„Frakkar eru enn á toppnum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 13:01 Elvar Örn Jónsson með boltann í leiknum við Sviss á miðvikudag þar sem Ísland varð að sætta sig við tveggja marka tap. EPA-EFE/Petr Josek „Mér finnst við eiga séns í þá og við mætum auðvitað klárir og höfum alltaf trú á sjálfum okkur,“ segir Elvar Örn Jónsson um slaginn í dag við sigursælasta lið HM frá upphafi, Frakka. Frakkland hefur orðið heimsmeistari í handbolta sex sinnum og þar af fjórum sinnum á síðustu sex heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu er svo sannarlega ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir strákana okkar í dag kl. 17: „Frakkarnir eru með frábært lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum, með gríðarlega mikla líkamsbyggingu. Það verður bara skemmtilegt verkefni að mæta þeim,“ segir Elvar við Vísi, í gegnum tölvu á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Elvar Örn um Frakka „Það komu kynslóðaskipti hjá þeim en þeir eru samt með frábært lið. Þeir missa Thierry Omeyer sem var besti markmaður í heimi en svo koma samt bara frábærir markmenn í staðinn og þannig er það í öllum stöðum. Þeir eiga leikmenn í bestu liðum í heimi og Frakkar eru enn á toppnum að mínu mati,“ segir Elvar. Eftir afar svekkjandi tap gegn Sviss, 20-18, á miðvikudaginn þyrstir Elvar og félaga í að svara fyrir sig: „Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik og viljum svara með góðum leik gegn Frökkum, og gefa allt í þetta. Við höfum fulla trú á að við getum unnið en þá þurfum við líka toppleik.“ Sárt að missa Alexander en skiljum það Ísland verður hins vegar án Alexander Petersson í dag en hann er farinn heim til Þýskalands þar sem hann gengur í raðir Flensburg eftir níu ár hjá Rhein-Neckar Löwen. Skarð Alexanders er vandfyllt: „Alex er frábær leikmaður og mjög mikilvægur í varnarleiknum. Hann kemur með ákveðna reynslu í þetta lið og er bæði frábær leikmaður og liðsfélagi. Það er sárt að missa hann en hann fór út af persónulegum ástæðum og við skiljum það allir, og höldum áfram,“ segir Elvar. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26 Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Frakkland hefur orðið heimsmeistari í handbolta sex sinnum og þar af fjórum sinnum á síðustu sex heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu er svo sannarlega ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir strákana okkar í dag kl. 17: „Frakkarnir eru með frábært lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum, með gríðarlega mikla líkamsbyggingu. Það verður bara skemmtilegt verkefni að mæta þeim,“ segir Elvar við Vísi, í gegnum tölvu á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Elvar Örn um Frakka „Það komu kynslóðaskipti hjá þeim en þeir eru samt með frábært lið. Þeir missa Thierry Omeyer sem var besti markmaður í heimi en svo koma samt bara frábærir markmenn í staðinn og þannig er það í öllum stöðum. Þeir eiga leikmenn í bestu liðum í heimi og Frakkar eru enn á toppnum að mínu mati,“ segir Elvar. Eftir afar svekkjandi tap gegn Sviss, 20-18, á miðvikudaginn þyrstir Elvar og félaga í að svara fyrir sig: „Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik og viljum svara með góðum leik gegn Frökkum, og gefa allt í þetta. Við höfum fulla trú á að við getum unnið en þá þurfum við líka toppleik.“ Sárt að missa Alexander en skiljum það Ísland verður hins vegar án Alexander Petersson í dag en hann er farinn heim til Þýskalands þar sem hann gengur í raðir Flensburg eftir níu ár hjá Rhein-Neckar Löwen. Skarð Alexanders er vandfyllt: „Alex er frábær leikmaður og mjög mikilvægur í varnarleiknum. Hann kemur með ákveðna reynslu í þetta lið og er bæði frábær leikmaður og liðsfélagi. Það er sárt að missa hann en hann fór út af persónulegum ástæðum og við skiljum það allir, og höldum áfram,“ segir Elvar.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26 Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26
Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36
Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20
Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30