Landsliðskonan Sara Rún til liðs við Hauka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:39 Sara Rún í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir hefur náð samkomulagi við Hauka um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þar hittir hún fyrir systur sína, Bríeti Sif. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hauka nú í kvöld. Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira