Landin ekki á leið í stjörnulið Álaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 09:30 Það eru fáir betri en Niklas Landin í sínu fagi. Marius Becker/Getty Images Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin Jacobsen hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið THW Kiel. Er hann nú samningsbundinn til 30. janúar árið 2025. Þetta vekur athygli þar sem talið að hann væri á leið heim. Niklas Landin var ein af þeim dönsku ofurstjörnum sem hafa verið orðaðar við Álaborg undanfarið en liðið hefur verið að safna liði fyrir komandi tímabil. Einn albesti leikmaður heims, Mikkel Hansen, er á leiðinni til félagsins og Mads Mensah sömuleiðis. Þá hefur Bjarki Már Elísson verið orðaður við félagið eftir að samningur hans við Lemgo rennur út. Talið var að hinn 32 ára Landin yrði markvörður stjörnuliðs Álaborgar en nú hefur verið staðfest að svo verði ekki. Landin skrifaði undir nýjan samning við Kiel og fer ekki fet að því virðist fyrr en eftir tæp fjögur ár. Landin hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2012 og verður þar áfram. Hann gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Bjerringbro-Silkeborg á þeim tíma og samdi svo við Kiel árið 2015. Þar hefur hann verið allar götur síðan og staðið sig með prýði. Landin er mjög sigursæll og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Kiel á síðasta ári sem og þýsku úrvalsdeildina. Til að bæta um betur þá varð hann einnig heimsmeistari með Dönum nú fyrr á þessu ári. Handbolti Danski handboltinn Þýski handboltinn Tengdar fréttir Segir Hansen ekki tapa fjárhagslega á skiptunum heim til Danmerkur Troels Troelsen, íþróttahagfræðingur, segir að Mikkel Hansen muni ekki fá verr greitt í Danmörku en hann gerir í Frakklandi. Þetta segir hann í löngu viðtali við BT um skiptin frá PSG til Álaborgar. 21. febrúar 2021 10:00 Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. 20. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
Niklas Landin var ein af þeim dönsku ofurstjörnum sem hafa verið orðaðar við Álaborg undanfarið en liðið hefur verið að safna liði fyrir komandi tímabil. Einn albesti leikmaður heims, Mikkel Hansen, er á leiðinni til félagsins og Mads Mensah sömuleiðis. Þá hefur Bjarki Már Elísson verið orðaður við félagið eftir að samningur hans við Lemgo rennur út. Talið var að hinn 32 ára Landin yrði markvörður stjörnuliðs Álaborgar en nú hefur verið staðfest að svo verði ekki. Landin skrifaði undir nýjan samning við Kiel og fer ekki fet að því virðist fyrr en eftir tæp fjögur ár. Landin hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2012 og verður þar áfram. Hann gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Bjerringbro-Silkeborg á þeim tíma og samdi svo við Kiel árið 2015. Þar hefur hann verið allar götur síðan og staðið sig með prýði. Landin er mjög sigursæll og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Kiel á síðasta ári sem og þýsku úrvalsdeildina. Til að bæta um betur þá varð hann einnig heimsmeistari með Dönum nú fyrr á þessu ári.
Handbolti Danski handboltinn Þýski handboltinn Tengdar fréttir Segir Hansen ekki tapa fjárhagslega á skiptunum heim til Danmerkur Troels Troelsen, íþróttahagfræðingur, segir að Mikkel Hansen muni ekki fá verr greitt í Danmörku en hann gerir í Frakklandi. Þetta segir hann í löngu viðtali við BT um skiptin frá PSG til Álaborgar. 21. febrúar 2021 10:00 Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. 20. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
Segir Hansen ekki tapa fjárhagslega á skiptunum heim til Danmerkur Troels Troelsen, íþróttahagfræðingur, segir að Mikkel Hansen muni ekki fá verr greitt í Danmörku en hann gerir í Frakklandi. Þetta segir hann í löngu viðtali við BT um skiptin frá PSG til Álaborgar. 21. febrúar 2021 10:00
Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. 20. febrúar 2021 07:01