Óvænta stjarnan á HM fékk skilaboð frá Shaq Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi skorar af línunni gegn Argentínu. Hann hefur slegið í gegn á HM í Egyptalandi. epa/Mohamed Abd El Ghany Kongómaðurinn Gauthier Mvumbi hefur vakið mikla athygli á HM í handbolta í Egyptalandi, svo mikla að hann fékk skilaboð frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira