Lögreglan í Ástralíu skaut árásarmann til bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:43 Fimm særðust í árásinni og tveir af þeim alvarlega. EPA/RICHARD WAINWRIGHT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Vitni sögðu í samtali við staðarmiðla að maðurinn hafi verið vopnaður „stórum hníf“ sem hann veifaði að almenningi og lögreglumönnum í verslunarmiðstöðinni áður en þau heyrðu mikla hvelli og öskur. Fylkisstjóri Vestur-Ástralíu sagði í samtali við staðarmiðla að árásarmaðurinn hafi verið skotinn með rafbyssu af lögreglu en það hafi ekki stoppað hann. „Hann réðst að lögreglumönnunum og var síðan skotinn af þeim.“ Lögreglan segir að af manninum hafi stafað mikil hætta og biðlar til almennings að stíga fram ef myndbönd hafi náðst af atvikinu. Ekki hefur neitt komið fram um hvort árásin hafi verið hryðjuverk. Árásin var framin um klukkan 10 að staðartíma á föstudag. Kona sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu ABC að hún hafi flúið út úr verslunarmiðstöðinni eftir að hafa mætt manninum fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. „Ég sá manninn sveifla risastórum hníf að konu sem var með smábarn í kerru,“ sagði Shelley Farquhar. „Hann hætti við að ráðast á hana og fór inn vegna þess að ég var þar og sveiflaði hnífnum að mér,“ bætti hún við. Lögreglan í Pilbara staðfesti að maðurinn sem lést var „manneskja sem lögreglan hafði nálgast og hann dó af skotsárum.“ „Lögreglan mun rannsaka það hvernig fólkið fékk áverkana,“ sagði í yfirlýsingu. South Hedland er lítill bær í Pilbara héraðinu í Vestur-Ástralíu. Pilbara er mjög dreifbýlt hérað og vinna flestir íbúar þess við námuiðnað eða annan iðnað sem tengist námuverkun. Tilkynningar um árásarmanninn bárust frá þónokkrum vitnum og kom meðal annars fram að hann klæddist gulum vinnujakka. Enn hafa ekki verið borin kennsl á árásarmanninn. Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Vitni sögðu í samtali við staðarmiðla að maðurinn hafi verið vopnaður „stórum hníf“ sem hann veifaði að almenningi og lögreglumönnum í verslunarmiðstöðinni áður en þau heyrðu mikla hvelli og öskur. Fylkisstjóri Vestur-Ástralíu sagði í samtali við staðarmiðla að árásarmaðurinn hafi verið skotinn með rafbyssu af lögreglu en það hafi ekki stoppað hann. „Hann réðst að lögreglumönnunum og var síðan skotinn af þeim.“ Lögreglan segir að af manninum hafi stafað mikil hætta og biðlar til almennings að stíga fram ef myndbönd hafi náðst af atvikinu. Ekki hefur neitt komið fram um hvort árásin hafi verið hryðjuverk. Árásin var framin um klukkan 10 að staðartíma á föstudag. Kona sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu ABC að hún hafi flúið út úr verslunarmiðstöðinni eftir að hafa mætt manninum fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. „Ég sá manninn sveifla risastórum hníf að konu sem var með smábarn í kerru,“ sagði Shelley Farquhar. „Hann hætti við að ráðast á hana og fór inn vegna þess að ég var þar og sveiflaði hnífnum að mér,“ bætti hún við. Lögreglan í Pilbara staðfesti að maðurinn sem lést var „manneskja sem lögreglan hafði nálgast og hann dó af skotsárum.“ „Lögreglan mun rannsaka það hvernig fólkið fékk áverkana,“ sagði í yfirlýsingu. South Hedland er lítill bær í Pilbara héraðinu í Vestur-Ástralíu. Pilbara er mjög dreifbýlt hérað og vinna flestir íbúar þess við námuiðnað eða annan iðnað sem tengist námuverkun. Tilkynningar um árásarmanninn bárust frá þónokkrum vitnum og kom meðal annars fram að hann klæddist gulum vinnujakka. Enn hafa ekki verið borin kennsl á árásarmanninn.
Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00
Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58