Bolsonaro rekur yfirmann lögreglunnar, dómsmálaráðherrann segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 15:37 Samskipti Bolsonaro (t.v.) og Moro (t.h.) höfðu stirðnað undanfarið. Moro sagði af sér í dag vegna ákvörðunar forsetans um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Vísir/EPA Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag vegna ákvörðunar Jairs Bolsonaro forseta um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Bolsonaro hefur ekki gefið neina formlega skýringu á brottrekstrinum. Tilkynnt var um brottrekstur Mauricio Valeixo, forstjóra alríkislögreglunnar í lögbirtingarblaði. Moro skipaði Valeixo og hótaði dómsmálaráðherrann að segja af sér nema hann fengi að velja eftirmann hans í embættið. Reuters-fréttastofan segir óljóst hvers vegna Bolsonaro vildi ryðja Valeixo úr vegi. Forsetinn hefur verið áhugasamur um að stokka upp í yfirstjórn alríkislögreglunnar í Río de Janeiro þar sem hann var áður þingmaður. Valeixo og Moro hafa hins vegar verið á móti þeim sem Bolsonaro hefur nefnt til að taka við lögreglunni þar. „Ég verð að standa vörð um ferilskrá mína og umframt allt þá skuldbindingu sem ég tók við...að við myndum standa einörð gegn spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisglæpum,“ sagði Moro á blaðmannafundi þar sem hann kynnti afsögn sína í dag, að sögn The Guardian. Moro var áður þekktur dómari og hefur verið í fararbroddi í yfirlýstum tilraunum Bolsonaro til að taka á landlægri spillingu í Brasilíu. Bolsonaro bauð sig fram til forseta með loforði um að taka á spillingu og að rannsóknir á henni yrðu lausar undan pólitískum afskiptum. Brotthvarf Moro, sem hefur notið vinsælda almennings, er talið verða ríkisstjórn Bolsonaro mikil blóðtaka. Dómsmálaráðherrann hefur ekki verið óumdeildur. Í fyrra skutu upp kollinum smáskilaboð sem gengu á milli Moro og saksóknara þegar hann var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Moro gaf þar saksóknurum ráð um hvernig þeir ættu að haga málatilbúnaði sínum. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag vegna ákvörðunar Jairs Bolsonaro forseta um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Bolsonaro hefur ekki gefið neina formlega skýringu á brottrekstrinum. Tilkynnt var um brottrekstur Mauricio Valeixo, forstjóra alríkislögreglunnar í lögbirtingarblaði. Moro skipaði Valeixo og hótaði dómsmálaráðherrann að segja af sér nema hann fengi að velja eftirmann hans í embættið. Reuters-fréttastofan segir óljóst hvers vegna Bolsonaro vildi ryðja Valeixo úr vegi. Forsetinn hefur verið áhugasamur um að stokka upp í yfirstjórn alríkislögreglunnar í Río de Janeiro þar sem hann var áður þingmaður. Valeixo og Moro hafa hins vegar verið á móti þeim sem Bolsonaro hefur nefnt til að taka við lögreglunni þar. „Ég verð að standa vörð um ferilskrá mína og umframt allt þá skuldbindingu sem ég tók við...að við myndum standa einörð gegn spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisglæpum,“ sagði Moro á blaðmannafundi þar sem hann kynnti afsögn sína í dag, að sögn The Guardian. Moro var áður þekktur dómari og hefur verið í fararbroddi í yfirlýstum tilraunum Bolsonaro til að taka á landlægri spillingu í Brasilíu. Bolsonaro bauð sig fram til forseta með loforði um að taka á spillingu og að rannsóknir á henni yrðu lausar undan pólitískum afskiptum. Brotthvarf Moro, sem hefur notið vinsælda almennings, er talið verða ríkisstjórn Bolsonaro mikil blóðtaka. Dómsmálaráðherrann hefur ekki verið óumdeildur. Í fyrra skutu upp kollinum smáskilaboð sem gengu á milli Moro og saksóknara þegar hann var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Moro gaf þar saksóknurum ráð um hvernig þeir ættu að haga málatilbúnaði sínum.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39
Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04
Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00