„Ég skil alveg af hverju þeir þorðu ekki að dæma þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 15:31 Spennan var mikil í toppslag Keflavíkur og Hauka og það komu upp mörg umdeild atvik sem Domino´s Körfuboltakvöld fór betur yfir. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni gagnrýndi KKÍ harðlega fyrir valið á dómurum á toppslag Keflavíkur og Hauka í vikunni en þar töpuðu Keflavíkurkonur fyrsta leik sínum á leiktíðinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi dómgæsluna í leiknum. „Það er mikilvægt að hafa reynslumikla dómara á svona leik, dómara sem þora að taka af skarið. Ég skil alveg að þeir þorðu kannski ekki að dæma þetta sérstaklega efir að hafa dæmt fimmtu villuna á Söru sem ég er ekki sammála að hafi verið villa,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þá verður þetta svolítið erfitt og þetta var mjög jafn leikur. Þeir þorðu bara ekki að taka af skarið eins og stelpurnar hans Jonna,“ sagði Ólöf Helga. Kjartan Atli Kjartansson, Ólöf Helga Pálsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru síðan yfir umdeildu dómana í leiknum, lið fyrir lið. Þau skoðuðu það þegar skotklukkan var ekki endurnýjuð þegar boltinn fór í hringinn í lokasókn Keflavíkur í venjulegum leiktíma sem endaði með því að Keflavík missti boltann. Svo var það hin umdeilda og flestra mati mjög ósanngjarna fimmta villan á Söru Rún Hinriksdóttur í framlengingunni. „Hún kemur ekki við Daniela Wallen Morillo,“ sagði Kjartan Atli. Einnig var skoðað lokaskot Keflavíkurliðsins í framlengingunni þar sem virtist vera brotið á Emelíu Ósk Gunnarsdóttur en ekkert var dæmt. „Þegar maður sér þetta svona hægt þá er þetta alveg púra villa,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Ég held að ef að það hefðu verið reynslumeiri dómarar á leiknum og þetta á undan hefi ekki gerst þá hefði verið flautað þarna,“ sagði Pálína. Það má sjá öll þessi dæmi og umræðuna um dómgæsluna í leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Dómarnir umdeildu í leik Keflavíkur og Hauka Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni gagnrýndi KKÍ harðlega fyrir valið á dómurum á toppslag Keflavíkur og Hauka í vikunni en þar töpuðu Keflavíkurkonur fyrsta leik sínum á leiktíðinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi dómgæsluna í leiknum. „Það er mikilvægt að hafa reynslumikla dómara á svona leik, dómara sem þora að taka af skarið. Ég skil alveg að þeir þorðu kannski ekki að dæma þetta sérstaklega efir að hafa dæmt fimmtu villuna á Söru sem ég er ekki sammála að hafi verið villa,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þá verður þetta svolítið erfitt og þetta var mjög jafn leikur. Þeir þorðu bara ekki að taka af skarið eins og stelpurnar hans Jonna,“ sagði Ólöf Helga. Kjartan Atli Kjartansson, Ólöf Helga Pálsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru síðan yfir umdeildu dómana í leiknum, lið fyrir lið. Þau skoðuðu það þegar skotklukkan var ekki endurnýjuð þegar boltinn fór í hringinn í lokasókn Keflavíkur í venjulegum leiktíma sem endaði með því að Keflavík missti boltann. Svo var það hin umdeilda og flestra mati mjög ósanngjarna fimmta villan á Söru Rún Hinriksdóttur í framlengingunni. „Hún kemur ekki við Daniela Wallen Morillo,“ sagði Kjartan Atli. Einnig var skoðað lokaskot Keflavíkurliðsins í framlengingunni þar sem virtist vera brotið á Emelíu Ósk Gunnarsdóttur en ekkert var dæmt. „Þegar maður sér þetta svona hægt þá er þetta alveg púra villa,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Ég held að ef að það hefðu verið reynslumeiri dómarar á leiknum og þetta á undan hefi ekki gerst þá hefði verið flautað þarna,“ sagði Pálína. Það má sjá öll þessi dæmi og umræðuna um dómgæsluna í leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Dómarnir umdeildu í leik Keflavíkur og Hauka Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira