Svandís ekki gera það! Gylfi Þór Gíslason skrifar 23. febrúar 2021 21:21 Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun