Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Kristján Már Unnarsson skrifar 22. apríl 2020 09:51 Stærsta verkið er breikkun Suðurlandsvegar í Reykjavík á kaflanum milli Vesturlandsvegar og Rauðavatns. Verkinu á að ljúka fyrir 1. nóvember. Vísir/KMU. Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. Meðal annars var verið að opna tilboð í fyrstu verkin á flýtilista Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. Stærsta útboðið, sem opnað var, er tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Fimm tilboð bárust og reyndust öll undir áætluðum verktakakostnaði upp á 491 milljón króna. Lægsta boð kom frá Óskataki ehf. í Kópavogi, upp á 402 milljónir króna, eða 82 prósent af áætluðum kostnaði. Næstlægsta boð átti Ístak, upp á 450 milljónir króna, eða 92 prósent af áætluðum kostnaði. Sjá nánar um verkið: Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Næst stærsta útboðsverkið er malbiksyfirlagnir á Norður- og Austursvæði árið 2020. Þar bárust þrjú tilboð og voru öll einnig undir kostnaðaráætlun upp á 320 milljónir króna. Lægsta boð átti Malbikun Akureyrar, upp á 265 milljónir króna, eða 83 prósent af áætlun. Bæta á innsigluna í Hornafjörð með gerð sandfangara.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður. Þriðja stærsta verkið er gerð sandfangara fyrir Hornafjarðarhöfn, 205 metra langs garðs milli Einholtskletta og Suðurfjöru. Tvö tilboð bárust, það lægra frá JG-vélum í Reykjavík upp á 179 milljónir króna, og reyndist það 90 prósent af 199 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í lagningu slitlags á Hamarsveg í Gaulverjabæ í Flóa átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi lægsta boð, 69 milljónir króna, eða 76 prósent af áætlun en öll þrjú tilboðin reyndust undir henni. Flest tilboðin, eða níu talsins, bárust í kantlýsingu fyrir Hvalfjarðargöng. Þar bauð Orkuvirki ehf. í Reykjavík lægst, eða 52 milljónir króna, sem reyndist 76 prósent af 69 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í gerð varnargarðs gegn Kötluhlaupum austan Víkur í Mýrdal bárust tvö tilboð, það lægra frá Framrás ehf. í Vík, 44 milljónir króna, eða 82 prósent af 54 milljóna króna áætlun, en það hærra var frá Snilldarverki ehf. í Riddaragarði á Hellu, upp á 49 milljónir króna, eða 92 prósent af áætlun. Hér má fræðast nánast um það verk: Verkin tvö sem fengu tilboð yfir áætluðum verktakakostnaði eru: Viðgerðir á malbikuðum slitlögum 2020-2022 á Vestursvæði, en þar átti Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas í Hafnarfirði lægra boð af tveimur, upp á 29 milljónir króna, eða 119 prósent af 24 milljóna króna áætlun. Hitt verkið er stækkun ferjubryggju í Flatey á Breiðafirði ásamt sjóvörn. Þar átti Bryggjuverk í Keflavík lægra boðið, 45 milljónir króna, sem er 125 prósent af 36 milljóna króna áætlun. Loks má nefna að fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur, ásamt smíði 17 metra langrar brúar. Þrjú tilboð voru öll yfir áætluðum verktakakostnaði, upp á 226 milljónir króna. Lægsta boð kom frá Tígri ehf. í Súðavík, 242 milljónir króna, sem var 107 prósent af áætlun. Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Akureyri Hornafjörður Flóahreppur Mýrdalshreppur Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. Meðal annars var verið að opna tilboð í fyrstu verkin á flýtilista Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. Stærsta útboðið, sem opnað var, er tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Fimm tilboð bárust og reyndust öll undir áætluðum verktakakostnaði upp á 491 milljón króna. Lægsta boð kom frá Óskataki ehf. í Kópavogi, upp á 402 milljónir króna, eða 82 prósent af áætluðum kostnaði. Næstlægsta boð átti Ístak, upp á 450 milljónir króna, eða 92 prósent af áætluðum kostnaði. Sjá nánar um verkið: Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Næst stærsta útboðsverkið er malbiksyfirlagnir á Norður- og Austursvæði árið 2020. Þar bárust þrjú tilboð og voru öll einnig undir kostnaðaráætlun upp á 320 milljónir króna. Lægsta boð átti Malbikun Akureyrar, upp á 265 milljónir króna, eða 83 prósent af áætlun. Bæta á innsigluna í Hornafjörð með gerð sandfangara.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður. Þriðja stærsta verkið er gerð sandfangara fyrir Hornafjarðarhöfn, 205 metra langs garðs milli Einholtskletta og Suðurfjöru. Tvö tilboð bárust, það lægra frá JG-vélum í Reykjavík upp á 179 milljónir króna, og reyndist það 90 prósent af 199 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í lagningu slitlags á Hamarsveg í Gaulverjabæ í Flóa átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi lægsta boð, 69 milljónir króna, eða 76 prósent af áætlun en öll þrjú tilboðin reyndust undir henni. Flest tilboðin, eða níu talsins, bárust í kantlýsingu fyrir Hvalfjarðargöng. Þar bauð Orkuvirki ehf. í Reykjavík lægst, eða 52 milljónir króna, sem reyndist 76 prósent af 69 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í gerð varnargarðs gegn Kötluhlaupum austan Víkur í Mýrdal bárust tvö tilboð, það lægra frá Framrás ehf. í Vík, 44 milljónir króna, eða 82 prósent af 54 milljóna króna áætlun, en það hærra var frá Snilldarverki ehf. í Riddaragarði á Hellu, upp á 49 milljónir króna, eða 92 prósent af áætlun. Hér má fræðast nánast um það verk: Verkin tvö sem fengu tilboð yfir áætluðum verktakakostnaði eru: Viðgerðir á malbikuðum slitlögum 2020-2022 á Vestursvæði, en þar átti Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas í Hafnarfirði lægra boð af tveimur, upp á 29 milljónir króna, eða 119 prósent af 24 milljóna króna áætlun. Hitt verkið er stækkun ferjubryggju í Flatey á Breiðafirði ásamt sjóvörn. Þar átti Bryggjuverk í Keflavík lægra boðið, 45 milljónir króna, sem er 125 prósent af 36 milljóna króna áætlun. Loks má nefna að fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur, ásamt smíði 17 metra langrar brúar. Þrjú tilboð voru öll yfir áætluðum verktakakostnaði, upp á 226 milljónir króna. Lægsta boð kom frá Tígri ehf. í Súðavík, 242 milljónir króna, sem var 107 prósent af áætlun.
Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Akureyri Hornafjörður Flóahreppur Mýrdalshreppur Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57