Húsfundur án heimilis Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 17. febrúar 2021 07:31 Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi. Rafræn heimild Sú breyting sem er líkleg til að hafa einna mest áhrif á daglegt líf fólks felst í heimild stjórnar húsfélags til að halda rafræna húsfundi og nota rafrænar samskiptaleiðir í samskiptum milli húseigenda. Húseigendur myndu geta fundað með nágrönnum sínum án þess að þurfa hitta þá augliti til auglitis. Sá valmöguleiki mun jafnvel standa til boða að lækka hljóðið þegar umræðan um skólplagnir fer á kreik en hingað til hafa notendur heyrnatæka einir notið þeirra fríðinda. Breytingin mun vera komin til vegna heimsfaraldursins COVID og vandkvæða við fundahald á tímum samkomutakmarkana. Hvað sem sóttvarnaráðstöfunum líður er breytingin löngu tímabær og í samræmi við aðrar breytingar í samfélaginu. Flestir kannast eflaust við að erfitt getur verið að kalla saman húsfund þrátt fyrir að fundamenn búi undir eða eigi í sama þakinu. Blönduð hús Þegar núgildandi lög um fjöleignarhús voru samþykkt á Alþingi árið 1994 var ákveðið að lögin skyldu að mestu vera ófrávíkjanleg þegar um er að ræða fjöleignarhús sem er íbúðarhúsnæði í heild eða að hluta. Ófrávíkjanlegar reglur laganna, s.s. um ákvarðanatöku eigenda, gilda þannig í blönduðum húsum, þ.e. fasteignum sem hafa bæði að geyma íbúðir og atvinnuhúsnæði, en íbúar og atvinnurekendur sjá hlutina ekki alltaf sömu augum þrátt fyrir að vera báðum umhugað um umgengni, viðhald og umhirðu fasteignarinnar. Íbúar huga mest að nauðsynlegum framkvæmdum á meðan atvinnurekendur virðast fremur huga að forsendum eigin rekstrar sem oft kallar á auknar framkvæmdir. Málsmeðferð vegna framkvæmda sem atvinnurekandi vill standa að á það til að tefjast í meðferð húsfélags með tilheyrandi kostnaði og skjalagerð. Álitamál af klassískum toga varða m.a. notkun sameignar, bílastæðamál og deilur um kostnaðarábyrgð. Þær breytingar sem ráðherra hefur boðað er ætlað að skapa tiltekna festu varðandi not blandaðra húsa í atvinnurekstri en undirliggjandi eru sjónarmið um þéttingu byggðar, loftslagsmál og þjónustu í nærumhverfi. Ef frumvarpsdrögin verða samþykkt í núverandi mynd mun eigendum fasteigna í blönduðum húsum vera heimilað að víkja frá ákvæðum laganna með setningu sérstakra húsfélagssamþykkta. Það er vandasamt að segja til um að hversu miklu leyti breytingarnar muni komast til framkvæmda í blönduðum húsum sem þegar eru byggð þegar breytingarnar taka gildi, þar sem samþykki allra húseigenda er áskilið fyrir setningu þeirra. Ef að líkum lætur munu húsbyggjendur nýrra blandaðra fjöleignarhúsa frekar neyta heimildarinnar til að samþykkja sérstakar húsfélagssamþykktir og setja með því skýrar leikreglur til framtíðar um sambúð eigenda íbúða og atvinnuhúsnæðis. Húsfélagsdeild Þá er í breytingatillögunum að finna rýmri heimild fyrir eigendur fjöleignarhúsa að mynda sér húsfélagsdeild. Verði frumvarpið samþykkt í núverandi mynd mun eigendum í ríkara mæli verða heimilt að semja um skiptingu á viðhaldi þannig að hver húsfélagsdeild annist framkvæmdir utanhúss á viðkomandi húshluta auk þess sem eigendum bílageymslna verði heimilt að stofna sérstaka húsfélagsdeild um bílageymsluna. Bílageymslur sem oft eru samtengdar fjöleignarhúsi yrði þannig heimilt að reka sem sjálfstæðar einingar sem væru að mestu leyti óháðar ákvörðunarvaldi annarra eigenda fjöleignarhússins. Þessi breyting mun ekki síst hafa þýðingu í þeim tilvikum þar sem fleiri en eitt fjöleignarhús hefur verið reist ofan á einni og sömu bílageymslunni sem jafnvel stendur á fleiri en einni lóð. Ótal álitamál geta komið upp í tengslum við rekstur, eignarhald og ábyrgð á slíkum bílageymslum sem breytingatillögunum er ætlað að ráða bót á. Breytingartillögur ráðherra hafa ekki verið lagðar fram á Alþingi og í greinarkorni þessu er einungis stiklað á stóru um hluta af því sem fram kemur í frumvarpsdrögunum. Það er hins vegar ljóst að þeim er ætlað að verða mikil réttarbót fyrir flesta eigendur séreigna í fjöleignarhúsum. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig og hvort frumvarpið muni taka breytingum í meðförum þingsins. Líklega mun frumvarpið fá verðskuldaða athygli og umræðu enda er fjöleignarhúsaformið og sambýli eigenda slíkra húsa hluti af þjóðarsálinni. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Rómur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi. Rafræn heimild Sú breyting sem er líkleg til að hafa einna mest áhrif á daglegt líf fólks felst í heimild stjórnar húsfélags til að halda rafræna húsfundi og nota rafrænar samskiptaleiðir í samskiptum milli húseigenda. Húseigendur myndu geta fundað með nágrönnum sínum án þess að þurfa hitta þá augliti til auglitis. Sá valmöguleiki mun jafnvel standa til boða að lækka hljóðið þegar umræðan um skólplagnir fer á kreik en hingað til hafa notendur heyrnatæka einir notið þeirra fríðinda. Breytingin mun vera komin til vegna heimsfaraldursins COVID og vandkvæða við fundahald á tímum samkomutakmarkana. Hvað sem sóttvarnaráðstöfunum líður er breytingin löngu tímabær og í samræmi við aðrar breytingar í samfélaginu. Flestir kannast eflaust við að erfitt getur verið að kalla saman húsfund þrátt fyrir að fundamenn búi undir eða eigi í sama þakinu. Blönduð hús Þegar núgildandi lög um fjöleignarhús voru samþykkt á Alþingi árið 1994 var ákveðið að lögin skyldu að mestu vera ófrávíkjanleg þegar um er að ræða fjöleignarhús sem er íbúðarhúsnæði í heild eða að hluta. Ófrávíkjanlegar reglur laganna, s.s. um ákvarðanatöku eigenda, gilda þannig í blönduðum húsum, þ.e. fasteignum sem hafa bæði að geyma íbúðir og atvinnuhúsnæði, en íbúar og atvinnurekendur sjá hlutina ekki alltaf sömu augum þrátt fyrir að vera báðum umhugað um umgengni, viðhald og umhirðu fasteignarinnar. Íbúar huga mest að nauðsynlegum framkvæmdum á meðan atvinnurekendur virðast fremur huga að forsendum eigin rekstrar sem oft kallar á auknar framkvæmdir. Málsmeðferð vegna framkvæmda sem atvinnurekandi vill standa að á það til að tefjast í meðferð húsfélags með tilheyrandi kostnaði og skjalagerð. Álitamál af klassískum toga varða m.a. notkun sameignar, bílastæðamál og deilur um kostnaðarábyrgð. Þær breytingar sem ráðherra hefur boðað er ætlað að skapa tiltekna festu varðandi not blandaðra húsa í atvinnurekstri en undirliggjandi eru sjónarmið um þéttingu byggðar, loftslagsmál og þjónustu í nærumhverfi. Ef frumvarpsdrögin verða samþykkt í núverandi mynd mun eigendum fasteigna í blönduðum húsum vera heimilað að víkja frá ákvæðum laganna með setningu sérstakra húsfélagssamþykkta. Það er vandasamt að segja til um að hversu miklu leyti breytingarnar muni komast til framkvæmda í blönduðum húsum sem þegar eru byggð þegar breytingarnar taka gildi, þar sem samþykki allra húseigenda er áskilið fyrir setningu þeirra. Ef að líkum lætur munu húsbyggjendur nýrra blandaðra fjöleignarhúsa frekar neyta heimildarinnar til að samþykkja sérstakar húsfélagssamþykktir og setja með því skýrar leikreglur til framtíðar um sambúð eigenda íbúða og atvinnuhúsnæðis. Húsfélagsdeild Þá er í breytingatillögunum að finna rýmri heimild fyrir eigendur fjöleignarhúsa að mynda sér húsfélagsdeild. Verði frumvarpið samþykkt í núverandi mynd mun eigendum í ríkara mæli verða heimilt að semja um skiptingu á viðhaldi þannig að hver húsfélagsdeild annist framkvæmdir utanhúss á viðkomandi húshluta auk þess sem eigendum bílageymslna verði heimilt að stofna sérstaka húsfélagsdeild um bílageymsluna. Bílageymslur sem oft eru samtengdar fjöleignarhúsi yrði þannig heimilt að reka sem sjálfstæðar einingar sem væru að mestu leyti óháðar ákvörðunarvaldi annarra eigenda fjöleignarhússins. Þessi breyting mun ekki síst hafa þýðingu í þeim tilvikum þar sem fleiri en eitt fjöleignarhús hefur verið reist ofan á einni og sömu bílageymslunni sem jafnvel stendur á fleiri en einni lóð. Ótal álitamál geta komið upp í tengslum við rekstur, eignarhald og ábyrgð á slíkum bílageymslum sem breytingatillögunum er ætlað að ráða bót á. Breytingartillögur ráðherra hafa ekki verið lagðar fram á Alþingi og í greinarkorni þessu er einungis stiklað á stóru um hluta af því sem fram kemur í frumvarpsdrögunum. Það er hins vegar ljóst að þeim er ætlað að verða mikil réttarbót fyrir flesta eigendur séreigna í fjöleignarhúsum. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig og hvort frumvarpið muni taka breytingum í meðförum þingsins. Líklega mun frumvarpið fá verðskuldaða athygli og umræðu enda er fjöleignarhúsaformið og sambýli eigenda slíkra húsa hluti af þjóðarsálinni. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar