EQS verður flaggskip rafbílaflota Mercedes-Benz Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. apríl 2020 07:00 Framleiðslugerðin af EQS sést hér í felulitunum við hliðina á hugmyndabílnum Vision EQS. Mercedes-Benz EQS verður flaggskip rafbílaflota þýska bílaframleiðandans þegar hann kemur á markað árið 2022. Bíllinn var frumsýndur í hugmyndaútgáfu á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra undir nafninu Vision EQS. Þessi glæsilegi rafbíll frá Mercedes-Benz verður fyrsti EQ bíll framleiðandans sem byggir á EVA undirvagninum sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti. EVA undirvagninn gefur því meiri möguleika á auknu innanrými en áður hefur sést að sögn Mercedes-Benz. EQS verður búinn miklum lúxus og tækni fyrir ökumann og farþega og á að vera leiðandi rafbíll í lúxusflokki, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Mercedes-Benz hefur ekki gefið upp nánari upplýsingar um EQS en margir bíða spenntir eftir komu lúxusrafbílsins á markað. Vision EQS hugmyndabíllinn er með um 700 km drægni samkvæmt WLTP staðli og er búinn tveimur öflugum rafmótorum sem skila 469 hestöflum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,5 sekúndum. Hámarkstogið er 700 Nm. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á innan við 20 mínútum. Vision EQS er með nýjustu útgáfuna af MBUX margmiðlunarkerfinu. Bíllinn er búinn nýjasta þriðja stigs kerfi í sjálfkeyrandi akstri og að sögn Mercedes-Benz verður bíllinn að fullu sjálfkeyrandi í nánustu framtíð. Þá er bíllinn með nýjustu tækni af stafrænum framljósum sem verða með sérlega öflugt 360° ljósabelti. AMG útgáfa af EQS kemur á markað fljótlega í kjölfarið en sá verður gríðarlega öflugur með tveimur rafmótorum sem skila alls 600 hestöflum. Það er margt spennandi framundan hjá Mercedes-Benz í rafbíladeildinni. EQC sportjeppinn er sá fyrsti sem kom á markað í fyrra og hefur þónokkraa athygli. Næstu hreinu rafbílarnir sem koma á markað eru EQA, eVito og EQV en Bílaumboðið Askja verður meðal fyrstu umboða í Evrópu sem fá þá bíla til sölu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent
Mercedes-Benz EQS verður flaggskip rafbílaflota þýska bílaframleiðandans þegar hann kemur á markað árið 2022. Bíllinn var frumsýndur í hugmyndaútgáfu á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra undir nafninu Vision EQS. Þessi glæsilegi rafbíll frá Mercedes-Benz verður fyrsti EQ bíll framleiðandans sem byggir á EVA undirvagninum sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti. EVA undirvagninn gefur því meiri möguleika á auknu innanrými en áður hefur sést að sögn Mercedes-Benz. EQS verður búinn miklum lúxus og tækni fyrir ökumann og farþega og á að vera leiðandi rafbíll í lúxusflokki, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Mercedes-Benz hefur ekki gefið upp nánari upplýsingar um EQS en margir bíða spenntir eftir komu lúxusrafbílsins á markað. Vision EQS hugmyndabíllinn er með um 700 km drægni samkvæmt WLTP staðli og er búinn tveimur öflugum rafmótorum sem skila 469 hestöflum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4,5 sekúndum. Hámarkstogið er 700 Nm. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á innan við 20 mínútum. Vision EQS er með nýjustu útgáfuna af MBUX margmiðlunarkerfinu. Bíllinn er búinn nýjasta þriðja stigs kerfi í sjálfkeyrandi akstri og að sögn Mercedes-Benz verður bíllinn að fullu sjálfkeyrandi í nánustu framtíð. Þá er bíllinn með nýjustu tækni af stafrænum framljósum sem verða með sérlega öflugt 360° ljósabelti. AMG útgáfa af EQS kemur á markað fljótlega í kjölfarið en sá verður gríðarlega öflugur með tveimur rafmótorum sem skila alls 600 hestöflum. Það er margt spennandi framundan hjá Mercedes-Benz í rafbíladeildinni. EQC sportjeppinn er sá fyrsti sem kom á markað í fyrra og hefur þónokkraa athygli. Næstu hreinu rafbílarnir sem koma á markað eru EQA, eVito og EQV en Bílaumboðið Askja verður meðal fyrstu umboða í Evrópu sem fá þá bíla til sölu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent