Lífrænt Ísland gæti orðið leiðandi á heimsvísu Svavar Halldórsson skrifar 2. febrúar 2021 10:33 Um þrjátíu ár eru síðan Danir settu sér ítarlega og metnaðarfullu stefnu um lífræna framleiðslu. Markið var sett á að verða í fremstu röð hvað varðar bæði framleiðslu og neyslu á lífrænum vörum. Nú er svo komið að Danmörk er í forystu í veröldinni í neyslu á lífrænt vottuðum matvörum og í farabroddi í framleiðslu. Frændur okkar Svíar sigla þar á eftir en Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar, hvort sem er í neyslu eða framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Ísland eftirbátur Norðurlandanna Aðeins eitt og hálft prósent af ræktarlandi hérlendis er vottað sem lífrænt en meðaltal Norðurlandanna er um 14%. Samkvæmt nýjustu tölum er lífrænt vottað ræktarland í veröldinni komið vel yfir sjötíu milljónir hektara. Næstum helmingurinn er í Ástralíu. Til samanburðar er allt það land sem flokka mætti sem gott ræktarland á Íslandi rúm hálf milljón hektara. Vinir okkar í Liechtenstein eiga þó metið hlutfallslega, en um 40% af ræktarlandi þar er lífrænt vottað. Hratt vaxandi markaður Lífrænt vottaðar vörur njóta vinsælda hjá neytendum vegna þess að þær eru almennt góðar, ekki síst fyrir umhverfið. En verðið til framleiðenda er líka oft á tíðum talsvert hærra. Markaður fyrir lífrænt vottaðar afurðir vex líka hratt og var fyrir Kóvíd kominn yfir sem nemur 13 þúsund milljörðum króna á heimsvísu. Til samanburðar er velta alls íslensks landbúnaðar á bilinu 60 til 70 milljarðar á ári. Stærsti markaður fyrir lífrænar afurðir í veröldinni er í Bandaríkjunum, en í öðru og þriðja sæti eru Þýskaland og Frakkaland. Þau tvö ríki þar sem neysla á lífrænum vörum er mest á hvern íbúa eru Danmörk og Sviss. Lífrænt vex í faraldrinum Aukin meðvitund um heilsu og heilbrigði gerði það að verkum að sala á lífrænum matvælum óx hraðar árið 2020 en nokkru sinni fyrr. Mörg ríki hafa séð tækifæri í lífrænni ræktun og langflestir ræktendur eru á Indlandi, eða rúm milljón af tæpum þremur milljónum á heimsvísu, og ríki eins og Úganda og Eþíópía koma næst. Ekkert land í veröldinni þarf líklega að taka eins fá og stutt skref og Ísland til þess að verða forysturíki í lífrænni framleiðslu. Vart þarf að fjölyrða um hver hagurinn yrði af því, enda sýna öll tiltæk gögn að verðmæti lífrænnar framleiðslu er umtalsvert meira en sambærilegrar framleiðslu sem ekki hefur slíka vottun. Fyrir utan að mikill skortur er á lífrænt vottuðum matvörum á helstu mörkuðum og því varla erfitt að koma þeim í verð. Ákvörðun er fyrsta skrefið Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Íslendingar þyrftu ekki að finna upp hjólið til ná forystu meðal þjóða á þessu sviði. Horfa mætti til Dana, Svía og Ástrala um fyrirmyndir og markmið. Þessi ríki hafa t.d. öll lagt mikinn metnað í að hjálpa bændum við að skipta yfir í lífræna ræktun, efla vitund neytenda með fræðslu og setja ákveðið hlutfall lífrænna afurða sem reglu í opinberum innkaupum. Ísland gæti hæglega tekið forystuna Evrópusambandið stefnir að því að 25% ræktarlands verði lífrænt vottað árið 2030 en Danir stefna á 30%. Ísland gæti hæglega sett sér markmið um 40% á sama tímapunkti ef vilji væri fyrir hendi. Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Markmið um að verða leiðandi ríki í framleiðslu og neyslu á lífrænt vottuðum afurðum eftir áratug fellur vel slíkri stefnu. Það sem þarf er að taka ákvörðun um að grípa tækifærið og standa við hana. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Svavar Halldórsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Um þrjátíu ár eru síðan Danir settu sér ítarlega og metnaðarfullu stefnu um lífræna framleiðslu. Markið var sett á að verða í fremstu röð hvað varðar bæði framleiðslu og neyslu á lífrænum vörum. Nú er svo komið að Danmörk er í forystu í veröldinni í neyslu á lífrænt vottuðum matvörum og í farabroddi í framleiðslu. Frændur okkar Svíar sigla þar á eftir en Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar, hvort sem er í neyslu eða framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Ísland eftirbátur Norðurlandanna Aðeins eitt og hálft prósent af ræktarlandi hérlendis er vottað sem lífrænt en meðaltal Norðurlandanna er um 14%. Samkvæmt nýjustu tölum er lífrænt vottað ræktarland í veröldinni komið vel yfir sjötíu milljónir hektara. Næstum helmingurinn er í Ástralíu. Til samanburðar er allt það land sem flokka mætti sem gott ræktarland á Íslandi rúm hálf milljón hektara. Vinir okkar í Liechtenstein eiga þó metið hlutfallslega, en um 40% af ræktarlandi þar er lífrænt vottað. Hratt vaxandi markaður Lífrænt vottaðar vörur njóta vinsælda hjá neytendum vegna þess að þær eru almennt góðar, ekki síst fyrir umhverfið. En verðið til framleiðenda er líka oft á tíðum talsvert hærra. Markaður fyrir lífrænt vottaðar afurðir vex líka hratt og var fyrir Kóvíd kominn yfir sem nemur 13 þúsund milljörðum króna á heimsvísu. Til samanburðar er velta alls íslensks landbúnaðar á bilinu 60 til 70 milljarðar á ári. Stærsti markaður fyrir lífrænar afurðir í veröldinni er í Bandaríkjunum, en í öðru og þriðja sæti eru Þýskaland og Frakkaland. Þau tvö ríki þar sem neysla á lífrænum vörum er mest á hvern íbúa eru Danmörk og Sviss. Lífrænt vex í faraldrinum Aukin meðvitund um heilsu og heilbrigði gerði það að verkum að sala á lífrænum matvælum óx hraðar árið 2020 en nokkru sinni fyrr. Mörg ríki hafa séð tækifæri í lífrænni ræktun og langflestir ræktendur eru á Indlandi, eða rúm milljón af tæpum þremur milljónum á heimsvísu, og ríki eins og Úganda og Eþíópía koma næst. Ekkert land í veröldinni þarf líklega að taka eins fá og stutt skref og Ísland til þess að verða forysturíki í lífrænni framleiðslu. Vart þarf að fjölyrða um hver hagurinn yrði af því, enda sýna öll tiltæk gögn að verðmæti lífrænnar framleiðslu er umtalsvert meira en sambærilegrar framleiðslu sem ekki hefur slíka vottun. Fyrir utan að mikill skortur er á lífrænt vottuðum matvörum á helstu mörkuðum og því varla erfitt að koma þeim í verð. Ákvörðun er fyrsta skrefið Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Íslendingar þyrftu ekki að finna upp hjólið til ná forystu meðal þjóða á þessu sviði. Horfa mætti til Dana, Svía og Ástrala um fyrirmyndir og markmið. Þessi ríki hafa t.d. öll lagt mikinn metnað í að hjálpa bændum við að skipta yfir í lífræna ræktun, efla vitund neytenda með fræðslu og setja ákveðið hlutfall lífrænna afurða sem reglu í opinberum innkaupum. Ísland gæti hæglega tekið forystuna Evrópusambandið stefnir að því að 25% ræktarlands verði lífrænt vottað árið 2030 en Danir stefna á 30%. Ísland gæti hæglega sett sér markmið um 40% á sama tímapunkti ef vilji væri fyrir hendi. Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Markmið um að verða leiðandi ríki í framleiðslu og neyslu á lífrænt vottuðum afurðum eftir áratug fellur vel slíkri stefnu. Það sem þarf er að taka ákvörðun um að grípa tækifærið og standa við hana. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar