„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Svali Björgvinsson er flestum körfuboltaunnendum vel kunnugur. Stöð 2 Sport Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Í beinni: Stjarnan - Þór Þ. | Leikið á kjördegi Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira