfsmannahaldi, sóttvörnum og viðbragðsáætlunum. Þetta samstarf allra aðila hefur orðið til þess að núna þegar faraldurinn er á niðurleið hefur einungis komið upp smit á einu hjúkrunarheimili á landinu og af heildarfjölda starfsmanna hjúkrunarheimila hafa einungis örfáir smitast. Þetta verður að telja góðan árangur sem vert er að þakka. Fjölmiðlar hafa á síðustu vikum flutt fréttir af harmleikjum á hjúkrunarheimilum erlendis, þar á meðal Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Kanada og Bandaríkjunum þar sem málin hafa ekki verið tekin jafn föstum tökum og hér á landi. Starfsfólk Almannavarna og Embættis landlæknis ásamt heilbrigðisstarfsfólki og fjölda annarra aðila í samfélaginu eiga bestu þakkir skildar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn faraldrinum hér á landi. Okkur langar þó að nota þennan vettvang til að þakka sérstaklega þeim þúsundum starfsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum hér á landi fyrir að leggja sín mikilvægu lóð á vogarskálarnar í baráttunni. Ykkar framlag er ómetanlegt í þágu velferðar aldraðra hér á landi. Nú er tillögugerð að ákveðnum tilslökunum á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum á lokastigum. Tilslakanirnar verða framkvæmdar í nokkrum hægum skrefum í einu og tekur fyrsta skrefið gildi mánudaginn 4. maí. Fram að þeim tíma verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni. Tilslakanirnar verða kynntar síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl. Það verður mikill léttir fyrir alla aðila þegar tilslakanirnar hefjast enda mun heimsóknarbannið hafa staðið í tæpa 60 daga þann 4. maí. Hættan er hins vegar langt frá því liðin hjá. Á næstu vikum og mánuðum þurfum við öll að sýna þolinmæði og halda þetta út því einungis með breiðri samstöðu mun okkur takast að sigla í gegnum þennan öldudal og sigrast að lokum á skaðvaldinum. Höfundar eru Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. mars sl. var staðfest að smit vegna Kórónuveirunnar (COVID – 19) væri farið að berast á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Við það tilefni var lýst neyðarstigi almannavarna og sama dag ákváðu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu að beina því til hjúkrunarheimila landsins að loka heimilunum fyrir heimsóknum og umferð annarra en starfsfólks. Þau tilmæli voru ekki gefin út af léttúð, heldur að vel ígrunduðu máli og í samráði við starfsfólk hjá Embætti landlæknis og fjölda fagaðila sem starfa innan hjúkrunarheimilanna og í þjónustu við einstaklinga með heilabilun. Það var samdóma álit þessara fagaðila að þörf væri á slíkri aðgerð og að grípa yrði til hennar sem fyrst. Aðgerðin var gerð með velferð íbúa heimilanna að leiðarljósi en þeir eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma og eru því í sérstökum áhættuhópi tengt því að veikjast alvarlega af völdum veirunnar. Ljóst var frá upphafi að leita yrði allra leiða til að lágmarka eins og kostur var líkur á að íbúar heimilanna smituðust. Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Nú eru um 2.800 hjúkrunarrými hér á landi. Ljóst var að bann við heimsóknum myndi hafa mikil áhrif á daglegt líf þúsunda landsmanna og yrði án efa mjög erfitt fyrir alla; íbúana sjálfa, ættingja og aðstandendur þeirra, sem og starfsfólk heimilanna. Það getur vitanlega reynst íbúum erfitt að fá ekki heimsóknir ættingja sinna og á sama hátt getur það reynst ættingjum erfitt að fá ekki að fara í heimsókn. Þann tíma sem bannið hefur varað hefur það ekki síður reynst starfsfólki hjúkrunarheimilanna erfitt, sem lagt hefur sig fram við að skipuleggja daglegt starf við breyttar aðstæður og unnið af alúð við umönnun íbúa með þeim hætti að þeir finni sem minnst fyrir breytingunum. Aðstandendur og íbúar hafa sýnt ákvörðun hjúkrunarheimilanna skilning og unnið vel með stjórnendum og starfsmönnum heimilanna. Starfsfólkið hefur unnið þrekvirki undanfarnar vikur, ekki bara við aðlögun að breytingunum á vinnustöðunum heldur einnig með því að vanda sig sérstaklega í umgengni við aðra, innan sem utan vinnutíma. Margir starfsmenn hafa sjálfir búið í ákveðinni sóttkví í margar vikur og haldið sig með sinni fjölskyldu (og jafnvel án hennar ef aðstæður hafa verið þannig) innan veggja heimilisins, á milli þess sem þeir mæta til vinnu. Stjórnendur hafa unnið sleitulaust að breytingum á starfsmannahaldi, sóttvörnum og viðbragðsáætlunum. Þetta samstarf allra aðila hefur orðið til þess að núna þegar faraldurinn er á niðurleið hefur einungis komið upp smit á einu hjúkrunarheimili á landinu og af heildarfjölda starfsmanna hjúkrunarheimila hafa einungis örfáir smitast. Þetta verður að telja góðan árangur sem vert er að þakka. Fjölmiðlar hafa á síðustu vikum flutt fréttir af harmleikjum á hjúkrunarheimilum erlendis, þar á meðal Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Kanada og Bandaríkjunum þar sem málin hafa ekki verið tekin jafn föstum tökum og hér á landi. Starfsfólk Almannavarna og Embættis landlæknis ásamt heilbrigðisstarfsfólki og fjölda annarra aðila í samfélaginu eiga bestu þakkir skildar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn faraldrinum hér á landi. Okkur langar þó að nota þennan vettvang til að þakka sérstaklega þeim þúsundum starfsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum hér á landi fyrir að leggja sín mikilvægu lóð á vogarskálarnar í baráttunni. Ykkar framlag er ómetanlegt í þágu velferðar aldraðra hér á landi. Nú er tillögugerð að ákveðnum tilslökunum á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum á lokastigum. Tilslakanirnar verða framkvæmdar í nokkrum hægum skrefum í einu og tekur fyrsta skrefið gildi mánudaginn 4. maí. Fram að þeim tíma verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni. Tilslakanirnar verða kynntar síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl. Það verður mikill léttir fyrir alla aðila þegar tilslakanirnar hefjast enda mun heimsóknarbannið hafa staðið í tæpa 60 daga þann 4. maí. Hættan er hins vegar langt frá því liðin hjá. Á næstu vikum og mánuðum þurfum við öll að sýna þolinmæði og halda þetta út því einungis með breiðri samstöðu mun okkur takast að sigla í gegnum þennan öldudal og sigrast að lokum á skaðvaldinum. Höfundar eru Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar