Aukum verðmæti ullarinnar, ull er auðlind! Hulda Birna Baldursdóttir skrifar 4. mars 2021 16:00 Síðustu vikur hef ég átt samtal við sextán ára son minn, þar sem hann spurði mig um ull og um væntanlegt Ullarþon sem mamma hans er að aðstoða með. Ég varð að viðurkenna það að ég vissi ekkert svakalega mikið um ullina, en ég vissi um hvernig hann myndi skrá sig, hvenær skil voru og hvenær úrslit yrðu kynt. Forvitni unglingsins hvatti mig til þess að fræðast meira um ullina. Síðustu vikur, hef ég lært alveg helling. Jú ég vissi það að, ullin hefur verið til staðar svo elstu menn muna. Þegar tækifæri gafst, fór ég að segja honum frá ullinni, áttaði ég mig á hversu vanmetin auðlind ullin er. Ég minnist hannyrðatíma grunnskólagöngu minnar á Akranesi meira sem nokkrum ferðum á slysó, eftir eitthvað klúður hjá mér í tímum frú Borghildar. Ég náði þó í grunnskóla að prjóna eina lopapeysu sem endaði ekki betur en svo að í fyrsta þvotti varð svarta stóra lopapeysan að hörðum frístandandi skúlptúr eftir suðuþvott. Íslenska auðlindin sem býður upp á frábæra möguleika. Eiginleiki ullar Samkvæmt alnetinu eru eðliseiginleikar ullarinnar, gera hana togþolna og þjála. Þurr hiti feyskir ull. Hún harðnar við 100°C og við 130°C gulnar hún og molnar, kosturinn við hana er að hún brennur ekki. Áhrif raka og hita á ull eru sérstök. Raki og hiti gera ull þjála, sé þrýstingi beitt má móta hana. Hún geymist lengi óskemmd ef hitastig er eðlilegt og rakastig minna en 65%. Jóhanna Erla á Textílmiðstöðinni, sem er manna fróðust um ullina, sagði mér að ullin getur dregið upp allt að 45% þyngdar sinnar af raka án þess að maður finni að hún sé blaut. Aftur á móti getur maður merkt að hún sé köld. Vegna þessa mikla raka opnast ullarhárið sem verður til þess að ullin missir styrkleika sinn. Sem sagt ullin veikist í vatni og því má aldrei vinda ullarflíkur bara kreista. Magnað! Verði ull fyrir núningi þegar hún er blaut þófnar hún, því heitari sem hún er þeim mun meira þófnar hún. Ullin hleypur ekki en getur þæfst í vélþvotti og við hátt ph gildi. Hún er einnig frekar viðkvæm fyrir sól og brotnar fljótt niður í sólarljósi. Ullin þolir ekki þurrkara. Ull er gull? Þegar grannt er skoðað og tölur um þessa verðmætu auðlind okkar er staðreyndin sú að ullin er mikið flutt út en ekki nýtt. Við verðum að vikja þann góða sköpunarkraft, búa til eitthvað nýtt, nýta ullina í fleiri nýskapandi lausnir þvert á alla geira. Svo spurningin er getum við aukið verðmæti ullarinnar? Ég var svo heppin að fá þetta verkefni upp í hendurnar að efla nýsköpun ullarinnar, þá helst verðminnstu flokkana. Jú búa til nýsköpunarkeppni, Ullarþon! Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Eins og hér að ofan er þetta keppni í nýsköpun eða hugmyndum í fjórum flokkum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð, 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Ég hlakka til að sjá verðmæti ullarinnar rjúka upp! Því jú ull er gull! Höfundur er verkefnastjóri Ullarþons 2021 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Nýsköpun Prjónaskapur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég átt samtal við sextán ára son minn, þar sem hann spurði mig um ull og um væntanlegt Ullarþon sem mamma hans er að aðstoða með. Ég varð að viðurkenna það að ég vissi ekkert svakalega mikið um ullina, en ég vissi um hvernig hann myndi skrá sig, hvenær skil voru og hvenær úrslit yrðu kynt. Forvitni unglingsins hvatti mig til þess að fræðast meira um ullina. Síðustu vikur, hef ég lært alveg helling. Jú ég vissi það að, ullin hefur verið til staðar svo elstu menn muna. Þegar tækifæri gafst, fór ég að segja honum frá ullinni, áttaði ég mig á hversu vanmetin auðlind ullin er. Ég minnist hannyrðatíma grunnskólagöngu minnar á Akranesi meira sem nokkrum ferðum á slysó, eftir eitthvað klúður hjá mér í tímum frú Borghildar. Ég náði þó í grunnskóla að prjóna eina lopapeysu sem endaði ekki betur en svo að í fyrsta þvotti varð svarta stóra lopapeysan að hörðum frístandandi skúlptúr eftir suðuþvott. Íslenska auðlindin sem býður upp á frábæra möguleika. Eiginleiki ullar Samkvæmt alnetinu eru eðliseiginleikar ullarinnar, gera hana togþolna og þjála. Þurr hiti feyskir ull. Hún harðnar við 100°C og við 130°C gulnar hún og molnar, kosturinn við hana er að hún brennur ekki. Áhrif raka og hita á ull eru sérstök. Raki og hiti gera ull þjála, sé þrýstingi beitt má móta hana. Hún geymist lengi óskemmd ef hitastig er eðlilegt og rakastig minna en 65%. Jóhanna Erla á Textílmiðstöðinni, sem er manna fróðust um ullina, sagði mér að ullin getur dregið upp allt að 45% þyngdar sinnar af raka án þess að maður finni að hún sé blaut. Aftur á móti getur maður merkt að hún sé köld. Vegna þessa mikla raka opnast ullarhárið sem verður til þess að ullin missir styrkleika sinn. Sem sagt ullin veikist í vatni og því má aldrei vinda ullarflíkur bara kreista. Magnað! Verði ull fyrir núningi þegar hún er blaut þófnar hún, því heitari sem hún er þeim mun meira þófnar hún. Ullin hleypur ekki en getur þæfst í vélþvotti og við hátt ph gildi. Hún er einnig frekar viðkvæm fyrir sól og brotnar fljótt niður í sólarljósi. Ullin þolir ekki þurrkara. Ull er gull? Þegar grannt er skoðað og tölur um þessa verðmætu auðlind okkar er staðreyndin sú að ullin er mikið flutt út en ekki nýtt. Við verðum að vikja þann góða sköpunarkraft, búa til eitthvað nýtt, nýta ullina í fleiri nýskapandi lausnir þvert á alla geira. Svo spurningin er getum við aukið verðmæti ullarinnar? Ég var svo heppin að fá þetta verkefni upp í hendurnar að efla nýsköpun ullarinnar, þá helst verðminnstu flokkana. Jú búa til nýsköpunarkeppni, Ullarþon! Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Eins og hér að ofan er þetta keppni í nýsköpun eða hugmyndum í fjórum flokkum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð, 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt! Skráning hófst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebookar síðu „Ullarþon” eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Ég hlakka til að sjá verðmæti ullarinnar rjúka upp! Því jú ull er gull! Höfundur er verkefnastjóri Ullarþons 2021
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar