Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 15:21 Samherji kærði nokkra starfsmenn Seðlabankans, þáverandi og fyrrverandi, til lögreglu árið 2019. Vísir/Egill Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum. Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Kæran var send lögreglu í lok apríl 2019. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfan til að taka afstöðu til kærunnar og fól ríkissaksóknari lögreglustjóranum á Vestfjörðum málið með bréfi í júlí 2019. „Það er ekki búið að yfirheyra nokkurn mann og það er ekki búið að gefa nokkrum manni stöðu sakbornings. Við erum að yfirfara og skoða kæruna og erum að afla gagna frá bankanum vegna kærunnar með það fyrir augum hvort það sé rétt að hefja eiginlega lögreglurannsókn og veita þá mönnum einhverja stöðu. Þannig að þetta er enn þá í skoðun, við erum að vinna í málinu,“ segir Karl Ingi í samtali við Vísi og bætir við að það sé því ekki hægt að segja að eiginleg sakamálarannsókn sé hafin. „Það er enn verið að kanna grundvöll þessarar kæru Samherja og Þorsteins Más.“ Í september 2019 beindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, erindi til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi meinta upplýsingagjöf starfsmanna bankans til starfsmanna Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012. Það erindi var einnig sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til embættisins á Vestfjörðum og segir Karl Ingi það nú hluta af gögnum málsins er varðar kæru Samherja. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sendi í desember bréf til ríkissaksóknara þar sem hann gerði athugasemdir við drátt málsins hjá lögreglu og svo virtist sem lögreglan hefði ekkert aðhafst í því. Vísaði hann í svar við erindi sem hann sendi lögreglustjóranum á Vestfjörðum í september í fyrra vegna málsins en í því sagði orðrétt, samkvæmt þeim gögnum sem Vísir hefur undir höndum: „Því miður hefur lítið gerst í málinu, en stefnum á að hefja vinnu við málið.“ Aðspurður kveðst Karl hafa heyrt af þessari gagnrýni og tekur undir að þetta hafi tekið of langan tíma. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft áhrif á vinnslu málsins þar sem menn hafi verið uppteknir við að sinna öðru. Það hafi ekki áhrif að lögregluembættið á Vestfjörðum sé ekki jafn fjölmennt og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi aðgang að mannskap hjá LRH vegna málsins. „Þannig að þegar ég fæ málið frá ríkissaksóknara þá lá það fyrir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er tilbúinn til að veita mér liðsstyrk við rannsóknina,“ segir Karl Ingi. Spurður út í hvenær niðurstaða liggi fyrir varðandi það hvort rétt sé að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar segir Karl Ingi erfitt að lofa einhverju í þeim efnum en segir þó að hlutirnir ættu að skýrast á næstu vikum.
Samherji og Seðlabankinn Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira