Stjórnmál í sóttkví Þorsteinn Sæmundsson skrifar 11. janúar 2021 15:01 Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti. Flokkurinn hefur lagt til aðrar útfærslur í sumum málum einkum er varða rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að leggja áherslu á aðgerðir til langs tíma frá byrjun faraldurs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í stuttu máli fellt allar tillögur Miðflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka en gert sumar tillögurnar að sínum við síðari útfærslu aðgerða sem er vel en nær hefði verið að taka undir tillögurnar strax. Meðan á baráttunni við veiruna hefur staðið hefur myndast nokkurs konar pólitísk meðvirkni sem ríkisstjórnin er smám saman farin að treysta á. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sínar að mestu án samráðs með glærusýningum þar sem útfærslu hefur skort en hefur síðan ætlast til að þingið ,,stimpli“ tillögurnar umræðulítið og gagnrýnislaust. Meirihluti þingsins er þannig lítið gefinn fyrir gagnrýna pólitíska umræðu um skref sem stíga þarf í baráttunni við veiruna og áhrif hennar hvort sem er á heilsu almennings eða efnahag þjóðarinnar. Þetta kom glöggt fram í umræðu um fjárlög fyrir árið 2021 og breytingartillögur við þau nú rétt fyrir jól. Í fjárlögunum kvað við nokkuð annan tón hjá ríkisstjórninni en fyrr. Fjárlögin voru meira kosningamiðuð en covidmiðuð eins og sjá má í heimildum smáum og stórum víða í fjárlögum sem dreift er eins og karamellum úr flugvél. Allt átti þetta að samþykkjast með pólitískri meðvirkni undir yfirskini samstöðu við erfiðar aðstæður. Fór svo að vanda að allar tillögur stjórnarandstöðu voru felldar þar á meðal skynsamlegar og vandaðar tillögur Miðflokksins sem allar voru fullfjármagnaðar. Allar aðgerðir og aðgerðarleysi vegna faraldursins eru því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnvöld hafa treyst á litla gagnrýni á framgöngu sina í baráttunni einnig undir merki nauðsynlegrar samstöðu. Í þeim anda sem að framan er lýst hefur ríkisstjórnin nú kynnt stefnu sína varðandi bólusetningar þjóðarinnar gegn Covid 19 ekki bara einu sinni heldur kemur ný stefna nánast á hverjum degi. Upplýsingaóreiðan er hrópandi og ljóst er að mistök hafa verið gerð varðandi kaup á bóluefni. Þetta birtist á ýmsan hátt. Engum er ljóst hver bar ábyrgð á gerð samninga um bóluefni. Var það heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar, Landlæknir eða einhverjir aðrir?? Forsætisráðherra sá sig knúna að taka málið yfir að hluta úr hendi heilbrigðisráðherra. Tveir valinkunnir vísindamenn hafa hangið á húninum hjá Pfizer í von um hraðari afgreiðslu á bóluefni Íslendingum til handa. Annar þeirra hefur reyndar ýjað að því að við höfum ekki komið fram sem sjálfstæð þjóð í baráttunni fyrir að fá bóluefni afhent fljótt og vel. Hver rær í sínu horni og ekki er sýnilegt að neinn hafi nauðsynlega yfirsýn. Það er ekki vansalaust. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis er forgangshópum breytt frá degi til dags og nýjustu tíðindi eru þau að lungi bóluefna berist til landsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021. Þar er m.a. gert ráð fyrir afhendingu bóluefna sem enn eru í þróunar og samþykktarferli. Nýjustu tíðindi benda til þess að beita eigi smáskammtalækningum. Þetta eru rándýr tíðindi miðað við að núverandi ástand og lokanir kosta þjóðfélagið um milljarð króna á dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki kært sig um að þing kæmi saman í jólaleyfi líkt og Miðflokkurinn lagði til í því skyni að ræða framboð á bóluefni og afhendingartíma en stórmannlegt er það ekki. Ríkisstjórnin fær þó ekki frið fyrir þeirri nauðsynlegu umræðu lengur en til 18. janúar þegar þing kemur saman að nýju. Þá verður krafist þeirra svara sem þjóðin á rétt á. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Bólusetningar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti. Flokkurinn hefur lagt til aðrar útfærslur í sumum málum einkum er varða rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að leggja áherslu á aðgerðir til langs tíma frá byrjun faraldurs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í stuttu máli fellt allar tillögur Miðflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka en gert sumar tillögurnar að sínum við síðari útfærslu aðgerða sem er vel en nær hefði verið að taka undir tillögurnar strax. Meðan á baráttunni við veiruna hefur staðið hefur myndast nokkurs konar pólitísk meðvirkni sem ríkisstjórnin er smám saman farin að treysta á. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sínar að mestu án samráðs með glærusýningum þar sem útfærslu hefur skort en hefur síðan ætlast til að þingið ,,stimpli“ tillögurnar umræðulítið og gagnrýnislaust. Meirihluti þingsins er þannig lítið gefinn fyrir gagnrýna pólitíska umræðu um skref sem stíga þarf í baráttunni við veiruna og áhrif hennar hvort sem er á heilsu almennings eða efnahag þjóðarinnar. Þetta kom glöggt fram í umræðu um fjárlög fyrir árið 2021 og breytingartillögur við þau nú rétt fyrir jól. Í fjárlögunum kvað við nokkuð annan tón hjá ríkisstjórninni en fyrr. Fjárlögin voru meira kosningamiðuð en covidmiðuð eins og sjá má í heimildum smáum og stórum víða í fjárlögum sem dreift er eins og karamellum úr flugvél. Allt átti þetta að samþykkjast með pólitískri meðvirkni undir yfirskini samstöðu við erfiðar aðstæður. Fór svo að vanda að allar tillögur stjórnarandstöðu voru felldar þar á meðal skynsamlegar og vandaðar tillögur Miðflokksins sem allar voru fullfjármagnaðar. Allar aðgerðir og aðgerðarleysi vegna faraldursins eru því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnvöld hafa treyst á litla gagnrýni á framgöngu sina í baráttunni einnig undir merki nauðsynlegrar samstöðu. Í þeim anda sem að framan er lýst hefur ríkisstjórnin nú kynnt stefnu sína varðandi bólusetningar þjóðarinnar gegn Covid 19 ekki bara einu sinni heldur kemur ný stefna nánast á hverjum degi. Upplýsingaóreiðan er hrópandi og ljóst er að mistök hafa verið gerð varðandi kaup á bóluefni. Þetta birtist á ýmsan hátt. Engum er ljóst hver bar ábyrgð á gerð samninga um bóluefni. Var það heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar, Landlæknir eða einhverjir aðrir?? Forsætisráðherra sá sig knúna að taka málið yfir að hluta úr hendi heilbrigðisráðherra. Tveir valinkunnir vísindamenn hafa hangið á húninum hjá Pfizer í von um hraðari afgreiðslu á bóluefni Íslendingum til handa. Annar þeirra hefur reyndar ýjað að því að við höfum ekki komið fram sem sjálfstæð þjóð í baráttunni fyrir að fá bóluefni afhent fljótt og vel. Hver rær í sínu horni og ekki er sýnilegt að neinn hafi nauðsynlega yfirsýn. Það er ekki vansalaust. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis er forgangshópum breytt frá degi til dags og nýjustu tíðindi eru þau að lungi bóluefna berist til landsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021. Þar er m.a. gert ráð fyrir afhendingu bóluefna sem enn eru í þróunar og samþykktarferli. Nýjustu tíðindi benda til þess að beita eigi smáskammtalækningum. Þetta eru rándýr tíðindi miðað við að núverandi ástand og lokanir kosta þjóðfélagið um milljarð króna á dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki kært sig um að þing kæmi saman í jólaleyfi líkt og Miðflokkurinn lagði til í því skyni að ræða framboð á bóluefni og afhendingartíma en stórmannlegt er það ekki. Ríkisstjórnin fær þó ekki frið fyrir þeirri nauðsynlegu umræðu lengur en til 18. janúar þegar þing kemur saman að nýju. Þá verður krafist þeirra svara sem þjóðin á rétt á. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar