Þekkingin skiptir öllu máli Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Við í þingflokki Samfylkingarinnar höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Kófið leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta: má þar nefna mál okkar um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar svo að þær nálgist framfærsluviðmið. Við reyndum líka að taka höndum saman við Pírata og Flokk fólksins við að finna leiðir til að láta lögbundnar kauphækkanir þingmanna og annarra hópa ekki koma til framkvæmda. Á leiðinni er mál frá okkur um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem hafa ærnar skyldur í nærþjónustunni. Og í liðinni viku lögðum við fram mál sem snertir námsmenn sérstaklega. Í tillögu okkar eru ýmsar aðgerðir: við viljum að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar og LÍN bjóði upp á framfærslustyrki sem stúdentar í hlutastarfi geti hagnýtt sér. Við stingum upp á endurgreiðslu á ferðakostnaði vegna yfirstandandi annar erlendis og niðurfellingu á lánsupphæð náist ekki að ljúka önninni. VIð viljum tryggja starfsnám iðnnema með auknu fjármagni í vinnustaðanámssjóð svo að fleiri meistarar geti tekið nema; öll erum við sammála um nauðsyn þess að beina ungu fólki í iðnnám, ekki síst þeim sem þar njóta sín betur en oní bókum. Við viljum líkaniðurgreiða sálfræðiþjónustuog efla geðheilbrigðishjálp fyrir námsmenn enda kvíði og margvíslegir kvillar honum tengdir stórfellt vandamál hjá ungu fólki, og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Og loks viljum við efla styrktarsjóði Rannís. Námsmenn eru hópur sem ekki má gleymast í Kófinu. Raunar er erfitt að tala um námsmenn sem einn sérstakan hóp: þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum sem á það sammerkt að vera á þessum stað í lífinu, að afla sér þekkingar á einhverjum sviðum, sem á síðar eftir að nýtast viðkomandi einstaklingum og væntanlega samfélaginu öllu á margvíslegan hátt. Námsmenn eru fjölskyldufólk og einhleypir – foreldrar (raunar um 34%) og barnlaust fólk; afreksfólk og meðaljónar-og-gunnur, og allt þar á milli. En mikilvægt er að hafa í huga að hjá þessu fólki, námsmönnum, eru vaxtarsprotarnir sem við setjum ekki síst traust okkar þegar við vinnum okkur út úr Kófinu, með þekkinguna að vopni, sköpunargleðina við að búa til alls konar verðmæti og endurnýjunarkraftinn sem fylgir ungu og hugmyndaríku fólki sem er fundvíst á lausnir við margháttum krefjandi úrlausnarefnum okkar tíma. Þekkingin skiptir þar öllu máli. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við í þingflokki Samfylkingarinnar höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Kófið leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta: má þar nefna mál okkar um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar svo að þær nálgist framfærsluviðmið. Við reyndum líka að taka höndum saman við Pírata og Flokk fólksins við að finna leiðir til að láta lögbundnar kauphækkanir þingmanna og annarra hópa ekki koma til framkvæmda. Á leiðinni er mál frá okkur um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem hafa ærnar skyldur í nærþjónustunni. Og í liðinni viku lögðum við fram mál sem snertir námsmenn sérstaklega. Í tillögu okkar eru ýmsar aðgerðir: við viljum að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar og LÍN bjóði upp á framfærslustyrki sem stúdentar í hlutastarfi geti hagnýtt sér. Við stingum upp á endurgreiðslu á ferðakostnaði vegna yfirstandandi annar erlendis og niðurfellingu á lánsupphæð náist ekki að ljúka önninni. VIð viljum tryggja starfsnám iðnnema með auknu fjármagni í vinnustaðanámssjóð svo að fleiri meistarar geti tekið nema; öll erum við sammála um nauðsyn þess að beina ungu fólki í iðnnám, ekki síst þeim sem þar njóta sín betur en oní bókum. Við viljum líkaniðurgreiða sálfræðiþjónustuog efla geðheilbrigðishjálp fyrir námsmenn enda kvíði og margvíslegir kvillar honum tengdir stórfellt vandamál hjá ungu fólki, og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Og loks viljum við efla styrktarsjóði Rannís. Námsmenn eru hópur sem ekki má gleymast í Kófinu. Raunar er erfitt að tala um námsmenn sem einn sérstakan hóp: þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum sem á það sammerkt að vera á þessum stað í lífinu, að afla sér þekkingar á einhverjum sviðum, sem á síðar eftir að nýtast viðkomandi einstaklingum og væntanlega samfélaginu öllu á margvíslegan hátt. Námsmenn eru fjölskyldufólk og einhleypir – foreldrar (raunar um 34%) og barnlaust fólk; afreksfólk og meðaljónar-og-gunnur, og allt þar á milli. En mikilvægt er að hafa í huga að hjá þessu fólki, námsmönnum, eru vaxtarsprotarnir sem við setjum ekki síst traust okkar þegar við vinnum okkur út úr Kófinu, með þekkinguna að vopni, sköpunargleðina við að búa til alls konar verðmæti og endurnýjunarkraftinn sem fylgir ungu og hugmyndaríku fólki sem er fundvíst á lausnir við margháttum krefjandi úrlausnarefnum okkar tíma. Þekkingin skiptir þar öllu máli. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun