Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum: „Ómögulegt að fjölga þátttakendum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:58 Silja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi ÍBR. STÖÐ2 Laugavegshlaupið seldist upp á tuttugu mínútum í dag. Upplýsingafulltrúi ÍBR segir leitt að færri komust að en vildu. Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘ Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Hlaupið er fimmtíu og fimm kílómetra utanvegahlapup og fer fram í júlí. „Árið 2018 seldist upp á þremur vikum. Árið 2019 seldist upp á þremur dögum. Þrem klukkutímum í fyrra og í ár á innan við þrjátíu mínútum,“ sagði Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ansi margir voru skúffaðir í dag þegar í ljós kom að plássin hefðu fyllst tuttugu mínútum eftir að opnað var fyrir skráningu og tæplega hundrað tjá sig við færslu á Facebook-síðu hlaupsins. „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Einn vildi endurtaka skráninguna. „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Ekki hægt að fjölga þátttakendum Fimm hundruð og fimmtíu hlauparar hlaupa að jafnaði í hlaupinu. Hámarkið er sett af öryggisástæðum. „Það geta bara ákveðið margir verið að hlaupa á svæðinu og öryggi hlaupara skiptir okkur miklu máli. Oft hefur komið slæmt veður og þá þurfum við að geta komið öllum í skjól.“ Áhuginn var mikill og greinilegt að mun færri komust að en vildu. Silja segir ómögulegt að fjölga í hlaupið. „Nei það er það því miður ekki hægt“ segir Silja en bætir því við að einhverjir muni eflaust falla frá skráningu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Gerist það gætu nokkur pláss losnað. Færri útlendingar í ár en undanfarin ár Hlaupið er langt og utanvegar. Þekkt er að hlauparar komi að utan til að taka þátt í gleðinni. „Þetta eru mestmegnis Íslendingar. Við erum búin að vera á haus síðan þetta gerðist í hádeginu þannig ég er ekki alveg með tölurnar. Það er eitthvað af útlendingum en ekki eins margir og venjulega skilst mér,“ sagði Silja. Hún segist skilja vonbrigði þeirra sem ekki náðu að skrá sig í tæka tíð. „Því skiljum við vissulega vonbrigðin hjá fólki sem er nú þegar byrjað að undirbúa sig fyrir þetta hlaup og okkur þykir þetta ofboðslega leiðinlegt.‘‘
Reykjavík síðdegis Heilsa Hlaup Fjallamennska Laugavegshlaupið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira