Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 20. febrúar 2021 08:01 Sædís Anna segir mikilvægt að fólk ræði fjárhagslega stöðu sína opinskátt og sleppi því að sópa óþægilegum hlutum undir teppið. Aðsend Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. Sædís var viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitin að peningunum. Hún segir að bág fjárhagsstaða sín hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hennar og það hafi komið á óvart hversu hratt hlutirnir ættu eftir að breytast til hins betra. „Þetta er alveg frábær tilfinning. Árin 2012 til 2013 hefði ég ekki getað séð fyrir að innan við tíu árum seinna væri ég komin í eigin húsnæði, búin að eignast mikið í því og ætti ekki í vandræðum með að borga reikninga. Það er mikill léttir því það var svo íþyngjandi í svo langan tíma.“ Sædís er nú 33 ára þriggja barna móðir og býr ásamt eiginmanni sínum í Reykjanesbæ. Þau líta á það sem sérstakt áhugamál að greiða aukalega inn á húsnæðislánið og sjá fram á að geta keypt draumaeignina á næstu fimm árum. Árið 2019 stofnaði hún Facebook-hópinn Fjármálatips og vonaðist til að koma á fót litlum vettvangi þar sem fólk gæti deilt ráðum og reynslusögum til að aðstoða aðra en nú telja meðlimir hópsins um þrettán þúsund. Sædís stofnaði Fjármálatips til að öðlast sjálf meiri þekkingu á fjármálum en lendir nú reglulega í því að vinir og vandamenn leiti til hennar. Boðinn yfirdráttur í afmælisgjöf frá bankanum Sædís segir að lítið hafi verið talað um peninga á heimilinu þegar hún var að alast upp og er gagnrýnin á að lítið sé um fjármálakennslu í skólakerfinu. Hún var ung þegar hún byrjaði að safna skuldum og segir það vera minnisstætt þegar bankinn hringdi um leið og hún varð sjálfráða. „Mér er óskað til hamingju með afmælið, kynntur yfirdráttur og sagt að ég þurfi bara að borga hann eftir því sem mér hentar. Ég er spurð hvort ég vilji yfirdrátt og er boðið að fá 100 þúsund kall inn á reikninginn minn núna. Ég þáði það reyndar ekki en gerði það fljótlega eftir það, svo þetta var frekar ruglað.“ Byrjaði rosalega illa Fljótlega byrjaði eins konar skuldasnjóbolti að safnast upp hjá Sædísi. „Ég kaupi mér bíl, fæ mér kreditkort og fer að ferðast. Maxa kreditkortið og dreifi greiðslunum og maxa það svo aftur og dreifi því yfir lengri tíma. Svo verða kreditkortareikningarnir það háir að ég get ekki borgað aðra reikninga og þarf að taka neyslulán. Svo er komið Hrun, afborganirnar hækka mikið á bílaláninu og ég ræð ekkert við það. Ég flyt á milli landshluta og held einhvern veginn bara áfram að safna reikningum og enda á því að taka annað stærra neyslulán á sama tíma og ég var ólétt af fyrsta barninu. Svo þetta byrjaði rosalega illa. Þarna átti ég von á barni, var með miklar skuldir og rétt rúmlega tvítug.“ Vatnaskil þegar hún varð ólétt af sínu öðru barni Sædís segist upp úr þessu hafa reynt að passa betur upp á fjármálin, borgað alla reikninga og tekið bílinn af númerunum í ár svo hún þyrfti ekki að borga gjöld af honum til viðbótar við lánagreiðslurnar. „Þegar ég er nýflutt hinum megin á landið þá kemst að því að ég er ólétt af barni númer tvö og þar verða ákveðin vatnaskil. Þarna átta ég mig á því að ég myndi verða einstæð móðir með tvö börn, ég var ekki með neina menntun heldur bara með skuldir og ekkert plan.“ Þá hafi hún byrjað að skoða alvarlega hvað hún gæti gert til að bæta stöðu sína. Sædís skráði sig á námsbrautina Menntastoðir í Reykjanesbæ, fékk hagstæða leiguíbúð á Ásbrú og barnið fékk leikskólapláss, allt á sama degi. Þarna var hún strax komin á betri stað og bjartsýni farin að gera vart við sig. „Það einhvern veginn gengur allt upp, ég kemst í námið, fæ íbúð, fæ leikskólapláss og mánuði seinna var ég flutt.“ Á þessum tíma var Sædís á atvinnuleysisbótum sem hún gat fengið á meðan hún var í náminu. Að því loknu fór hún í nám hjá Keili árið 2012 og fór síðar í háskólanám til að læra ferðamálafræði. Komin með ógeð af því að vera í fátæktargildru Í millitíðinni kynntist Sædís núverandi eiginmanni sínum og árið 2017 keyptu þau saman íbúð á Ásbrú. „Þar sem þetta voru fyrstu kaup þá gátum við tekið 90% lán hjá bankanum og við þurftum þrjár milljónir. Við nýttum smá séreignasparnað sem við áttum uppsafnaðan, þessa einu milljón sem við áttum og tókum viðbótarlán fyrir restinni. Í heildina voru þetta fjögur lán sem við tókum til að kaupa þessa íbúð en á móti kemur þá var þetta ekki dýr íbúð.“ Sædís segir hjónin hafa nýtt allan aukapening til þess að borga niður viðbótarlánin og séu nú farin að sjá til sólar í fjármálunum. Þau hafa nú greitt upp tvö lán sem hvíldu á fasteigninni, sjá fram á að klára það þriðja á næstu 12 mánuðum og hefur tekist að lækka mánaðarlegar afborganir um 100 þúsund krónur frá því þau keyptu íbúðina. Það er augljóst að Sædís er stolt af þessum árangri og að fjármálin hafi tekið stakkaskiptum á ekki lengri tíma. „Hugarfarið breyttist og ég var líka bara komin með ógeð á því að vera í þessari fátæktargildru og að þurfa alltaf að pæla í innkaupum. Við gerum það enn og ræðum öll útgjöld fyrir fram, en það er rosalega mikill lúxus að vita að maður geti borgað reikningana sína og eigi pening fyrir mat og nauðsynjum.“ Leyfðu sér að kaupa ryksugu eftir tíundu viðgerðina Sædís segir að fjárhagsstaðan hafi á tímabili haft mikil neikvæð áhrif á andlega líðan hennar og ekki hjálpi til að það hafi lengi verið hálfgert feimnismál að ræða peningavandræði. „Þunglyndi og kvíði og peningar eru ekki vinir og ef þú getur ekki borgað reikningana og þú ert með kvíða þá verður þetta bara allt mjög óyfirstíganlegt og erfitt að biðja um aðstoð, maður veit heldur ekki alveg hvar maður á að biðja um aðstoð.“ Sædís segir að markmiðið hafi nú breyst úr því að geta keypt fasteign í að geta keypt næstu eign. Hjónin sjá nú fram á að geta keypt draumafasteignina á næstu þremur árum. Hún segir að fórnir fylgi því að sýna aðhald í fjármálum og að fjölskyldan hafi til dæmis sleppt því að ferðast erlendis, látið sér nægja að aka um á ódýrum bíl og nýtt hluti eins lengi og mögulegt er. „Eitt af áramótaheitunum núna var að kaupa nýja ryksugu því maðurinn minn er búinn að laga hana svona tíu sinnum en nú ætlum við að leyfa okkur að fara í þau kaup.“ Sædísi finnst einnig lykilatriði að passa sig á því að gleyma sér ekki í lífsgæðakapphlaupi eða láta undan freistingum. „Þar sem ég kaupi aldrei neitt í flýti þá humma ég alltaf af mér þar til löngunin er farin í burtu. Ef ég sé eitthvað sem mig langar í þá fer ég aldrei og kaupi það, ég hugsa málið svo lengi að oftast verður ekkert úr þessum kaupum. Við kaupum alveg óþarfa og nýungar en það eru aldrei hvatakaup.“ Orðið áhugamál að greiða niður húsnæðislánin Að sögn Sædísar er það nú orðið hálfgert áhugamál þeirra hjóna að borga aukalega inn á húsnæðislánin því það sé svo gaman að sjá árangurinn. „Við endurskoðum umframgreiðsluna á þriggja mánaða fresti og það er alltaf svo gaman að hækka hana,“ segir Sædís og bætir við að þau hún og maðurinn hennar séu yfirleitt mjög samstíga þegar kemur að fjármálum heimilisins. Hún segir að það hafi í fyrstu verið erfitt að tala opinskátt um fjárhagsstöðu sína við hann þegar þau kynntust en að það hafi skipt hana miklu máli að finna fyrir stuðningi hans og aðstoð. „Ef maður er að safna reikningum ekki gera ekki neitt, það er fullt af hjálp þarna úti, það er erfitt að leita sér hjálpar en það eru allskonar úrræði í boði. Það gerir hlutina bara verri að fela þá undir teppinu.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Neytendur Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Tengdar fréttir Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01 Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31 Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Sædís var viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitin að peningunum. Hún segir að bág fjárhagsstaða sín hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hennar og það hafi komið á óvart hversu hratt hlutirnir ættu eftir að breytast til hins betra. „Þetta er alveg frábær tilfinning. Árin 2012 til 2013 hefði ég ekki getað séð fyrir að innan við tíu árum seinna væri ég komin í eigin húsnæði, búin að eignast mikið í því og ætti ekki í vandræðum með að borga reikninga. Það er mikill léttir því það var svo íþyngjandi í svo langan tíma.“ Sædís er nú 33 ára þriggja barna móðir og býr ásamt eiginmanni sínum í Reykjanesbæ. Þau líta á það sem sérstakt áhugamál að greiða aukalega inn á húsnæðislánið og sjá fram á að geta keypt draumaeignina á næstu fimm árum. Árið 2019 stofnaði hún Facebook-hópinn Fjármálatips og vonaðist til að koma á fót litlum vettvangi þar sem fólk gæti deilt ráðum og reynslusögum til að aðstoða aðra en nú telja meðlimir hópsins um þrettán þúsund. Sædís stofnaði Fjármálatips til að öðlast sjálf meiri þekkingu á fjármálum en lendir nú reglulega í því að vinir og vandamenn leiti til hennar. Boðinn yfirdráttur í afmælisgjöf frá bankanum Sædís segir að lítið hafi verið talað um peninga á heimilinu þegar hún var að alast upp og er gagnrýnin á að lítið sé um fjármálakennslu í skólakerfinu. Hún var ung þegar hún byrjaði að safna skuldum og segir það vera minnisstætt þegar bankinn hringdi um leið og hún varð sjálfráða. „Mér er óskað til hamingju með afmælið, kynntur yfirdráttur og sagt að ég þurfi bara að borga hann eftir því sem mér hentar. Ég er spurð hvort ég vilji yfirdrátt og er boðið að fá 100 þúsund kall inn á reikninginn minn núna. Ég þáði það reyndar ekki en gerði það fljótlega eftir það, svo þetta var frekar ruglað.“ Byrjaði rosalega illa Fljótlega byrjaði eins konar skuldasnjóbolti að safnast upp hjá Sædísi. „Ég kaupi mér bíl, fæ mér kreditkort og fer að ferðast. Maxa kreditkortið og dreifi greiðslunum og maxa það svo aftur og dreifi því yfir lengri tíma. Svo verða kreditkortareikningarnir það háir að ég get ekki borgað aðra reikninga og þarf að taka neyslulán. Svo er komið Hrun, afborganirnar hækka mikið á bílaláninu og ég ræð ekkert við það. Ég flyt á milli landshluta og held einhvern veginn bara áfram að safna reikningum og enda á því að taka annað stærra neyslulán á sama tíma og ég var ólétt af fyrsta barninu. Svo þetta byrjaði rosalega illa. Þarna átti ég von á barni, var með miklar skuldir og rétt rúmlega tvítug.“ Vatnaskil þegar hún varð ólétt af sínu öðru barni Sædís segist upp úr þessu hafa reynt að passa betur upp á fjármálin, borgað alla reikninga og tekið bílinn af númerunum í ár svo hún þyrfti ekki að borga gjöld af honum til viðbótar við lánagreiðslurnar. „Þegar ég er nýflutt hinum megin á landið þá kemst að því að ég er ólétt af barni númer tvö og þar verða ákveðin vatnaskil. Þarna átta ég mig á því að ég myndi verða einstæð móðir með tvö börn, ég var ekki með neina menntun heldur bara með skuldir og ekkert plan.“ Þá hafi hún byrjað að skoða alvarlega hvað hún gæti gert til að bæta stöðu sína. Sædís skráði sig á námsbrautina Menntastoðir í Reykjanesbæ, fékk hagstæða leiguíbúð á Ásbrú og barnið fékk leikskólapláss, allt á sama degi. Þarna var hún strax komin á betri stað og bjartsýni farin að gera vart við sig. „Það einhvern veginn gengur allt upp, ég kemst í námið, fæ íbúð, fæ leikskólapláss og mánuði seinna var ég flutt.“ Á þessum tíma var Sædís á atvinnuleysisbótum sem hún gat fengið á meðan hún var í náminu. Að því loknu fór hún í nám hjá Keili árið 2012 og fór síðar í háskólanám til að læra ferðamálafræði. Komin með ógeð af því að vera í fátæktargildru Í millitíðinni kynntist Sædís núverandi eiginmanni sínum og árið 2017 keyptu þau saman íbúð á Ásbrú. „Þar sem þetta voru fyrstu kaup þá gátum við tekið 90% lán hjá bankanum og við þurftum þrjár milljónir. Við nýttum smá séreignasparnað sem við áttum uppsafnaðan, þessa einu milljón sem við áttum og tókum viðbótarlán fyrir restinni. Í heildina voru þetta fjögur lán sem við tókum til að kaupa þessa íbúð en á móti kemur þá var þetta ekki dýr íbúð.“ Sædís segir hjónin hafa nýtt allan aukapening til þess að borga niður viðbótarlánin og séu nú farin að sjá til sólar í fjármálunum. Þau hafa nú greitt upp tvö lán sem hvíldu á fasteigninni, sjá fram á að klára það þriðja á næstu 12 mánuðum og hefur tekist að lækka mánaðarlegar afborganir um 100 þúsund krónur frá því þau keyptu íbúðina. Það er augljóst að Sædís er stolt af þessum árangri og að fjármálin hafi tekið stakkaskiptum á ekki lengri tíma. „Hugarfarið breyttist og ég var líka bara komin með ógeð á því að vera í þessari fátæktargildru og að þurfa alltaf að pæla í innkaupum. Við gerum það enn og ræðum öll útgjöld fyrir fram, en það er rosalega mikill lúxus að vita að maður geti borgað reikningana sína og eigi pening fyrir mat og nauðsynjum.“ Leyfðu sér að kaupa ryksugu eftir tíundu viðgerðina Sædís segir að fjárhagsstaðan hafi á tímabili haft mikil neikvæð áhrif á andlega líðan hennar og ekki hjálpi til að það hafi lengi verið hálfgert feimnismál að ræða peningavandræði. „Þunglyndi og kvíði og peningar eru ekki vinir og ef þú getur ekki borgað reikningana og þú ert með kvíða þá verður þetta bara allt mjög óyfirstíganlegt og erfitt að biðja um aðstoð, maður veit heldur ekki alveg hvar maður á að biðja um aðstoð.“ Sædís segir að markmiðið hafi nú breyst úr því að geta keypt fasteign í að geta keypt næstu eign. Hjónin sjá nú fram á að geta keypt draumafasteignina á næstu þremur árum. Hún segir að fórnir fylgi því að sýna aðhald í fjármálum og að fjölskyldan hafi til dæmis sleppt því að ferðast erlendis, látið sér nægja að aka um á ódýrum bíl og nýtt hluti eins lengi og mögulegt er. „Eitt af áramótaheitunum núna var að kaupa nýja ryksugu því maðurinn minn er búinn að laga hana svona tíu sinnum en nú ætlum við að leyfa okkur að fara í þau kaup.“ Sædísi finnst einnig lykilatriði að passa sig á því að gleyma sér ekki í lífsgæðakapphlaupi eða láta undan freistingum. „Þar sem ég kaupi aldrei neitt í flýti þá humma ég alltaf af mér þar til löngunin er farin í burtu. Ef ég sé eitthvað sem mig langar í þá fer ég aldrei og kaupi það, ég hugsa málið svo lengi að oftast verður ekkert úr þessum kaupum. Við kaupum alveg óþarfa og nýungar en það eru aldrei hvatakaup.“ Orðið áhugamál að greiða niður húsnæðislánin Að sögn Sædísar er það nú orðið hálfgert áhugamál þeirra hjóna að borga aukalega inn á húsnæðislánin því það sé svo gaman að sjá árangurinn. „Við endurskoðum umframgreiðsluna á þriggja mánaða fresti og það er alltaf svo gaman að hækka hana,“ segir Sædís og bætir við að þau hún og maðurinn hennar séu yfirleitt mjög samstíga þegar kemur að fjármálum heimilisins. Hún segir að það hafi í fyrstu verið erfitt að tala opinskátt um fjárhagsstöðu sína við hann þegar þau kynntust en að það hafi skipt hana miklu máli að finna fyrir stuðningi hans og aðstoð. „Ef maður er að safna reikningum ekki gera ekki neitt, það er fullt af hjálp þarna úti, það er erfitt að leita sér hjálpar en það eru allskonar úrræði í boði. Það gerir hlutina bara verri að fela þá undir teppinu.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Neytendur Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Tengdar fréttir Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01 Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31 Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12. febrúar 2021 07:01
Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. 4. febrúar 2021 07:31
Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00