Níu þúsund börn létust á írskum heimilum fyrir ógiftar mæður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 23:04 Stofnanirnar komust í heimsfréttirnar árið 2014 þegar líkamsleifar hundruða barna fundust grafin þar sem áður var rekið heimili fyrir ógiftar mæður og börn þeirra. Á 19. og 20. öld létust 9.000 börn á átján stofnunum á Írlandi fyrir konur og stúlkur sem urðu þungaðar utan hjónabands. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var í dag en forsætisráðherra landsins segir um að ræða myrkan, erfiðan og skammarlegan kafla í sögu þjóðarinnar. „Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá. Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá.
Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira