Varúðarmerking á verðtryggð lán Ólafur Ísleifsson skrifar 31. janúar 2021 12:07 Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Eitraði kokkteillinn Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um breytt fyrirkomulag á verðtryggingu íbúðalána. Horfið verður frá 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þessi lán eru þeirrar náttúru að ekkert saxast á höfuðstól þeirra þótt greitt hafi verið af þeim í meira en 20 ár. Eftir 20 ára greiðslur hefur höfuðstóllinn ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Þessi lán hafa verið kölluð eitraði kokkteillinn. Í ljósi þess að verðtryggingin sjálf hefur alvarleg eituráhrif hefði frumvarp fjármálaráðherra þurft að ganga lengra í ýmsum efnum. Á liðnu ári sneru lántakendur sér hópum saman frá verðtryggðum lánum og kjósa frekar óverðtryggð lán þótt þau beri hærri vexti. Mismuninn má líta á sem eins konar tryggingariðgjald sem fólk kýs að greiða til að verja sig fyrir skaðsemi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin hefur verið hér við lýði allt of lengi. Henni ætti að kasta fyrir róða og taka upp húsnæðislán eins og tíðkast á Norðurlöndum og margir Íslendingar þekkja af eigin raun. Meðan verðtryggð lán eru í boði má telja sjálfsagða neytendavernd að skylda lánveitendur til að vara lántakanda við hinni alvarlegu áhættu sem hann tekur því að skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Viðvörun fylgi verðtryggðum lánasamningi Varúðarbréf lánastofnunar um áhættu lántaka sem fylgir verðtryggðu láni gæti hljóðað á þessa leið: Ágæti lántakandi. Við óskum þér til hamingju með íbúðina sem tókst verðtryggða lánið til að kaupa. Stjórnvöld hafa með neytendavernd að leiðarljósi skyldað lánastofnanir til að upplýsa lántaka um áhættu sem fylgir því að hafa skrifað undir lánasamning um verðtryggt lán. Til að rækja þá skyldu viljum við draga fram nokkur atriði. Þú berð alla (en við enga) áhættu af verðhækkunum á lánstímanum. Verðhækkanir af hvaða tagi sem er hækka höfuðstól og greiðslur af láninu. Þú skuldar meira og greiðslur þínar þyngjast ef verðbólga rýkur upp eins og hún gerði nú í janúar, ef uppskerubrestur verður á kaffi í Brasilíu, ef mistök verða í hagstjórn eða ef einhver ráðamaður fer öfugt fram úr rúminu og heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Þú veist ekki fyrir fram um fjárhæð neinnar greiðslu af láninu á lánstímanum. Ekki einnar einustu. Við vitum það út af fyrir sig ekki heldur en vitum þó að þær munu lengst af fara hækkandi. Hækki óbeinir skattar, til dæmis á bensín, áfengi og tóbak, hækkar lánið og greiðslur þyngjast. Hækki stjórnvöld kolefnisgjald í þágu loftslagsmarkmiða hækkar lánið þitt sömuleiðis og greiðslur þyngjast. Verðtryggingin hefur orsakað eignatilfærslu frá íbúðalántakendum til fjármálastofnana. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi að húsnæðisliður vísitölunnar hefði á árabilinu 2013-17 einn og sér fært 118 milljarða króna frá fólki eins og þér. Velkominn í hópinn. Enginn útlendingur skilur verðtryggingu, enginn blaðamaður sem hingað hefur komið og ekki fræðingarnir frá stofnununum með skammstafanirnar. Norðurlöndin vita af þessu verðtryggingarundri uppi á Íslandi en hafa ekki tekið upp fjármálasnilli Íslendinga að þessu leyti. Lánið sem varst að taka þykir ekki fólki bjóðandi nokkurs staðar á byggðu bóli. Seðlabankinn taldi sig kannski hafa fundið eitthvað áþekkt í Úrúgvæ. Verðtryggða lánið þitt er sambland af venjulegum lánasamningi og fjármálaafleiðu. Afleiður eru kenndar í fjármálafræðum í háskólum. Þær eru ekki á færi nema sérfróðra kunnáttumanna þótt íslenskum fjölskyldum sem vilja koma þaki yfir höfuðið sé ætlað að taka ábyrgð á slíkum fjármálagerningum af áhættusamasta tagi. Þú ert að taka áhættu sem jafna má við þá sem fjárglæframenn stunda í afleiðuviðskiptum. Þú átt á hættu að missa fótanna í fjárhagslegu tilliti fyrir þá sök að hafa undirritað samning við okkur um verðtryggt lán. Þú átt á hættu að tapa öllum sparnaðinum þínum sem er þitt framlag til húsnæðiskaupanna. Þú átt á hættu að vera hrakinn ásamt fjölskyldu þinni af heimili þínu eins og þúsundir Íslendinga geta borið vitni um eftir hrun. Þú átt á hættu að vera rekinn út á götu og skulda samt af verðtryggða láninu þínu. Þú átt á hættu að eiga minna en ekki neitt. Fyrir utan hættu á gjaldþroti áttu á hættu að lenda á vanskilaskrá. Þetta er ígildi þess að hrapa fyrir björg í fjárhagslegu tilliti. Við þökkum viðskiptin. Gangi þér vel. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Neytendur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Eitraði kokkteillinn Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um breytt fyrirkomulag á verðtryggingu íbúðalána. Horfið verður frá 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þessi lán eru þeirrar náttúru að ekkert saxast á höfuðstól þeirra þótt greitt hafi verið af þeim í meira en 20 ár. Eftir 20 ára greiðslur hefur höfuðstóllinn ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Þessi lán hafa verið kölluð eitraði kokkteillinn. Í ljósi þess að verðtryggingin sjálf hefur alvarleg eituráhrif hefði frumvarp fjármálaráðherra þurft að ganga lengra í ýmsum efnum. Á liðnu ári sneru lántakendur sér hópum saman frá verðtryggðum lánum og kjósa frekar óverðtryggð lán þótt þau beri hærri vexti. Mismuninn má líta á sem eins konar tryggingariðgjald sem fólk kýs að greiða til að verja sig fyrir skaðsemi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin hefur verið hér við lýði allt of lengi. Henni ætti að kasta fyrir róða og taka upp húsnæðislán eins og tíðkast á Norðurlöndum og margir Íslendingar þekkja af eigin raun. Meðan verðtryggð lán eru í boði má telja sjálfsagða neytendavernd að skylda lánveitendur til að vara lántakanda við hinni alvarlegu áhættu sem hann tekur því að skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Viðvörun fylgi verðtryggðum lánasamningi Varúðarbréf lánastofnunar um áhættu lántaka sem fylgir verðtryggðu láni gæti hljóðað á þessa leið: Ágæti lántakandi. Við óskum þér til hamingju með íbúðina sem tókst verðtryggða lánið til að kaupa. Stjórnvöld hafa með neytendavernd að leiðarljósi skyldað lánastofnanir til að upplýsa lántaka um áhættu sem fylgir því að hafa skrifað undir lánasamning um verðtryggt lán. Til að rækja þá skyldu viljum við draga fram nokkur atriði. Þú berð alla (en við enga) áhættu af verðhækkunum á lánstímanum. Verðhækkanir af hvaða tagi sem er hækka höfuðstól og greiðslur af láninu. Þú skuldar meira og greiðslur þínar þyngjast ef verðbólga rýkur upp eins og hún gerði nú í janúar, ef uppskerubrestur verður á kaffi í Brasilíu, ef mistök verða í hagstjórn eða ef einhver ráðamaður fer öfugt fram úr rúminu og heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Þú veist ekki fyrir fram um fjárhæð neinnar greiðslu af láninu á lánstímanum. Ekki einnar einustu. Við vitum það út af fyrir sig ekki heldur en vitum þó að þær munu lengst af fara hækkandi. Hækki óbeinir skattar, til dæmis á bensín, áfengi og tóbak, hækkar lánið og greiðslur þyngjast. Hækki stjórnvöld kolefnisgjald í þágu loftslagsmarkmiða hækkar lánið þitt sömuleiðis og greiðslur þyngjast. Verðtryggingin hefur orsakað eignatilfærslu frá íbúðalántakendum til fjármálastofnana. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi að húsnæðisliður vísitölunnar hefði á árabilinu 2013-17 einn og sér fært 118 milljarða króna frá fólki eins og þér. Velkominn í hópinn. Enginn útlendingur skilur verðtryggingu, enginn blaðamaður sem hingað hefur komið og ekki fræðingarnir frá stofnununum með skammstafanirnar. Norðurlöndin vita af þessu verðtryggingarundri uppi á Íslandi en hafa ekki tekið upp fjármálasnilli Íslendinga að þessu leyti. Lánið sem varst að taka þykir ekki fólki bjóðandi nokkurs staðar á byggðu bóli. Seðlabankinn taldi sig kannski hafa fundið eitthvað áþekkt í Úrúgvæ. Verðtryggða lánið þitt er sambland af venjulegum lánasamningi og fjármálaafleiðu. Afleiður eru kenndar í fjármálafræðum í háskólum. Þær eru ekki á færi nema sérfróðra kunnáttumanna þótt íslenskum fjölskyldum sem vilja koma þaki yfir höfuðið sé ætlað að taka ábyrgð á slíkum fjármálagerningum af áhættusamasta tagi. Þú ert að taka áhættu sem jafna má við þá sem fjárglæframenn stunda í afleiðuviðskiptum. Þú átt á hættu að missa fótanna í fjárhagslegu tilliti fyrir þá sök að hafa undirritað samning við okkur um verðtryggt lán. Þú átt á hættu að tapa öllum sparnaðinum þínum sem er þitt framlag til húsnæðiskaupanna. Þú átt á hættu að vera hrakinn ásamt fjölskyldu þinni af heimili þínu eins og þúsundir Íslendinga geta borið vitni um eftir hrun. Þú átt á hættu að vera rekinn út á götu og skulda samt af verðtryggða láninu þínu. Þú átt á hættu að eiga minna en ekki neitt. Fyrir utan hættu á gjaldþroti áttu á hættu að lenda á vanskilaskrá. Þetta er ígildi þess að hrapa fyrir björg í fjárhagslegu tilliti. Við þökkum viðskiptin. Gangi þér vel. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar