„Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 15:34 Víðir Snær er málari og spilafíkill. Hann fagnar ekki tíðindum dagsins. Spilasalir verða opnaðir á ný á mánudaginn. Lokum.is Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir SÁS eru 86 prósent Íslendinga fylgjandi því að kassarnir heyri sögunni til en athygli vekur að fyrr í dag greindi heilbrigðisráðherra frá því að frá og með mánudeginum yrði heimilt að opna spilasali og spilakassa til kl. 22 á kvöldin. Samkvæmt svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata um spilakassa, sem bárust í janúar síðastliðnum, voru brúttótekjur Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands af kössunum 12,5 milljarðar króna árið 2019. Íslandsspil hafa verið í eigu Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ en síðastnefnda félagið hefur ákveðið að draga sig út úr rekstrinum. Tapið á mánuði jafngildi 30 þúsund mánaðaráskriftum að skólamat „Spilakassarnir í dag eru ekki sömu spilakassar og stjórnvöld gáfu leyfi fyrir árið 1994,“ segir Alma. Þá hafi verið um að ræða hálfgerða klinksöfnun en annað sé uppi á teningnum í dag. Alma segir að í gögnum málsins á sínum tíma hafi alls staðar verið rætt um „litlar upphæðir frá mörgum“. „Staðreyndin í dag er aftur á móti sú að við erum að tala um að taka allt af fáum,“ segir hún. Á móti hinum 12,5 milljörðum komi vissulega vinningar en Alma segir tap einstaklinga á mánuði, þegar búið er að draga frá vinninga, jafngildi 30 þúsund mánaðaráskriftum að skólamat. „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Á lokum.is er meðal annars að finna reynslusögu Víðis Snæs Björnssonar, sem segist mest hafa tapað hátt í milljón á einum degi. Áður en hann hætti nam tapið hjá honum hins vegar vanalega fimmtíu til hundrað þúsundum á dag. „Þetta er langöflugasta fíknin,“ er meðal annars haft eftir Víði. „Þegar mér líður eins og eitthvað vanti í lífið þá fer ég fyrst í spilakassann til að stoppa hausinn. Þar loka ég út heiminn. Deyfi mig og gleymi öllu. Ég fer frekar í kassann en til sálfræðings eða læknis. Það er skrýtið hvernig þetta virkar,“ segir Víðir. Hann segist telja sér trú um að hann sé í þessu til að vinna „þann stóra“ en það sé ekki raunin. „Það fylgja því engar tilfinningar að vinna. Mér er alveg sama þó ég vinni. Það er best að vinna ekki því þá get ég ekki haldið áfram að spila.“ Víðir segist fegin því að kassarnir hafi verið lokaðir í Covid-19. „Fyrir nokkrum árum töpuðum við vinur minn 4,2 milljónum á tuttugu dögum. Við sátum hlið við hlið í spilasal og spiluðum og spiluðum. Við vorum fyrstir inn í kassana og seinastir út. Enginn sagði neitt. Enginn pikkaði í okkur og sagði að nú væri nóg komið. Við vorum farnir að þekkja starfsmenn á báðum vöktum. Töpuðum 50 til 100 þúsund krónum á klukkustundarfresti. Enginn sagði neitt. Plís ekki opna þessa kassa aftur.“ Hér má finna frásögnina í heild. Alma segir enn fremur að bróðurpartur þess hóps sem spilar í kössunum séu spilafíklar. Áhættuspil á netinu séu annars eðlis og hópurinn sem stundi þau mun fjölbreyttari. Hún segir muninn til dæmis endurspeglast í þeirri gleði, eða ekki, sem spilunin veitir. Á netinu séu menn oft að spila sér til gamans, meðal annars í hópum, en við spilakassana sé andrúmsloftið allt annað en líflegt. Kössunum lokað og fólk fór loks að „spila með“ „Það vill enginn vera þarna; í lokuðum rýmum með skyggðum rúðum. Ef þú labbar þarna inn vill enginn tala við þig. Það er ekki létt yfir. Það er enginn sem segir: „Hæ, ég var að fá útborgað og er að spila fyrir launin mín.“ Í því liggur munurinn,“ segir Alma. Kompás ræddi við þrjá spilafíkla sem lýstu muninum á lífi sínu eftir að spilakassarnir lokuðu í samkomubanni. Spilakassar Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila telja samtals um 870 en Alma segir um það bil 500 vera inni í hverfum, nálægt skólum. Hún segir hinn mikla fjölda þeirra sem vilja láta loka kössunum til frambúðar ekki koma á óvart og segir lokanir vegna Covid-19 hafa leitt það í ljós hversu mikil áhrif kassarnir eru að hafa á líf fólks. „Þessi hópur er að fara heim, hann er að sinna börnunum sínum, hann er að verða virkur þátttakandi í eigin lífi og fjölskyldunnar. Hann er allt í einu að detta inn í samfélagið aftur. Mæta í vinnu, borga reikningana. Hann er að „spila með“.“ En hvað með stjórnmálamennina; er hún bjartsýn á að þeir láti til sín taka? „Mér þætti gaman að sjá stjórnmálamann taka þetta mál upp og tala á þann veg að réttlæta rekstur spilakassa. Ég myndi gjarnan vilja spyrja þann stjórnmálamann hvort hann væri tilbúinn til að fara með barnið sitt eða barnabarn og kynna fyrir þessari „fjármögnun“. Ég er ansi hrædd um að enginn sé tilbúinn til þess og ef þú ert ekki tilbúinn til þess þá getur þú ekki réttlætt að aðrir geri það.“ Ættu að sjá sóma sinn í því að láta gott heita Forsvarsmenn Rauða krossins hyggjast halda rekstrinum áfram, eins og fyrr segir, en stjórn SÁÁ greindi frá því í nóvember síðastliðnum að félagið hygðist hætta þátttöku þar sem reksturinn samræmdist ekki gildum þess. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ sagði Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ, í samtali við Vísi. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ sagði Einar. Alma segir að félögin ættu að félögin sem standa enn að rekstri kassanna ættu að sjá sóma sinn í því að láta gott heita. „Ef þessi samtök og þessar stofnanir vilja vera heiðarleg þá finnst mér persónulega að þau eigi bara að stíga fram núna, loka þessum kössum og þakka fyrir að hafa getað nýtt sér þessa leið allan þennan tíma,“ segir hún. Félögin séu fullmeðvituð um það núna hvaða skaða þau eru að valda. „Þau vita þetta formaður Rauða krossins og formaður Landsbjargar; er þeim stætt á að halda þessu áfram vitandi þetta? Ef ég stæði í rekstri og kæmist að því að þetta væri fórnarkostnaðurinn myndi ég snarhætta. Ég gæti ekki lagst á koddann og hugsað: „Þetta var nú fínasta dagsverk“. Fjárhættuspil Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir SÁS eru 86 prósent Íslendinga fylgjandi því að kassarnir heyri sögunni til en athygli vekur að fyrr í dag greindi heilbrigðisráðherra frá því að frá og með mánudeginum yrði heimilt að opna spilasali og spilakassa til kl. 22 á kvöldin. Samkvæmt svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata um spilakassa, sem bárust í janúar síðastliðnum, voru brúttótekjur Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands af kössunum 12,5 milljarðar króna árið 2019. Íslandsspil hafa verið í eigu Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ en síðastnefnda félagið hefur ákveðið að draga sig út úr rekstrinum. Tapið á mánuði jafngildi 30 þúsund mánaðaráskriftum að skólamat „Spilakassarnir í dag eru ekki sömu spilakassar og stjórnvöld gáfu leyfi fyrir árið 1994,“ segir Alma. Þá hafi verið um að ræða hálfgerða klinksöfnun en annað sé uppi á teningnum í dag. Alma segir að í gögnum málsins á sínum tíma hafi alls staðar verið rætt um „litlar upphæðir frá mörgum“. „Staðreyndin í dag er aftur á móti sú að við erum að tala um að taka allt af fáum,“ segir hún. Á móti hinum 12,5 milljörðum komi vissulega vinningar en Alma segir tap einstaklinga á mánuði, þegar búið er að draga frá vinninga, jafngildi 30 þúsund mánaðaráskriftum að skólamat. „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Á lokum.is er meðal annars að finna reynslusögu Víðis Snæs Björnssonar, sem segist mest hafa tapað hátt í milljón á einum degi. Áður en hann hætti nam tapið hjá honum hins vegar vanalega fimmtíu til hundrað þúsundum á dag. „Þetta er langöflugasta fíknin,“ er meðal annars haft eftir Víði. „Þegar mér líður eins og eitthvað vanti í lífið þá fer ég fyrst í spilakassann til að stoppa hausinn. Þar loka ég út heiminn. Deyfi mig og gleymi öllu. Ég fer frekar í kassann en til sálfræðings eða læknis. Það er skrýtið hvernig þetta virkar,“ segir Víðir. Hann segist telja sér trú um að hann sé í þessu til að vinna „þann stóra“ en það sé ekki raunin. „Það fylgja því engar tilfinningar að vinna. Mér er alveg sama þó ég vinni. Það er best að vinna ekki því þá get ég ekki haldið áfram að spila.“ Víðir segist fegin því að kassarnir hafi verið lokaðir í Covid-19. „Fyrir nokkrum árum töpuðum við vinur minn 4,2 milljónum á tuttugu dögum. Við sátum hlið við hlið í spilasal og spiluðum og spiluðum. Við vorum fyrstir inn í kassana og seinastir út. Enginn sagði neitt. Enginn pikkaði í okkur og sagði að nú væri nóg komið. Við vorum farnir að þekkja starfsmenn á báðum vöktum. Töpuðum 50 til 100 þúsund krónum á klukkustundarfresti. Enginn sagði neitt. Plís ekki opna þessa kassa aftur.“ Hér má finna frásögnina í heild. Alma segir enn fremur að bróðurpartur þess hóps sem spilar í kössunum séu spilafíklar. Áhættuspil á netinu séu annars eðlis og hópurinn sem stundi þau mun fjölbreyttari. Hún segir muninn til dæmis endurspeglast í þeirri gleði, eða ekki, sem spilunin veitir. Á netinu séu menn oft að spila sér til gamans, meðal annars í hópum, en við spilakassana sé andrúmsloftið allt annað en líflegt. Kössunum lokað og fólk fór loks að „spila með“ „Það vill enginn vera þarna; í lokuðum rýmum með skyggðum rúðum. Ef þú labbar þarna inn vill enginn tala við þig. Það er ekki létt yfir. Það er enginn sem segir: „Hæ, ég var að fá útborgað og er að spila fyrir launin mín.“ Í því liggur munurinn,“ segir Alma. Kompás ræddi við þrjá spilafíkla sem lýstu muninum á lífi sínu eftir að spilakassarnir lokuðu í samkomubanni. Spilakassar Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila telja samtals um 870 en Alma segir um það bil 500 vera inni í hverfum, nálægt skólum. Hún segir hinn mikla fjölda þeirra sem vilja láta loka kössunum til frambúðar ekki koma á óvart og segir lokanir vegna Covid-19 hafa leitt það í ljós hversu mikil áhrif kassarnir eru að hafa á líf fólks. „Þessi hópur er að fara heim, hann er að sinna börnunum sínum, hann er að verða virkur þátttakandi í eigin lífi og fjölskyldunnar. Hann er allt í einu að detta inn í samfélagið aftur. Mæta í vinnu, borga reikningana. Hann er að „spila með“.“ En hvað með stjórnmálamennina; er hún bjartsýn á að þeir láti til sín taka? „Mér þætti gaman að sjá stjórnmálamann taka þetta mál upp og tala á þann veg að réttlæta rekstur spilakassa. Ég myndi gjarnan vilja spyrja þann stjórnmálamann hvort hann væri tilbúinn til að fara með barnið sitt eða barnabarn og kynna fyrir þessari „fjármögnun“. Ég er ansi hrædd um að enginn sé tilbúinn til þess og ef þú ert ekki tilbúinn til þess þá getur þú ekki réttlætt að aðrir geri það.“ Ættu að sjá sóma sinn í því að láta gott heita Forsvarsmenn Rauða krossins hyggjast halda rekstrinum áfram, eins og fyrr segir, en stjórn SÁÁ greindi frá því í nóvember síðastliðnum að félagið hygðist hætta þátttöku þar sem reksturinn samræmdist ekki gildum þess. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ sagði Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ, í samtali við Vísi. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ sagði Einar. Alma segir að félögin ættu að félögin sem standa enn að rekstri kassanna ættu að sjá sóma sinn í því að láta gott heita. „Ef þessi samtök og þessar stofnanir vilja vera heiðarleg þá finnst mér persónulega að þau eigi bara að stíga fram núna, loka þessum kössum og þakka fyrir að hafa getað nýtt sér þessa leið allan þennan tíma,“ segir hún. Félögin séu fullmeðvituð um það núna hvaða skaða þau eru að valda. „Þau vita þetta formaður Rauða krossins og formaður Landsbjargar; er þeim stætt á að halda þessu áfram vitandi þetta? Ef ég stæði í rekstri og kæmist að því að þetta væri fórnarkostnaðurinn myndi ég snarhætta. Ég gæti ekki lagst á koddann og hugsað: „Þetta var nú fínasta dagsverk“.
„Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Á lokum.is er meðal annars að finna reynslusögu Víðis Snæs Björnssonar, sem segist mest hafa tapað hátt í milljón á einum degi. Áður en hann hætti nam tapið hjá honum hins vegar vanalega fimmtíu til hundrað þúsundum á dag. „Þetta er langöflugasta fíknin,“ er meðal annars haft eftir Víði. „Þegar mér líður eins og eitthvað vanti í lífið þá fer ég fyrst í spilakassann til að stoppa hausinn. Þar loka ég út heiminn. Deyfi mig og gleymi öllu. Ég fer frekar í kassann en til sálfræðings eða læknis. Það er skrýtið hvernig þetta virkar,“ segir Víðir. Hann segist telja sér trú um að hann sé í þessu til að vinna „þann stóra“ en það sé ekki raunin. „Það fylgja því engar tilfinningar að vinna. Mér er alveg sama þó ég vinni. Það er best að vinna ekki því þá get ég ekki haldið áfram að spila.“ Víðir segist fegin því að kassarnir hafi verið lokaðir í Covid-19. „Fyrir nokkrum árum töpuðum við vinur minn 4,2 milljónum á tuttugu dögum. Við sátum hlið við hlið í spilasal og spiluðum og spiluðum. Við vorum fyrstir inn í kassana og seinastir út. Enginn sagði neitt. Enginn pikkaði í okkur og sagði að nú væri nóg komið. Við vorum farnir að þekkja starfsmenn á báðum vöktum. Töpuðum 50 til 100 þúsund krónum á klukkustundarfresti. Enginn sagði neitt. Plís ekki opna þessa kassa aftur.“ Hér má finna frásögnina í heild.
Fjárhættuspil Fíkn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira