Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:20 Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. vísir/Arnar Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet. Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet.
Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira