Þögn um lögbrot vekur spurningar Björgólfur Jóhannsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Skrif skólasystur minnar á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „að mjólka læk og að móttaka læk” vöktu talsverða athygli. Þar var hún að vísa til þess að það hefði dregið dilk á eftir sér að gamall skólabróðir okkar, sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði lýst velþóknun á færslu sem hún skrifaði á Facebook þar sem fjallað var um vinnubrögð Ríkisútvarpsins í umfjöllun um mál tengd Samherja. Fjölmiðlar hafa varið miklu púðri í umfjöllun um að ráðherrann hafi lýst velþóknun sinni á færslunni. Þannig fann einn prentmiðill sig knúinn til að fjalla um gömul tengsl ráðherrans við Samherja á tveimur opnum, fjórum heilsíðum, í kjölfarið. Meira fjallað um „læk“ en efni málsins Fjölmiðlar hafa fjallað miklu meira um afstöðu ráðherrans en efni málsins sem var tilefni skrifanna á Facebook. Tilefnið virðist vera áður óbirtir tölvupóstar, sem Samherji fékk aðgang að í desember sl., sem afhjúpa samráð Seðlabankans og Ríkisútvarpsins yfir fimm vikna tímabil í febrúar og mars 2012 rétt áður en Seðlabankinn lét framkvæma húsleit hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Tölvupóstarnir sýna að yfirmaður hjá Seðlabankanum var í kumpánlegum samskiptum við fréttamann RÚV um rannsókn á Samherja, lak upplýsingum um rannsóknina í fréttamanninn og fékk frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fór fram. Seðlabankinn hafnaði tilvist þessara tölvupóstsamskipta í átta ár. Þannig var því ítrekað neitað af stjórnendum Seðlabankans að stofnunin hefði verið í samskiptum við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitarinnar. Seðlabankinn gekk meira að segja svo langt að segja ósatt um þessi samskipti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á árinu 2015. Þá fullyrti bankinn að einu samskiptin við fjölmiðla vegna húsleitarinnar hefðu verið í formi tveggja fréttatilkynninga. Það er líklega án fordæma hér á landi að ríkisstofnun segi vísvitandi ósatt fyrir dómi og handhöfum dómsvalds hlýtur að vera brugðið við þessi tíðindi. Kröfu Samherja, sem laut að afhendingu gagna, var hafnað í umræddu máli enda njóta ríkisstofnanir trausts og almennt er gengið út frá því að fulltrúar þeirra segi satt og rétt frá fyrir dómi. Sú staðreynd að Seðlabanki Íslands faldi þessi tölvupóstssamskipti við Ríkisútvarpið í átta ár og sagði ósatt um þau fyrir dómi virðist ekki vera frétt í hugum íslenskra fjölmiðlamanna. Hvers vegna er það lögbrot sem Seðlabanki Íslands framdi gagnvart íslenskum borgurum ekki fréttaefni? Eigum við að gefa okkur að fréttamenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins? Eða er ástæðan sú að ekki sé áhugi fyrir því að fjalla um málið því það sverti mögulega starfsheiður ákveðins fréttamanns? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið Mikilvægi öflugra fjölmiðla í lýðræðisríkjum verður seint ofmetið. Þannig þjónar það hagsmunum samfélagsins alls að þar þrífist kröftugir og frjálsir fjölmiðlar sem fjalla með gagnrýnum hætti um mál og veiti stofnunum og fyrirtækjum aðhald. Fjölmiðlar eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og dagskrárvaldið er vandmeðfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á því þegar fjölmiðlar víkja frá almennt viðurkenndum meginreglum sínum þegar umfjöllun um erfið og viðkvæm mál, sem snerta þá sjálfa, eru annars vegar. Hér er á ferðinni eldfimt mál fyrir einn fjölmiðil, Ríkisútvarpið. Og í viðleitni til að slá skjaldborg um kollega sína á ríkisfjölmiðlinum þegja aðrir fjölmiðlar. Það er hins vegar dapurlegast af öllu að Ríkisútvarpið sannaði það í þessu máli að stofnuninni virðist ómögulegt að fjalla á hlutlægan og heiðarlegan hátt um eigin málefni. Það var Ríkisútvarpið sem fjallaði mest um rannsóknina á Samherja í svokölluðu Seðlabankamáli og var í reynd gerandi í þeirri atburðarás sem leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu. Þannig hefur sú fréttastofa, sem fjallaði mest um húsleit og rannsókn á hendur Samherja, engan áhuga á því að fjalla um nýjar upplýsingar í málinu sem sýna svart á hvítu einbeittan vilja til að koma höggi á íslenskan lögaðila og borgara þessa lands. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherji og Seðlabankinn Björgólfur Jóhannsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Skrif skólasystur minnar á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „að mjólka læk og að móttaka læk” vöktu talsverða athygli. Þar var hún að vísa til þess að það hefði dregið dilk á eftir sér að gamall skólabróðir okkar, sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði lýst velþóknun á færslu sem hún skrifaði á Facebook þar sem fjallað var um vinnubrögð Ríkisútvarpsins í umfjöllun um mál tengd Samherja. Fjölmiðlar hafa varið miklu púðri í umfjöllun um að ráðherrann hafi lýst velþóknun sinni á færslunni. Þannig fann einn prentmiðill sig knúinn til að fjalla um gömul tengsl ráðherrans við Samherja á tveimur opnum, fjórum heilsíðum, í kjölfarið. Meira fjallað um „læk“ en efni málsins Fjölmiðlar hafa fjallað miklu meira um afstöðu ráðherrans en efni málsins sem var tilefni skrifanna á Facebook. Tilefnið virðist vera áður óbirtir tölvupóstar, sem Samherji fékk aðgang að í desember sl., sem afhjúpa samráð Seðlabankans og Ríkisútvarpsins yfir fimm vikna tímabil í febrúar og mars 2012 rétt áður en Seðlabankinn lét framkvæma húsleit hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Tölvupóstarnir sýna að yfirmaður hjá Seðlabankanum var í kumpánlegum samskiptum við fréttamann RÚV um rannsókn á Samherja, lak upplýsingum um rannsóknina í fréttamanninn og fékk frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fór fram. Seðlabankinn hafnaði tilvist þessara tölvupóstsamskipta í átta ár. Þannig var því ítrekað neitað af stjórnendum Seðlabankans að stofnunin hefði verið í samskiptum við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitarinnar. Seðlabankinn gekk meira að segja svo langt að segja ósatt um þessi samskipti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á árinu 2015. Þá fullyrti bankinn að einu samskiptin við fjölmiðla vegna húsleitarinnar hefðu verið í formi tveggja fréttatilkynninga. Það er líklega án fordæma hér á landi að ríkisstofnun segi vísvitandi ósatt fyrir dómi og handhöfum dómsvalds hlýtur að vera brugðið við þessi tíðindi. Kröfu Samherja, sem laut að afhendingu gagna, var hafnað í umræddu máli enda njóta ríkisstofnanir trausts og almennt er gengið út frá því að fulltrúar þeirra segi satt og rétt frá fyrir dómi. Sú staðreynd að Seðlabanki Íslands faldi þessi tölvupóstssamskipti við Ríkisútvarpið í átta ár og sagði ósatt um þau fyrir dómi virðist ekki vera frétt í hugum íslenskra fjölmiðlamanna. Hvers vegna er það lögbrot sem Seðlabanki Íslands framdi gagnvart íslenskum borgurum ekki fréttaefni? Eigum við að gefa okkur að fréttamenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins? Eða er ástæðan sú að ekki sé áhugi fyrir því að fjalla um málið því það sverti mögulega starfsheiður ákveðins fréttamanns? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið Mikilvægi öflugra fjölmiðla í lýðræðisríkjum verður seint ofmetið. Þannig þjónar það hagsmunum samfélagsins alls að þar þrífist kröftugir og frjálsir fjölmiðlar sem fjalla með gagnrýnum hætti um mál og veiti stofnunum og fyrirtækjum aðhald. Fjölmiðlar eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og dagskrárvaldið er vandmeðfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á því þegar fjölmiðlar víkja frá almennt viðurkenndum meginreglum sínum þegar umfjöllun um erfið og viðkvæm mál, sem snerta þá sjálfa, eru annars vegar. Hér er á ferðinni eldfimt mál fyrir einn fjölmiðil, Ríkisútvarpið. Og í viðleitni til að slá skjaldborg um kollega sína á ríkisfjölmiðlinum þegja aðrir fjölmiðlar. Það er hins vegar dapurlegast af öllu að Ríkisútvarpið sannaði það í þessu máli að stofnuninni virðist ómögulegt að fjalla á hlutlægan og heiðarlegan hátt um eigin málefni. Það var Ríkisútvarpið sem fjallaði mest um rannsóknina á Samherja í svokölluðu Seðlabankamáli og var í reynd gerandi í þeirri atburðarás sem leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu. Þannig hefur sú fréttastofa, sem fjallaði mest um húsleit og rannsókn á hendur Samherja, engan áhuga á því að fjalla um nýjar upplýsingar í málinu sem sýna svart á hvítu einbeittan vilja til að koma höggi á íslenskan lögaðila og borgara þessa lands. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar