„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. apríl 2020 10:00 Í erfiðum fæðingum þarf stundum að gera keisaraskurð þar sem hver mínúta getur skipt máli. Mynd/Þorleifur Kamban „Sumum finnst þeim hafa mistekist. Stóð ég mig ekki nógu vel? Ég held að þetta sitji oft í konum, segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir um keisarafæðingar kvenna sem ætluðu sér að fæða í gegnum leggöng. Hanna Lilja var gestur í hlaðvarpinu Kviknar en hún er sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. Hanna Lilja segir að keisari sé tiltölulega einföld aðgerð sem yfirleitt gangi vel. „En hún getur samt verið ótrúlega hættuleg líka og það eru alls konar fylgikvillar,“ útskýrir Hanna Lilja. Á Íslandi eru yfirleitt ekki gerðir valkeisarar að ósk móður, það þarf að vera einhver ástæða fyrir því að þessi leið er valin þó að auðvitað séu á því undantekningar og þá hvert mál metið fyrir sig. Hanna Lilja segir að það sé ekki áhættulaust að fara í keisara. „Í lok meðgöngu þá er legið náttúrulega mjög stórt og fylgjan og allt. Blóðflæðið sem fer í gegnum legið á mínútu í lok meðgöngu það eru sko 500 millilítrar á mínútu. Það er mjög mikið þannig að ef það fer að blæða, þá bara getur kona misst 500 millilítra á mínútu.“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa því í þessum tilfellum ekki margar mínútur til þess að finna og stöðva blæðinguna. „Bara til að bjarga lífi konunnar. Þannig að ef við lendum í mikilli blæðingu, þá bara getur það orðið virkilega hættulegt. Það gerist mjög sjaldan. Konur þola líka alveg að missa tvo, þrjá lítra af blóði þarna í lokin. Við erum með aukið blóðmagn.“ Hanna Lilja bendir á að það sé líka mikið af öðrum líffærum sem að liggi þétt upp að leginu. „Það er þvagblaðra, það er ristill og garnir og þvagleiðarar og allt þetta sem að liggur þarna í kring og liggur þétt upp að. Oft er þetta þröngar og erfiðar aðstæður að vinna í þannig að við getum náttúrulega valdið skaða á þessum líffærum. Svo líka upp á næstu meðgöngu, þá ertu komin með áhættuþátt sem heitir ör á legi.“ Sjötta þátt af hlaðvarpinu Kviknar má hlusta á hér á Vísi og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Klippa: Kviknar - Óskalistinn - seinni hluti Allt gert í rólegheitum Hanna Lilja segir að keisaraskurðum sé almennt skipt upp í flokka eftir því hver aðdragandi og ástæða þeirra er. Upplifun fólks af þeim getur verið mjög mismunandi. „Valkeisari er þá bara keisari sem er planaður fyrirfram, ef það eru meira en 24 tímar í að við ætlum að gera hann. Oft eru þetta konur sem hafa marga keisara að baki eða tvíburar sem eru í þannig stöðum að það er ekki ráðlagt að fæða þá um leggöng.“ Valkeisari er fyrirfram ákveðinn og kona er ekki í fæðingu þegar keisaraskurðurinn er gerður. „Við erum búin að ákveða með meira en sólarhrings fyrirvara, kona mætir bara á deildina og er deyfð. Allt gert í rólegheitum og engin hætta á ferðum, við þurfum ekkert að flýta okkur.“ Út á innan við hálftíma Bráðakeisari er þegar liggur meira á og það er minna en sólarhringur frá því að ákveðið er að skera þangað til aðgerðin fer fram. Bráðakeisarar skiptast í þrjá flokka. „Það eru flokkur eitt, tvö og þrjú. Flokkur þrjú er kona sem er byrjuð í fæðingu en það liggur ekkert á, þannig sko. Þetta getur verið kona sem á bókaðan keisara eftir viku og kemur svo inn og er byrjuð í fæðingu. Þá skerum við þær konur, þó að það sé um miðja nótt, þá bara gerum við keisara. Það er þá flokkur þrjú, þá svona liggur ekkert á en við miðum svona við kannski klukkutíma, við viljum helst gera þetta innan klukkutíma.“ Flokkur tvö er notaður yfir það þegar kona er í fæðingu og annað hvort er tepptur framgangur eða barnið er farið að sýna merki um streitu. „En það er ekki alveg babú babú. Það er ekkert hætta á ferðum en við viljum samt drífa þetta barn út. Við miðum þá við að barnið sé komið út innan 30 mínútna. Þessar aðgerðar eru yfirleitt gerðar í mænudeifingu þannig að konan er vakandi.“ Þáttastjórnandinn Andrea deilir þessari fallegu mynd af sínum keisaraskurði.Mynd/Þorleifur Kamban Enginn tími fyrir handþvott Neyðarkeisari, oft líka kallaður bjöllukeisari, er bráðakeisari í flokk eitt. „Það er akút keisari, ef það verður algjört fall í hjartslætti hjá barninu eða það verður fylgjulos, mikil blæðing og við viljum fá barnið út strax. Við í rauninni hlaupum inn á skurðstofu, þá er bara ýtt á bjöllu og allir koma. Fæðingarlæknar, barnalæknar, allir bara. Við hlaupum bara fram. Pabbinn fær þá ekki að fara með og það er auðvitað mjög erfitt fyrir pabbana að vera eftir í þessum aðstæðum, en þá er mikilvægt að ræða það eftir á.“ Hanna Lilja segir að í þessum tilfellum sé konan alltaf svæfð og barnið skorið út strax. „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni inn, heldur bara förum í slopp í hanska, dúkurinn settur á konuna og svo bara skorið.“ Þessi keisaradrengur fæddist á Landspítalanum. Þetta var fimmta fæðing Andreu, en hennar fyrsti keisari. Mynd/Þorleifur Kamban Mikið áfall fyrir foreldra Í þessum aðgerðum er viðmiðið að ná barninu út á innan við fimmtán mínútum frá því ýtt er á bjölluna. „Og það er hægt, það næst,“ útskýrir Hanna Lilja. Hún segir að þetta sé erfitt fyrir fæðandi konu og líka makana eða aðstandendur sem eru viðstaddir fæðinguna. Herbergið jafnvel fyllist skyndilega af læknum og svo er konunni ýtt í flýti út af fæðingarstofunni og inn á skurðstofu. „Þú veist ekkert og þeir sem eru að fara að gera aðgerðina og eru að fara að standa í aðgerðinni, þeir náttúrulega verða bara að rjúka út, því það er yfirleitt til þess að bjarga lífi barnsins.“ Hanna Lilja segir að það sé yfirleitt reynt að gera þetta þannig að einhver annar á fæðingarvaktinni fari og taki utan um makann eða fæðingarfélagann og hugsi um hann þegar þessi atvik koma upp. Það sé þó ekki alltaf hægt, til dæmis ef mikið er að gera og allar ljósmæðurnar eru í fæðingum á öðrum fæðingarstofum. „Það mikilvægasta er náttúrulega að við síðan komum til baka eftir á og þá sé rætt við aðstandendur og farið yfir hvað gerðist og af hverju þurftum við að gera þetta svona.“ Hún segir að sumir þurfi jafnvel sálfræðiaðstoð til að vinna úr fæðingarupplifuninni. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Sumum finnst þeim hafa mistekist. Stóð ég mig ekki nógu vel? Ég held að þetta sitji oft í konum, segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir um keisarafæðingar kvenna sem ætluðu sér að fæða í gegnum leggöng. Hanna Lilja var gestur í hlaðvarpinu Kviknar en hún er sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. Hanna Lilja segir að keisari sé tiltölulega einföld aðgerð sem yfirleitt gangi vel. „En hún getur samt verið ótrúlega hættuleg líka og það eru alls konar fylgikvillar,“ útskýrir Hanna Lilja. Á Íslandi eru yfirleitt ekki gerðir valkeisarar að ósk móður, það þarf að vera einhver ástæða fyrir því að þessi leið er valin þó að auðvitað séu á því undantekningar og þá hvert mál metið fyrir sig. Hanna Lilja segir að það sé ekki áhættulaust að fara í keisara. „Í lok meðgöngu þá er legið náttúrulega mjög stórt og fylgjan og allt. Blóðflæðið sem fer í gegnum legið á mínútu í lok meðgöngu það eru sko 500 millilítrar á mínútu. Það er mjög mikið þannig að ef það fer að blæða, þá bara getur kona misst 500 millilítra á mínútu.“ Heilbrigðisstarfsmenn hafa því í þessum tilfellum ekki margar mínútur til þess að finna og stöðva blæðinguna. „Bara til að bjarga lífi konunnar. Þannig að ef við lendum í mikilli blæðingu, þá bara getur það orðið virkilega hættulegt. Það gerist mjög sjaldan. Konur þola líka alveg að missa tvo, þrjá lítra af blóði þarna í lokin. Við erum með aukið blóðmagn.“ Hanna Lilja bendir á að það sé líka mikið af öðrum líffærum sem að liggi þétt upp að leginu. „Það er þvagblaðra, það er ristill og garnir og þvagleiðarar og allt þetta sem að liggur þarna í kring og liggur þétt upp að. Oft er þetta þröngar og erfiðar aðstæður að vinna í þannig að við getum náttúrulega valdið skaða á þessum líffærum. Svo líka upp á næstu meðgöngu, þá ertu komin með áhættuþátt sem heitir ör á legi.“ Sjötta þátt af hlaðvarpinu Kviknar má hlusta á hér á Vísi og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Klippa: Kviknar - Óskalistinn - seinni hluti Allt gert í rólegheitum Hanna Lilja segir að keisaraskurðum sé almennt skipt upp í flokka eftir því hver aðdragandi og ástæða þeirra er. Upplifun fólks af þeim getur verið mjög mismunandi. „Valkeisari er þá bara keisari sem er planaður fyrirfram, ef það eru meira en 24 tímar í að við ætlum að gera hann. Oft eru þetta konur sem hafa marga keisara að baki eða tvíburar sem eru í þannig stöðum að það er ekki ráðlagt að fæða þá um leggöng.“ Valkeisari er fyrirfram ákveðinn og kona er ekki í fæðingu þegar keisaraskurðurinn er gerður. „Við erum búin að ákveða með meira en sólarhrings fyrirvara, kona mætir bara á deildina og er deyfð. Allt gert í rólegheitum og engin hætta á ferðum, við þurfum ekkert að flýta okkur.“ Út á innan við hálftíma Bráðakeisari er þegar liggur meira á og það er minna en sólarhringur frá því að ákveðið er að skera þangað til aðgerðin fer fram. Bráðakeisarar skiptast í þrjá flokka. „Það eru flokkur eitt, tvö og þrjú. Flokkur þrjú er kona sem er byrjuð í fæðingu en það liggur ekkert á, þannig sko. Þetta getur verið kona sem á bókaðan keisara eftir viku og kemur svo inn og er byrjuð í fæðingu. Þá skerum við þær konur, þó að það sé um miðja nótt, þá bara gerum við keisara. Það er þá flokkur þrjú, þá svona liggur ekkert á en við miðum svona við kannski klukkutíma, við viljum helst gera þetta innan klukkutíma.“ Flokkur tvö er notaður yfir það þegar kona er í fæðingu og annað hvort er tepptur framgangur eða barnið er farið að sýna merki um streitu. „En það er ekki alveg babú babú. Það er ekkert hætta á ferðum en við viljum samt drífa þetta barn út. Við miðum þá við að barnið sé komið út innan 30 mínútna. Þessar aðgerðar eru yfirleitt gerðar í mænudeifingu þannig að konan er vakandi.“ Þáttastjórnandinn Andrea deilir þessari fallegu mynd af sínum keisaraskurði.Mynd/Þorleifur Kamban Enginn tími fyrir handþvott Neyðarkeisari, oft líka kallaður bjöllukeisari, er bráðakeisari í flokk eitt. „Það er akút keisari, ef það verður algjört fall í hjartslætti hjá barninu eða það verður fylgjulos, mikil blæðing og við viljum fá barnið út strax. Við í rauninni hlaupum inn á skurðstofu, þá er bara ýtt á bjöllu og allir koma. Fæðingarlæknar, barnalæknar, allir bara. Við hlaupum bara fram. Pabbinn fær þá ekki að fara með og það er auðvitað mjög erfitt fyrir pabbana að vera eftir í þessum aðstæðum, en þá er mikilvægt að ræða það eftir á.“ Hanna Lilja segir að í þessum tilfellum sé konan alltaf svæfð og barnið skorið út strax. „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni inn, heldur bara förum í slopp í hanska, dúkurinn settur á konuna og svo bara skorið.“ Þessi keisaradrengur fæddist á Landspítalanum. Þetta var fimmta fæðing Andreu, en hennar fyrsti keisari. Mynd/Þorleifur Kamban Mikið áfall fyrir foreldra Í þessum aðgerðum er viðmiðið að ná barninu út á innan við fimmtán mínútum frá því ýtt er á bjölluna. „Og það er hægt, það næst,“ útskýrir Hanna Lilja. Hún segir að þetta sé erfitt fyrir fæðandi konu og líka makana eða aðstandendur sem eru viðstaddir fæðinguna. Herbergið jafnvel fyllist skyndilega af læknum og svo er konunni ýtt í flýti út af fæðingarstofunni og inn á skurðstofu. „Þú veist ekkert og þeir sem eru að fara að gera aðgerðina og eru að fara að standa í aðgerðinni, þeir náttúrulega verða bara að rjúka út, því það er yfirleitt til þess að bjarga lífi barnsins.“ Hanna Lilja segir að það sé yfirleitt reynt að gera þetta þannig að einhver annar á fæðingarvaktinni fari og taki utan um makann eða fæðingarfélagann og hugsi um hann þegar þessi atvik koma upp. Það sé þó ekki alltaf hægt, til dæmis ef mikið er að gera og allar ljósmæðurnar eru í fæðingum á öðrum fæðingarstofum. „Það mikilvægasta er náttúrulega að við síðan komum til baka eftir á og þá sé rætt við aðstandendur og farið yfir hvað gerðist og af hverju þurftum við að gera þetta svona.“ Hún segir að sumir þurfi jafnvel sálfræðiaðstoð til að vinna úr fæðingarupplifuninni. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00
„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00