Þakklátur fjölskyldunni fyrir stuðninginn Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 09:31 Björgvin Páll Gústavsson fagnar á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann hefur verið fastagestur á stórmótum síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. EPA/ANDREAS HILLERGREN Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fer með íslenska landsliðinu til Egyptalands í dag á heimsmeistaramótið í handbolta eftir að hafa misst af útileiknum gegn Portúgal á dögunum. Björgvin Páll og Karen Einarsdóttir kona hans eignuðust sitt fjórða í lok síðasta árs og hann gaf því ekki kost á sér í ferðina til Portúgals í byrjun þessa árs. Hann stóð hins vegar í marki Íslands í byrjun annars leiksins við Portúgal, á Ásvöllum í gær, og er einn þriggja markvarða í 20 manna hópi Íslands sem kemur sér til Kaíró í dag. Í samtali við handboltamiðilinn handbolti.is kveðst Björgvin Páll fullur eftirvæntingar að fara á HM en það hafi þó „togað í hann“ að vera frekar heima. „Mér fannst bara ekki vera í boði að fara með landsliðinu til Portúgal í síðustu viku. Konan var nýbúin að fæða barn auk þess sem veikindi voru fyrir á heimilinu. Staðan er betri núna og ég er klár í bátana,“ segir Björgvin Páll við handbolti.is. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) „Það togaði aðeins í mig að vera heima. Ég er bara þakklátur öllum, bæði fyrir að fá frí frá leiknum ytra á miðvikudaginn var og eins fjölskyldunni fyrir að styðja mig til þess að fara með strákunum til Egyptalands á HM,” segir Björgvin Páll. Vantar upp á leikform en 200 landsleikir hjálpa til Viktor Gísli Hallgrímsson var utan hóps í gær en Ágúst Elí Björgvinsson lék báða leikina við Portúgal, sem voru í undankeppni EM þar sem Ísland stendur nú afar vel að vígi. Óvíst er hvaða tveir markmenn verða í 16 manna hópnum sem mætir svo Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik á HM á fimmtudagskvöld. There is just one week until the 27th IHF Men's World Championship begins! Who's excited? #Egypt2021 #staystrong #strongertogether @HSI_Iceland pic.twitter.com/SeyjlRKS82— International Handball Federation (@ihf_info) January 6, 2021 Leikurinn í gær var sá fyrsti hjá Björgvini síðan með Haukum í byrjun október, þegar íþróttastarf á Íslandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins. Björgvin viðurkennir að það vanti því upp á leikformið en æfingar hafa þó verið leyfðar án takmarkana síðasta mánuðinn. Hann vill þó ekki bara spila heldur líka miðla áfram sinni miklu reynslu. „Mig vantar eitthvað upp á leikformið. Ég hef hinsvegar leikið millljón leiki og yfir 200 landsleiki sem ég reikna með að skili sér í einhverri reynslu. En vissulega veit ég ekki hver staðan er fyrr en á reynir,“ segir Björgvin Páll á handbolti.is. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór Gunnarsson: Þetta verður hörkuleikur út í Egyptalandi „Þetta var mjög sérstakur leikur við vorum á hælunum fyrstu 20 mínútur leiksins síðan fara bæði lið að spila með aukamann sóknarlega sem við nýttum betur og komum okkur inn í leikinn. Það var kraftur í okkur í seinni hálfleik og gerðum við það sem við töluðum um að gera inn í klefa sem skilaði sér í góðum sigri,” sagði Arnór Þór Gunnarsson eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM. 10. janúar 2021 22:31 Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter „Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta. 10. janúar 2021 20:16 Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur „Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands. 10. janúar 2021 19:07 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Björgvin Páll gaf ekki kost á sér vegna fjölskylduástæðna Björgvin Páll Gústavsson hefur stigið fram og útskýrt af hverju hann er ekki með íslenska landsliðinu út í Portúgal. 4. janúar 2021 11:12 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
Björgvin Páll og Karen Einarsdóttir kona hans eignuðust sitt fjórða í lok síðasta árs og hann gaf því ekki kost á sér í ferðina til Portúgals í byrjun þessa árs. Hann stóð hins vegar í marki Íslands í byrjun annars leiksins við Portúgal, á Ásvöllum í gær, og er einn þriggja markvarða í 20 manna hópi Íslands sem kemur sér til Kaíró í dag. Í samtali við handboltamiðilinn handbolti.is kveðst Björgvin Páll fullur eftirvæntingar að fara á HM en það hafi þó „togað í hann“ að vera frekar heima. „Mér fannst bara ekki vera í boði að fara með landsliðinu til Portúgal í síðustu viku. Konan var nýbúin að fæða barn auk þess sem veikindi voru fyrir á heimilinu. Staðan er betri núna og ég er klár í bátana,“ segir Björgvin Páll við handbolti.is. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) „Það togaði aðeins í mig að vera heima. Ég er bara þakklátur öllum, bæði fyrir að fá frí frá leiknum ytra á miðvikudaginn var og eins fjölskyldunni fyrir að styðja mig til þess að fara með strákunum til Egyptalands á HM,” segir Björgvin Páll. Vantar upp á leikform en 200 landsleikir hjálpa til Viktor Gísli Hallgrímsson var utan hóps í gær en Ágúst Elí Björgvinsson lék báða leikina við Portúgal, sem voru í undankeppni EM þar sem Ísland stendur nú afar vel að vígi. Óvíst er hvaða tveir markmenn verða í 16 manna hópnum sem mætir svo Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik á HM á fimmtudagskvöld. There is just one week until the 27th IHF Men's World Championship begins! Who's excited? #Egypt2021 #staystrong #strongertogether @HSI_Iceland pic.twitter.com/SeyjlRKS82— International Handball Federation (@ihf_info) January 6, 2021 Leikurinn í gær var sá fyrsti hjá Björgvini síðan með Haukum í byrjun október, þegar íþróttastarf á Íslandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins. Björgvin viðurkennir að það vanti því upp á leikformið en æfingar hafa þó verið leyfðar án takmarkana síðasta mánuðinn. Hann vill þó ekki bara spila heldur líka miðla áfram sinni miklu reynslu. „Mig vantar eitthvað upp á leikformið. Ég hef hinsvegar leikið millljón leiki og yfir 200 landsleiki sem ég reikna með að skili sér í einhverri reynslu. En vissulega veit ég ekki hver staðan er fyrr en á reynir,“ segir Björgvin Páll á handbolti.is.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór Gunnarsson: Þetta verður hörkuleikur út í Egyptalandi „Þetta var mjög sérstakur leikur við vorum á hælunum fyrstu 20 mínútur leiksins síðan fara bæði lið að spila með aukamann sóknarlega sem við nýttum betur og komum okkur inn í leikinn. Það var kraftur í okkur í seinni hálfleik og gerðum við það sem við töluðum um að gera inn í klefa sem skilaði sér í góðum sigri,” sagði Arnór Þór Gunnarsson eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM. 10. janúar 2021 22:31 Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter „Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta. 10. janúar 2021 20:16 Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur „Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands. 10. janúar 2021 19:07 Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48 Björgvin Páll gaf ekki kost á sér vegna fjölskylduástæðna Björgvin Páll Gústavsson hefur stigið fram og útskýrt af hverju hann er ekki með íslenska landsliðinu út í Portúgal. 4. janúar 2021 11:12 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson: Þetta verður hörkuleikur út í Egyptalandi „Þetta var mjög sérstakur leikur við vorum á hælunum fyrstu 20 mínútur leiksins síðan fara bæði lið að spila með aukamann sóknarlega sem við nýttum betur og komum okkur inn í leikinn. Það var kraftur í okkur í seinni hálfleik og gerðum við það sem við töluðum um að gera inn í klefa sem skilaði sér í góðum sigri,” sagði Arnór Þór Gunnarsson eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM. 10. janúar 2021 22:31
Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter „Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta. 10. janúar 2021 20:16
Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur „Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands. 10. janúar 2021 19:07
Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. 10. janúar 2021 17:48
Björgvin Páll gaf ekki kost á sér vegna fjölskylduástæðna Björgvin Páll Gústavsson hefur stigið fram og útskýrt af hverju hann er ekki með íslenska landsliðinu út í Portúgal. 4. janúar 2021 11:12