Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2021 18:09 Hermenn standa vörð við þinghús Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira