Árásin á lýðræðið Guðmundur Auðunsson skrifar 7. janúar 2021 17:32 Það var komið að því. Andstæðingar sigurvegara forsetakosninganna höfðu flykkst þúsundum saman til höfuðborgarinnar. Bræðin sauð í fólki. Pólitískir leiðtogar þeirra og frambjóðandi æstu múginn áfram með tilfinningafullum ræðum um að kosningunum hefði verið stolið. Á kosninganóttina hafði þetta lofað góðu. Fyrstu atkvæðatölur höfðu sýnt fram á góðan árangur í kosningunum. Þegar síðustu atkvæðin höfðu verið talin jókst forskot andstæðingsins til muna og hann lýstur sigurvegari, enda komu síðustu atkvæðin sem talin voru frá svæðum sem hann var sterkur. Það hlutu að vera brögð í tafli. Kosningunum hafði verið stolið frá þeirra manni. Nú var múgurinn búinn að fá nóg. Nú skildi grípa til alvöru aðgerða. Ráðist var af hörku inn í byggingu valdsins þar sem lögreglan réði ekki við neitt. Múgurinn vissi að réttlætið væri þeirra megin. Kosningunum hafði verið stolið af andstæðingunum. Á meðan þessu fór fram fylgdust stuðningsmenn sigurvegarans með atburðunum úr fjarska. Þau trúðu varla því sem var að gerast. Kosningar höfðu farið fram, fólkið hafði talað og kosið þeirra mann. Heimsbyggðin fylgdist líka með. Erlendir fjölmiðlar voru uppfullir af viðburðunum, þessari nöktu tilraun til valdaráns til að hindra vilja fólksins. Fasískir óeirðarseggir fóru um allt með ofbeldi og heimtuðu völdin. Stuðningsmenn sigurvegarans trúðu því auðvitað ekki að þessi fasíska valdaránstilraun myndi takast, heimsbyggðin myndi mótmæla og vilja fólksins framfylgt. Huh, nei. Heimsbyggðin klappaði og klappaði fyrir fasísku valdaræningjunum. Herinn greip inn í og tók völdin frá fólkinu. Við erum nefnilega ekki að tala um atburðina í Washington, DC þann 6. janúar 2021, heldur í Bólivíu í október 2019. Þar gerði fasískur múgur líka tilraun til valdaráns og ólíkt tilrauninni í Bandaríkjunum þá tókst valdaránið, allavega tímabundið. Og heimurinn klappaði. Húrra fyrir valdaræningjunum, þeir „björguðu“ lýðræðinu. Enda var sigurvegari forsetakosninganna í Bólivíu sósíalistinn Evo Morales og hann var ekki í tísku hjá valdamönnum í Norður Ameríku og Evrópu. Framhaldið þekkja flestir. Ofbeldisstjórn valdaræningjanna tók völdin, ofsótti stuðningsmenn forsetans sem fólkið kaus og reyndi allt til þess að halda völdum. En fólkið hafði sigur að lokum, þó Morales væri bannað að bjóða sig fram unnu stuðningsmenn hans stórsigur í forsetakosningunum síðastliðið haust og eru aftur komnir til valda. Var þá endanlega ljóst að aldrei var svindlað í kosningunum, það sem einfaldlega gerðist var að tapararnir náðu völdum með ofbeldi. Sem betur fer eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að halda fólkinu niðri. Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þessa sögu frá Bólivíu upp er augljós. Við horfðum á svipaða hluti gerast í Bandaríkjunum. Æstur múgur fasista réðist inn í þinghúsið meðan lögreglan sat hjá og reyndi að ræna völdum. Sem betur fer var valdaránstilraunin í skötulíki og lýðræðislegur vilji fólksins hafði betur. Og það merkilega er að nú hafði heimsbyggðin litla samúð með valdaræningjunum og allir þeir fjölmiðlar sem höfðu fagnað valdaráninu í Bólivíu lögðust gegn valdaránstilrauninni í Bandaríkjunum. Batnandi mönnum er auðvitað best að lifa en það er merkilegt að þegar valdarán eru gerð með stuðningi hinnar kapítalísku ráðastéttar er ávallt klappað og talað um að „lýðræðið hafi sigrað“. Við skulum vona að við getum lært af þessu öllu. Ekki eru öll mótmæli gerð af sömu forsendum. Það er merkilegt að þegar kúgaðir hópar í Bandaríkjunum rísa upp gegn kúguninni undir fána Black Lives Matter (BLM) hreyfingarinnar þá grípur lögreglan harkalega inn í. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, táragasi og óeirðarlögreglu er hiklaust beitt. En þegar óður skríll fasista, eggjuðum áfram að Donald Trump Bandaríkjaforseta, veður uppi og ræðst inn í þinghúsið þá er óeirðarlöggurnar hvergi að sjá. Þær komu ekki fyrr en seinna þegar skaðinn var skeður. Aðeins nokkrar hræður voru handteknar, jafnvel þó margir hafi verið vopnaðir. Á meðan tóku lögreglumenn í þinghúsinu „selfís“ með fasistunum og forsetinn sagðist elska þá. Ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef mótmælendur BLM og Antifa hefðu ráðist á þinghúsið þá hefði sko verið skotið úr byssum. Enda eru þeir hópar ógnun við vald kapítalistanna meðan fasistarnir vinna skítverkin fyrir þá. Þeir gengu hins vegar of langt þegar þeir réðust á þinghúsið og fá nú skamm, skamm frá elítunni og þessar fáu hræður sem handteknar hafa verið verða líklega náðaðir af forsetanum, enda „gott fólk“ svo vitnað sé í forsetann. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Guðmundur Auðunsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það var komið að því. Andstæðingar sigurvegara forsetakosninganna höfðu flykkst þúsundum saman til höfuðborgarinnar. Bræðin sauð í fólki. Pólitískir leiðtogar þeirra og frambjóðandi æstu múginn áfram með tilfinningafullum ræðum um að kosningunum hefði verið stolið. Á kosninganóttina hafði þetta lofað góðu. Fyrstu atkvæðatölur höfðu sýnt fram á góðan árangur í kosningunum. Þegar síðustu atkvæðin höfðu verið talin jókst forskot andstæðingsins til muna og hann lýstur sigurvegari, enda komu síðustu atkvæðin sem talin voru frá svæðum sem hann var sterkur. Það hlutu að vera brögð í tafli. Kosningunum hafði verið stolið frá þeirra manni. Nú var múgurinn búinn að fá nóg. Nú skildi grípa til alvöru aðgerða. Ráðist var af hörku inn í byggingu valdsins þar sem lögreglan réði ekki við neitt. Múgurinn vissi að réttlætið væri þeirra megin. Kosningunum hafði verið stolið af andstæðingunum. Á meðan þessu fór fram fylgdust stuðningsmenn sigurvegarans með atburðunum úr fjarska. Þau trúðu varla því sem var að gerast. Kosningar höfðu farið fram, fólkið hafði talað og kosið þeirra mann. Heimsbyggðin fylgdist líka með. Erlendir fjölmiðlar voru uppfullir af viðburðunum, þessari nöktu tilraun til valdaráns til að hindra vilja fólksins. Fasískir óeirðarseggir fóru um allt með ofbeldi og heimtuðu völdin. Stuðningsmenn sigurvegarans trúðu því auðvitað ekki að þessi fasíska valdaránstilraun myndi takast, heimsbyggðin myndi mótmæla og vilja fólksins framfylgt. Huh, nei. Heimsbyggðin klappaði og klappaði fyrir fasísku valdaræningjunum. Herinn greip inn í og tók völdin frá fólkinu. Við erum nefnilega ekki að tala um atburðina í Washington, DC þann 6. janúar 2021, heldur í Bólivíu í október 2019. Þar gerði fasískur múgur líka tilraun til valdaráns og ólíkt tilrauninni í Bandaríkjunum þá tókst valdaránið, allavega tímabundið. Og heimurinn klappaði. Húrra fyrir valdaræningjunum, þeir „björguðu“ lýðræðinu. Enda var sigurvegari forsetakosninganna í Bólivíu sósíalistinn Evo Morales og hann var ekki í tísku hjá valdamönnum í Norður Ameríku og Evrópu. Framhaldið þekkja flestir. Ofbeldisstjórn valdaræningjanna tók völdin, ofsótti stuðningsmenn forsetans sem fólkið kaus og reyndi allt til þess að halda völdum. En fólkið hafði sigur að lokum, þó Morales væri bannað að bjóða sig fram unnu stuðningsmenn hans stórsigur í forsetakosningunum síðastliðið haust og eru aftur komnir til valda. Var þá endanlega ljóst að aldrei var svindlað í kosningunum, það sem einfaldlega gerðist var að tapararnir náðu völdum með ofbeldi. Sem betur fer eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að halda fólkinu niðri. Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þessa sögu frá Bólivíu upp er augljós. Við horfðum á svipaða hluti gerast í Bandaríkjunum. Æstur múgur fasista réðist inn í þinghúsið meðan lögreglan sat hjá og reyndi að ræna völdum. Sem betur fer var valdaránstilraunin í skötulíki og lýðræðislegur vilji fólksins hafði betur. Og það merkilega er að nú hafði heimsbyggðin litla samúð með valdaræningjunum og allir þeir fjölmiðlar sem höfðu fagnað valdaráninu í Bólivíu lögðust gegn valdaránstilrauninni í Bandaríkjunum. Batnandi mönnum er auðvitað best að lifa en það er merkilegt að þegar valdarán eru gerð með stuðningi hinnar kapítalísku ráðastéttar er ávallt klappað og talað um að „lýðræðið hafi sigrað“. Við skulum vona að við getum lært af þessu öllu. Ekki eru öll mótmæli gerð af sömu forsendum. Það er merkilegt að þegar kúgaðir hópar í Bandaríkjunum rísa upp gegn kúguninni undir fána Black Lives Matter (BLM) hreyfingarinnar þá grípur lögreglan harkalega inn í. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, táragasi og óeirðarlögreglu er hiklaust beitt. En þegar óður skríll fasista, eggjuðum áfram að Donald Trump Bandaríkjaforseta, veður uppi og ræðst inn í þinghúsið þá er óeirðarlöggurnar hvergi að sjá. Þær komu ekki fyrr en seinna þegar skaðinn var skeður. Aðeins nokkrar hræður voru handteknar, jafnvel þó margir hafi verið vopnaðir. Á meðan tóku lögreglumenn í þinghúsinu „selfís“ með fasistunum og forsetinn sagðist elska þá. Ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef mótmælendur BLM og Antifa hefðu ráðist á þinghúsið þá hefði sko verið skotið úr byssum. Enda eru þeir hópar ógnun við vald kapítalistanna meðan fasistarnir vinna skítverkin fyrir þá. Þeir gengu hins vegar of langt þegar þeir réðust á þinghúsið og fá nú skamm, skamm frá elítunni og þessar fáu hræður sem handteknar hafa verið verða líklega náðaðir af forsetanum, enda „gott fólk“ svo vitnað sé í forsetann. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar