Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 23:28 Rudy Giuliani, fyrrum lögmaður Trump, hélt því fram að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað í forsetakosningunum í nóvember. Drew Angerer/Getty Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54