Krafa um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim Drífa Snædal skrifar 24. apríl 2020 14:00 Vikan hefur einkum verið nýtt í að bregðast við tillögum stjórnvalda og hafa áhrif á hvernig frumvörpin fara í gegnum þingið og að vinna stefnumótun til framtíðar. Til að veita okkur innblástur í þá vinnu buðum við upp á netfundi með heimsklassa fyrirlesurum sem hugsa í stærsta mögulega samhenginu. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri alþjóða verkalýðshreyfingarinnar (ITUC), og John Evans fyrrum fulltrúi vinnandi fólks í ráðgjöf við OECD og yfirhagfræðingur ITUC riðu á vaðið og fjölluðu um sanngjörn umskipti, hvernig nauðsynlegt sé að verja tekjur til að knýja hagkerfið áfram og hvaða skilyrði eigi að setja fyrir stuðningi við fyrirtæki. Yanis Varoufakis hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra Grikkja, ræddi meðal annars um hvernig hægt sé að tryggja að arður fyrirtækja fari til fólksins og hann vildi dusta rykið af upprunalegu hlutverki Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var að vinna fyrir fólk en ekki fjármagn. Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia háskóla, fjallaði svo um þróun alþjóðlega efnahagskerfisins og þróun seðlabanka sem nú dæla fjármagni út í hagkerfin til að halda þeim gangandi. Rauði þráðurinn í þessum erindum var að hagkerfi heimsins mun taka miklum breytingum í kjölfar kreppunnar og enduruppbyggingin verði að felast í sjálfbærni, jafnrétti og jöfnuði og réttlátri skiptingu gæðanna. Ferðir á milli landa og heimshluta munu taka breytingum, virðiskeðjur þurfa að vera styttri, framleiðsla matvæla tryggð og vinda þarf hressilega ofan af þeirri þróun misskiptingar sem hefur fengið að þrífast í skjóli núverandi efnahagskerfis. Fjármálaöflin munu reyna að nýta þessa kreppu til að skara eld að eigin köku í gegnum samþjöppun eigna og auðs. Hreyfing vinnandi fólks verður því að vera tilbúin með sínar kröfur um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim. Sú vinna er hafin hjá ASÍ í sterku alþjóðlegu samstarfi. Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Vikan hefur einkum verið nýtt í að bregðast við tillögum stjórnvalda og hafa áhrif á hvernig frumvörpin fara í gegnum þingið og að vinna stefnumótun til framtíðar. Til að veita okkur innblástur í þá vinnu buðum við upp á netfundi með heimsklassa fyrirlesurum sem hugsa í stærsta mögulega samhenginu. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri alþjóða verkalýðshreyfingarinnar (ITUC), og John Evans fyrrum fulltrúi vinnandi fólks í ráðgjöf við OECD og yfirhagfræðingur ITUC riðu á vaðið og fjölluðu um sanngjörn umskipti, hvernig nauðsynlegt sé að verja tekjur til að knýja hagkerfið áfram og hvaða skilyrði eigi að setja fyrir stuðningi við fyrirtæki. Yanis Varoufakis hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra Grikkja, ræddi meðal annars um hvernig hægt sé að tryggja að arður fyrirtækja fari til fólksins og hann vildi dusta rykið af upprunalegu hlutverki Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var að vinna fyrir fólk en ekki fjármagn. Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia háskóla, fjallaði svo um þróun alþjóðlega efnahagskerfisins og þróun seðlabanka sem nú dæla fjármagni út í hagkerfin til að halda þeim gangandi. Rauði þráðurinn í þessum erindum var að hagkerfi heimsins mun taka miklum breytingum í kjölfar kreppunnar og enduruppbyggingin verði að felast í sjálfbærni, jafnrétti og jöfnuði og réttlátri skiptingu gæðanna. Ferðir á milli landa og heimshluta munu taka breytingum, virðiskeðjur þurfa að vera styttri, framleiðsla matvæla tryggð og vinda þarf hressilega ofan af þeirri þróun misskiptingar sem hefur fengið að þrífast í skjóli núverandi efnahagskerfis. Fjármálaöflin munu reyna að nýta þessa kreppu til að skara eld að eigin köku í gegnum samþjöppun eigna og auðs. Hreyfing vinnandi fólks verður því að vera tilbúin með sínar kröfur um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim. Sú vinna er hafin hjá ASÍ í sterku alþjóðlegu samstarfi. Góða helgi, Drífa
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar