Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 14:49 Svifryksmengun í borginni fer reglulega yfir heilsuverndarmörk. vísir/Vilhelm „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“ Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“
Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira