Hvernig líður þér? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:00 „Bara vel“ er svolítið eins og autoreply við spurningunni: Hvernig líður þér? Stundum skiljanlega enda hefjast mörg samtöl með þessum orðum og maður vill kannski ekki skutla gusunni af pirringi eða erfiðleikum dagsins framan í viðmælandann svona óforvarendis. Það er þó skiljanlegt að margir upplifi erfiðleika á þessum undarlegu tímum og kannski þarf að finna nýjar leiðir til að vinna úr þeim erfiðleikum. Knúsfúsir krúttspaðar sem og þeir sem eru örlítið lokaðri hafa þurft að finna nýjar leiðir til þess að upplifa nánd og kærleika unanfarið ár. Þeir eru kannski á síðustu dropunum og á barmið þess að kvæsa á samstarfsmenn sína á næsta fjarfundi þó að þeir eigi það alls ekki skilið. Erfiðar eða flóknar tilfinningar þurfa þó ekki að safnast upp hjá manni þó og kannski er kominn tími til að leita nýrra leiða til þess að fá útrás fyrir þær. Hugleiðsla er frábær leið til þess að glíma við hugann og tilfinningar hjartans en getur verið erfitt að byrja þegar allt er komið í knút. Það eru margar leiðir til þess að hugleiða og aðeins ein þeirra krefst þesss að þú sitjir kyrr með fæturna pakkaða í saltkringlu og reynir að hemja hugann. Það getur verið mjög erfitt að ætla sér það þegar maður er leiður, hræddur eða stressaður og kannski svolítið eins og að ætla sér beint upp úr sófanum og snakkpokanum á Everest. Hvort sem maður er ofurmeðvitaður jóga- og hugleiðsluiðkandi eða bara alls ekkert á þeirri bylgjulengd er það góð hugmynd að spyrja sjálfan sig að því daglega: hvernig líður mér? Og gæta þess að svara ekki á autoreply „bara vel.“ Það er hressandi að svara sjálfum sér heiðarlega og finna fyrir gleði, pirringi eða hverju sem kann að gerast þá stundina innra með manni. Þegar maður veit hvernig manni líður er aðveldara að finna hvað mann vantar og því er næsta spurning sem gott er að spyjar sig: hvað viltu finna í hugleiðslu dagsins? Og svo er hægt að spyrja sig að því hverju maður vilji sleppa tökunum af. Til þess að finna hugleiðslu við hæfi eru ótal hugleiðsluöpp sem bjóða upp á stuttar hugleiðslur til að nota þegar þú gefur þér stund til þess að huga að sjálfum þér. Flow Meditation er til dæmis ókeypis fyrir snjallsíma og þar geturðu fundið hugleiðslur sem eru aðeins 4 mínútur. Með þessum þremur spurningum kemstu nær því að skilja hvernig þér líður og vera meðvitaður um þau skref sem þú villt taka til þess að breyta stöðunni. Hvernig líður þér?Hvað viltu finna?Hverju viltu sleppa tökunum af? Meðvituð um áhættuna á því að hljóma eins og misjafnlega-alvitur-amerískur-mark- og lífsstíls-leiðtoga-þjálfari skrifa ég samt um þessar spurningar því þær eru gagnlegar en virka auðvitað best ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og finnur sér leiðir til þess að grípa til aðgerða í eigin lífi. Það er kannski betra en að gubba eigin gremju yfir saklausa fundargesti hinu megin á fjarfundarlínunni sem eiga líka nóg með sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Heilsa Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
„Bara vel“ er svolítið eins og autoreply við spurningunni: Hvernig líður þér? Stundum skiljanlega enda hefjast mörg samtöl með þessum orðum og maður vill kannski ekki skutla gusunni af pirringi eða erfiðleikum dagsins framan í viðmælandann svona óforvarendis. Það er þó skiljanlegt að margir upplifi erfiðleika á þessum undarlegu tímum og kannski þarf að finna nýjar leiðir til að vinna úr þeim erfiðleikum. Knúsfúsir krúttspaðar sem og þeir sem eru örlítið lokaðri hafa þurft að finna nýjar leiðir til þess að upplifa nánd og kærleika unanfarið ár. Þeir eru kannski á síðustu dropunum og á barmið þess að kvæsa á samstarfsmenn sína á næsta fjarfundi þó að þeir eigi það alls ekki skilið. Erfiðar eða flóknar tilfinningar þurfa þó ekki að safnast upp hjá manni þó og kannski er kominn tími til að leita nýrra leiða til þess að fá útrás fyrir þær. Hugleiðsla er frábær leið til þess að glíma við hugann og tilfinningar hjartans en getur verið erfitt að byrja þegar allt er komið í knút. Það eru margar leiðir til þess að hugleiða og aðeins ein þeirra krefst þesss að þú sitjir kyrr með fæturna pakkaða í saltkringlu og reynir að hemja hugann. Það getur verið mjög erfitt að ætla sér það þegar maður er leiður, hræddur eða stressaður og kannski svolítið eins og að ætla sér beint upp úr sófanum og snakkpokanum á Everest. Hvort sem maður er ofurmeðvitaður jóga- og hugleiðsluiðkandi eða bara alls ekkert á þeirri bylgjulengd er það góð hugmynd að spyrja sjálfan sig að því daglega: hvernig líður mér? Og gæta þess að svara ekki á autoreply „bara vel.“ Það er hressandi að svara sjálfum sér heiðarlega og finna fyrir gleði, pirringi eða hverju sem kann að gerast þá stundina innra með manni. Þegar maður veit hvernig manni líður er aðveldara að finna hvað mann vantar og því er næsta spurning sem gott er að spyjar sig: hvað viltu finna í hugleiðslu dagsins? Og svo er hægt að spyrja sig að því hverju maður vilji sleppa tökunum af. Til þess að finna hugleiðslu við hæfi eru ótal hugleiðsluöpp sem bjóða upp á stuttar hugleiðslur til að nota þegar þú gefur þér stund til þess að huga að sjálfum þér. Flow Meditation er til dæmis ókeypis fyrir snjallsíma og þar geturðu fundið hugleiðslur sem eru aðeins 4 mínútur. Með þessum þremur spurningum kemstu nær því að skilja hvernig þér líður og vera meðvitaður um þau skref sem þú villt taka til þess að breyta stöðunni. Hvernig líður þér?Hvað viltu finna?Hverju viltu sleppa tökunum af? Meðvituð um áhættuna á því að hljóma eins og misjafnlega-alvitur-amerískur-mark- og lífsstíls-leiðtoga-þjálfari skrifa ég samt um þessar spurningar því þær eru gagnlegar en virka auðvitað best ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og finnur sér leiðir til þess að grípa til aðgerða í eigin lífi. Það er kannski betra en að gubba eigin gremju yfir saklausa fundargesti hinu megin á fjarfundarlínunni sem eiga líka nóg með sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar