35% samdráttur í umferð á Hringvegi í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. maí 2020 07:00 Umferðin um Hringveg hefur snarminnkað í kjölfar COVID-19. Umferð um Hringveginn dróst saman um næstum 35% í apríl sem er met. Samdráttur á árinu hefur verið um 18% sem einnig er met. Á Mýrdalssandi hefur samdrátturinn numið tæpum 80%. Umferðin dróst sem áður segir saman um tæp 35% á Hringveginum í apríl, það er miðað við apríl í fyrra, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Tölurnar eru fengnar úr 16 lykilteljurum á Hringvegi. „Svona miklar samdráttartölur hafa ekki sést áður, ekki síðan þessi samantekt hófst. Til að gefa hugmynd um stærðargráðuna þá er þessi samdráttur sex sinnum meiri en í efnahagskreppunni fyrir 10 árum síðan,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Samantektartafla fyrir umferðartölur á Hringvegi í apríl síðustu ár. Mestur samdráttur var á Norðurlandi eða um 60%, en minnstur á svæðinu í grennd við höfuðborgarsvæðið um 23%. Á einstökum stað var samdrátturinn mestur á Mýrdalssandi, eins og áður segir um 80%. Minnsti samdráttur á einstaka stað var við Úlfarsfell, tæp 20% „sem hefði vel dugað í sögu til næsta bæjar ef þetta hefði verið mesti samdrátturinn,“ segir enn frekar á vef Vegagerðarinnar. Árið í heild sinni Samdráttur umferðar um Hringveginn á árinu hefur numið 17,5% sem er ríflega tvöfalt meiri samdráttur en nokkurn tímann hefur áður mælst, síðan þær talningar hófust fyrir um 15 árum síðan. Aftur er mestur samdráttur á Norðurlandi það sem af er ári eða um 34% en minnstur er samdrátturinn við höfuðborgarsvæðið 11%. Augljóst er að áhrif kórónaveirunnar og þess hruns sem hefur verið í komu ferðamanna hefur mikið að segja um umferðatölur. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent
Umferð um Hringveginn dróst saman um næstum 35% í apríl sem er met. Samdráttur á árinu hefur verið um 18% sem einnig er met. Á Mýrdalssandi hefur samdrátturinn numið tæpum 80%. Umferðin dróst sem áður segir saman um tæp 35% á Hringveginum í apríl, það er miðað við apríl í fyrra, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Tölurnar eru fengnar úr 16 lykilteljurum á Hringvegi. „Svona miklar samdráttartölur hafa ekki sést áður, ekki síðan þessi samantekt hófst. Til að gefa hugmynd um stærðargráðuna þá er þessi samdráttur sex sinnum meiri en í efnahagskreppunni fyrir 10 árum síðan,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Samantektartafla fyrir umferðartölur á Hringvegi í apríl síðustu ár. Mestur samdráttur var á Norðurlandi eða um 60%, en minnstur á svæðinu í grennd við höfuðborgarsvæðið um 23%. Á einstökum stað var samdrátturinn mestur á Mýrdalssandi, eins og áður segir um 80%. Minnsti samdráttur á einstaka stað var við Úlfarsfell, tæp 20% „sem hefði vel dugað í sögu til næsta bæjar ef þetta hefði verið mesti samdrátturinn,“ segir enn frekar á vef Vegagerðarinnar. Árið í heild sinni Samdráttur umferðar um Hringveginn á árinu hefur numið 17,5% sem er ríflega tvöfalt meiri samdráttur en nokkurn tímann hefur áður mælst, síðan þær talningar hófust fyrir um 15 árum síðan. Aftur er mestur samdráttur á Norðurlandi það sem af er ári eða um 34% en minnstur er samdrátturinn við höfuðborgarsvæðið 11%. Augljóst er að áhrif kórónaveirunnar og þess hruns sem hefur verið í komu ferðamanna hefur mikið að segja um umferðatölur.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent