Aron sagður halda kyrru fyrir í Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 13:01 Aron Pálmarsson verður líklega áfram hjá einu albesta liði heims, Barcelona. Getty/Martin Rose Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er sagður hafa gert samkomulag við Barcelona um að spila áfram með liðinu á næstu leiktíð. Þetta var fullyrt í útvarpsþættinum Tot Costa í Catalunya Radio síðastliðinn föstudag. Aron mun samkvæmt spænska miðlinum þegar hafa skrifað undir samning þess efnis að vera áfram hjá Barcelona en bíða þess að nýr forseti Barcelona skrifi undir samninginn. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Aron þó ekki skrifað undir neinn samning og er ekki útséð með það hvort hann verði áfram hjá Barcelona eða rói á önnur mið. NOTÍCIA. Aaron Palmarsson seguirà al Barça (via @rsalmurri) Club i jugador han acordat la renovació i Palmarsson continuarà, la temporada vinent, al BarçaL'acord, signat per l'islandès, està pendent de la firma del president entrant Més, al @totcosta a les 19h pic.twitter.com/NN6HzZ69Qc— Tot costa (@totcosta) February 26, 2021 Forsetakosningar hjá spænska stórveldinu fara fram á sunnudaginn. Miðað við fullyrðingarnar í Tot Costa gæti því málið verið formlega frágengið þegar Aron spilar með íslenska landsliðinu gegn Ísrael ytra 11. mars, í undankeppni EM. Einn sá dýrasti í sögunni þegar hann fór til Barcelona Aron gekk í raðir Barcelona í október 2017 eftir að hafa staðið í miklu stappi við þáverandi vinnuveitendur sína í ungverska félaginu Veszprém. Hann skrifaði þá undir samning við Barcelona til fjögurra ára, eða til næsta sumars, eftir að Börsungar höfðu greitt Veszprém upphæð sem talin var gera Aron að einum allra dýrasta leikmanni sögunnar. Í fjölmiðlum var kaupverðið sagt á bilinu 700.000 til ein milljón evra en Veszprém fullyrti í yfirlýsingu að það væri hærra. Aron hefur verið afar sigursæll með liði Barcelona sem hefur haft yfirburði á Spáni síðustu ár. Í fyrra varð hann til að mynda Spánarmeistari í þriðja sinn á þremur árum, og þar með landsmeistari níunda árið í röð eftir að hafa orðið ungverskur og þýskur meistari árin á undan. Aron komst á síðustu leiktíð með Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem fram fór um síðustu jól vegna kórónuveirufaraldursins, en varð þar að sætta sig við silfurverðlaun eftir tap gegn sínu gamla liði Kiel. Spænski handboltinn Tengdar fréttir Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Þetta var fullyrt í útvarpsþættinum Tot Costa í Catalunya Radio síðastliðinn föstudag. Aron mun samkvæmt spænska miðlinum þegar hafa skrifað undir samning þess efnis að vera áfram hjá Barcelona en bíða þess að nýr forseti Barcelona skrifi undir samninginn. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Aron þó ekki skrifað undir neinn samning og er ekki útséð með það hvort hann verði áfram hjá Barcelona eða rói á önnur mið. NOTÍCIA. Aaron Palmarsson seguirà al Barça (via @rsalmurri) Club i jugador han acordat la renovació i Palmarsson continuarà, la temporada vinent, al BarçaL'acord, signat per l'islandès, està pendent de la firma del president entrant Més, al @totcosta a les 19h pic.twitter.com/NN6HzZ69Qc— Tot costa (@totcosta) February 26, 2021 Forsetakosningar hjá spænska stórveldinu fara fram á sunnudaginn. Miðað við fullyrðingarnar í Tot Costa gæti því málið verið formlega frágengið þegar Aron spilar með íslenska landsliðinu gegn Ísrael ytra 11. mars, í undankeppni EM. Einn sá dýrasti í sögunni þegar hann fór til Barcelona Aron gekk í raðir Barcelona í október 2017 eftir að hafa staðið í miklu stappi við þáverandi vinnuveitendur sína í ungverska félaginu Veszprém. Hann skrifaði þá undir samning við Barcelona til fjögurra ára, eða til næsta sumars, eftir að Börsungar höfðu greitt Veszprém upphæð sem talin var gera Aron að einum allra dýrasta leikmanni sögunnar. Í fjölmiðlum var kaupverðið sagt á bilinu 700.000 til ein milljón evra en Veszprém fullyrti í yfirlýsingu að það væri hærra. Aron hefur verið afar sigursæll með liði Barcelona sem hefur haft yfirburði á Spáni síðustu ár. Í fyrra varð hann til að mynda Spánarmeistari í þriðja sinn á þremur árum, og þar með landsmeistari níunda árið í röð eftir að hafa orðið ungverskur og þýskur meistari árin á undan. Aron komst á síðustu leiktíð með Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem fram fór um síðustu jól vegna kórónuveirufaraldursins, en varð þar að sætta sig við silfurverðlaun eftir tap gegn sínu gamla liði Kiel.
Spænski handboltinn Tengdar fréttir Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00