Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2021 16:11 Frá mótmælum í Yangon í dag. EPA/NYEIN CHAN NAING Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. Vitni sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja mótmælendur ekki hafa fengið viðvaranir og einn þeirra sagði að mótmæli sem hann sótti hafi breyst í blóðbað. Í borginni Yangon voru minnst átta skotnir þegar skothríðin hófst og sambærilega sögu er að segja frá bænum Monywa. Reuters hefur eftir mannréttindasamtökum að minnst átján séu dánir en í frétt BBC segir að minnst tíu hafi fallið. Þar er tekið fram að fregnir af fleiri dauðsföllum hafi borist en þær hafi ekki verið staðfestar. Hörð viðbrögð herstjórnarinnar við mótmælunum hafa verið gagnrýnd víða um heiminn. Sú gagnrýni hefur þó ekki skilað ætluðum árangri þar sem viðbrögð herstjórnarinnar hafa orðið sífellt harðari. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Samkvæmt frétt Reuters hafa minnst 40 mótmælendur dáið frá því mótmælin hófust. AP fréttaveitan birti í dag myndband sem sýnir lögregluþjóna handtaka blaðamann á þeirra vegum. Hann og fimm aðrir blaðamenn hafa verið ákærðir samkvæmt lögum sem herstjórnin breytti og gerði strangari í síðasta mánuði og gætu þeir mögulega verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. #Myanmar : gruesome video of police violence in #Yangon today.Policemen stop an ambulance and force the medics outside. Once they sit by the side of the road the police start savagely beating the defenseless medics. #WhatsHappeninglnMyanmar pic.twitter.com/PneXYb6AWC— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 3, 2021 Mjanmar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Vitni sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja mótmælendur ekki hafa fengið viðvaranir og einn þeirra sagði að mótmæli sem hann sótti hafi breyst í blóðbað. Í borginni Yangon voru minnst átta skotnir þegar skothríðin hófst og sambærilega sögu er að segja frá bænum Monywa. Reuters hefur eftir mannréttindasamtökum að minnst átján séu dánir en í frétt BBC segir að minnst tíu hafi fallið. Þar er tekið fram að fregnir af fleiri dauðsföllum hafi borist en þær hafi ekki verið staðfestar. Hörð viðbrögð herstjórnarinnar við mótmælunum hafa verið gagnrýnd víða um heiminn. Sú gagnrýni hefur þó ekki skilað ætluðum árangri þar sem viðbrögð herstjórnarinnar hafa orðið sífellt harðari. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Samkvæmt frétt Reuters hafa minnst 40 mótmælendur dáið frá því mótmælin hófust. AP fréttaveitan birti í dag myndband sem sýnir lögregluþjóna handtaka blaðamann á þeirra vegum. Hann og fimm aðrir blaðamenn hafa verið ákærðir samkvæmt lögum sem herstjórnin breytti og gerði strangari í síðasta mánuði og gætu þeir mögulega verið dæmdir í allt að þriggja ára fangelsi. #Myanmar : gruesome video of police violence in #Yangon today.Policemen stop an ambulance and force the medics outside. Once they sit by the side of the road the police start savagely beating the defenseless medics. #WhatsHappeninglnMyanmar pic.twitter.com/PneXYb6AWC— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 3, 2021
Mjanmar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira