Of mikill þungi hafi lent á Seðlabankanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 12:21 Kristrún Frostadóttir hagfræðingur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Of mikill þungi í efnahagsaðgerðum hins opinbera hefur lent á Seðlabankanum og fjármagn sem ríkið hefur dælt út í kerfið hefur ekki ratað á rétta staði. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir sveitarfélög fyrir að ráðast ekki í meiri fjárfestingar. Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur. Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur.
Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira