Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 09:05 Mikill viðbúnaður er í Washington-borg vegna innsetningar Joes Biden í embætti forseta síðar í vikunni. Getty/Tasos Katopodis Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. Þjóðvarðliðar eru varalið bandaríska hersins og eru sjálfboðaliðar úr hópi almennra borgara. Bakgrunnur varðliðanna er rannsakaður þar sem yfirvöld óttast að einhverjir í hópi þjóðvarðliðanna muni gera árás við innsetninguna. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við fréttastofu AP að hann hafi beðið stjórnendur í hernum að fylgjast sérstaklega með hvort einhver vandamál komi upp í röðum varðliðanna. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp og rannsókn FBI ekki leitt neitt alvarlegt í ljós. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 hefur ógnin af yfirvofandi árás öfgahópa verið forgangsmál hjá lögreglu- og hernaðaryfirvöldum. Hingað til hefur sú ógn þó aðallega verið tengd íslömskum öfgahópum á borði við Al Kaída og ISIS. Nú kemur ógnin hins vegar frá stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, og hópum á borð við þá sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Margir sem skipa þessa hópa trúa ásökunum Trumps um að víðtækt svindl forsetakosningunum í nóvember þrátt fyrir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Það sem yfirvöld óttast helst í tengslum við innsetningu Bidens er vopnuð árás einstaklinga sem og sprengjuárás. Að sögn McCarthy benda leyniþjónustugögn til þess að einhverjir hópar séu að skipuleggja vopnaðar samkomur í aðdraganda innsetningarinnar og hugsanlega eftir að henni lýkur. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þjóðvarðliðar eru varalið bandaríska hersins og eru sjálfboðaliðar úr hópi almennra borgara. Bakgrunnur varðliðanna er rannsakaður þar sem yfirvöld óttast að einhverjir í hópi þjóðvarðliðanna muni gera árás við innsetninguna. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við fréttastofu AP að hann hafi beðið stjórnendur í hernum að fylgjast sérstaklega með hvort einhver vandamál komi upp í röðum varðliðanna. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp og rannsókn FBI ekki leitt neitt alvarlegt í ljós. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 hefur ógnin af yfirvofandi árás öfgahópa verið forgangsmál hjá lögreglu- og hernaðaryfirvöldum. Hingað til hefur sú ógn þó aðallega verið tengd íslömskum öfgahópum á borði við Al Kaída og ISIS. Nú kemur ógnin hins vegar frá stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, og hópum á borð við þá sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Margir sem skipa þessa hópa trúa ásökunum Trumps um að víðtækt svindl forsetakosningunum í nóvember þrátt fyrir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Það sem yfirvöld óttast helst í tengslum við innsetningu Bidens er vopnuð árás einstaklinga sem og sprengjuárás. Að sögn McCarthy benda leyniþjónustugögn til þess að einhverjir hópar séu að skipuleggja vopnaðar samkomur í aðdraganda innsetningarinnar og hugsanlega eftir að henni lýkur.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira